„Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 16:51 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir óhjákvæmilegt að gera breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á sveitastjórnarstiginu. Hann spyr hvort réttlætanlegt sé að ríkustu sveitarfélögin fái framlög úr sjóðnum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga á ársfundi jöfnunarsjóðs í dag. Ítrekaði hann um leið mikilvægi sjóðsins fyrir hinar dreifðari byggðir. „Við þurfum ekki að hugsa lengi um það hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir byggðir landsins ef sjóðsins nyti ekki við,“ sagði Sigurður Ingi. Fyrir liggur að reglum um sjóðinn verður breytt. Samkvæmt þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá muni lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðast við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um tillöguna en aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja tillöguna.Milljarður á ári í framlög vegna sameininga Í aðgerðaáætluninni sem sett er fram í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti allt að 15 milljörðum í framlög vegna sameininga sveitarfélaga á næstu 15 árum eða einn milljarð á ári. Þrátt fyrir þær breytingar sem framundan séu er óhjákvæmilegt að áfram verði einhverjar óhagkvæmar einingar að sögn ráðherra. „Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist,“ sagði ráðherra, með vísan til þess að sveitarfélögunum verði í sjálfvald sett að taka ákvörðun um hverjum þau sameinist. Greiðslur úr jöfnunarsjóði nema hjá flestum sveitarfélögum um 20-40% af tekjum þeirra en dæmi eru um að framlög úr sjóðnum nemi um eða yfir 50% af tekjum sveitarfélags. Þessu varpar Sigurður Ingi upp í ávarpi sínu sem birt er í ársskýrslu jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem kynnt var á fundinum í dag. Þó ekki sé deilt um mikilvægi sjóðsins segir Sigurður Ingi eðlilegt að staldra við þessar tölur „og spyrja hvort eðlilegt sé að svo hátt hlutfall tekna komi úr sameiginlegum sjóði þeirra,“ skrifar ráðherra í ávarpi sínu. Þá megi einnig spyrja „hvort réttlætanlegt sé að sveitarfélög með bæði mjög háar skatttekjur og vannýtta tekjustofna fái framlög úr þessum sameiginlega sjóði sveitarfélaga.“ Samkvæmt ársreikningi jöfnunarsjóðs sem kynntur var í dag var tekjuafgangur sjóðsins 38,6 milljónir króna á árinu 2018 samanborið við rekstrarhalla upp á rúmar 750 milljónir árinu á undan, 2017. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir óhjákvæmilegt að gera breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á sveitastjórnarstiginu. Hann spyr hvort réttlætanlegt sé að ríkustu sveitarfélögin fái framlög úr sjóðnum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga á ársfundi jöfnunarsjóðs í dag. Ítrekaði hann um leið mikilvægi sjóðsins fyrir hinar dreifðari byggðir. „Við þurfum ekki að hugsa lengi um það hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir byggðir landsins ef sjóðsins nyti ekki við,“ sagði Sigurður Ingi. Fyrir liggur að reglum um sjóðinn verður breytt. Samkvæmt þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá muni lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðast við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um tillöguna en aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja tillöguna.Milljarður á ári í framlög vegna sameininga Í aðgerðaáætluninni sem sett er fram í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti allt að 15 milljörðum í framlög vegna sameininga sveitarfélaga á næstu 15 árum eða einn milljarð á ári. Þrátt fyrir þær breytingar sem framundan séu er óhjákvæmilegt að áfram verði einhverjar óhagkvæmar einingar að sögn ráðherra. „Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist,“ sagði ráðherra, með vísan til þess að sveitarfélögunum verði í sjálfvald sett að taka ákvörðun um hverjum þau sameinist. Greiðslur úr jöfnunarsjóði nema hjá flestum sveitarfélögum um 20-40% af tekjum þeirra en dæmi eru um að framlög úr sjóðnum nemi um eða yfir 50% af tekjum sveitarfélags. Þessu varpar Sigurður Ingi upp í ávarpi sínu sem birt er í ársskýrslu jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem kynnt var á fundinum í dag. Þó ekki sé deilt um mikilvægi sjóðsins segir Sigurður Ingi eðlilegt að staldra við þessar tölur „og spyrja hvort eðlilegt sé að svo hátt hlutfall tekna komi úr sameiginlegum sjóði þeirra,“ skrifar ráðherra í ávarpi sínu. Þá megi einnig spyrja „hvort réttlætanlegt sé að sveitarfélög með bæði mjög háar skatttekjur og vannýtta tekjustofna fái framlög úr þessum sameiginlega sjóði sveitarfélaga.“ Samkvæmt ársreikningi jöfnunarsjóðs sem kynntur var í dag var tekjuafgangur sjóðsins 38,6 milljónir króna á árinu 2018 samanborið við rekstrarhalla upp á rúmar 750 milljónir árinu á undan, 2017.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra Sjá meira