Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2019 09:00 Jón Steinar skrifar mikla grein þar sem hann beinir spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni sem nýverið lét af störfum hjá Hæstarétti Íslands. Vísir birtir í dag mikla grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi Hæstaréttardómara, en þar beinir hann spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni, sem nýverið lét af störfum sem dómari við réttinn. Þar hefur hann starfað í aldarfjórðung. Jón Steinar segir Markús hafa ráðið lögum og lofum í réttinum, náð öðrum dómurum undir vald sitt sem þá stóðu og sátu eins og Markúsi þóknaðist. Þá hafi Markús stjórnað því bak við tjöldin hverjir voru ráðnir til Hæstaréttar sem dómarar. Jón Steinar segir að enginn ætti að efast um hæfileika Markúsar en þá hafi hann ekki notað þá til góðs, heldur þvert á móti stórskaðað Hæstarétt með verkum sínum og þar með valdið réttarfari í landinu ómælanlegum skaða. Jón Steinar fer ítarlega í saumana á ferli Markúsar, að hann hafi verið skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 þá aðeins fertugur að aldri. Hann hefur verið langáhrifamesti dómarinn og afköst hans verið með miklum ólíkindum. Jón Steinar var í fyrstu hrifinn af gífurlegum afköstum hans og upplýsir að sjálfur hafi hann meira að segja tilnefnt Markús mann ársins eftir að Markús vann það afrek 1989 þegar hann nánast uppá sitt einsdæmi uppfærði lagabálka sem voru lög um meðferð einkamála, lög um meðferð opinberra mála, aðfararlög, skiptalög, lög um nauðungarsölu og fleiri bálka. „Maðurinn var ekki einhamur,“ segir Jón Steinar. En, böggull fylgdi skammrifi sá að mati Jóns Steinars að Markús er ekki fær um að meðhöndla einstök mál af réttsýni og hefur fengið til fylgilags við sig aðra dómara, sem honum hefur tekist að brjóta undir áhrifavald sitt, til illra verka. Jón Steinar nefnir svo til sögunnar dæmi þar sem ýmis þekkt mál koma við sögu. Jón Steinar segir til dæmis að upphaf hinna miklu Hafskipsmála megi rekja til mikillar skýrslu sem Markús, þá skiptaráðandi við Skiptarétt Reykjavíkur, skrifaði að því er virðist að þeim hvötum að koma á höggi á þá menn sem fyrir urðu. „Móðir Markúsar var stór hluthafi í Eimskipi, sem hafði beinna hagsmuna að gæta af falli Hafskips. Auk þess hafði faðir Markúsar verið endurskoðandi Eimskips um tíma.“ Sá gjörningur varðaði veginn og hefur Markús síðan misnotað aðstöðu sína við Hæstarétt Íslands með ýmsu móti og ekki látið hvarfla að sér að hann sé ekki hæfur til að beita sér í málum þar sem hann á beinna hagsmuna að gæta. Dómstólar Tengdar fréttir Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Vísir birtir í dag mikla grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi Hæstaréttardómara, en þar beinir hann spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni, sem nýverið lét af störfum sem dómari við réttinn. Þar hefur hann starfað í aldarfjórðung. Jón Steinar segir Markús hafa ráðið lögum og lofum í réttinum, náð öðrum dómurum undir vald sitt sem þá stóðu og sátu eins og Markúsi þóknaðist. Þá hafi Markús stjórnað því bak við tjöldin hverjir voru ráðnir til Hæstaréttar sem dómarar. Jón Steinar segir að enginn ætti að efast um hæfileika Markúsar en þá hafi hann ekki notað þá til góðs, heldur þvert á móti stórskaðað Hæstarétt með verkum sínum og þar með valdið réttarfari í landinu ómælanlegum skaða. Jón Steinar fer ítarlega í saumana á ferli Markúsar, að hann hafi verið skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 þá aðeins fertugur að aldri. Hann hefur verið langáhrifamesti dómarinn og afköst hans verið með miklum ólíkindum. Jón Steinar var í fyrstu hrifinn af gífurlegum afköstum hans og upplýsir að sjálfur hafi hann meira að segja tilnefnt Markús mann ársins eftir að Markús vann það afrek 1989 þegar hann nánast uppá sitt einsdæmi uppfærði lagabálka sem voru lög um meðferð einkamála, lög um meðferð opinberra mála, aðfararlög, skiptalög, lög um nauðungarsölu og fleiri bálka. „Maðurinn var ekki einhamur,“ segir Jón Steinar. En, böggull fylgdi skammrifi sá að mati Jóns Steinars að Markús er ekki fær um að meðhöndla einstök mál af réttsýni og hefur fengið til fylgilags við sig aðra dómara, sem honum hefur tekist að brjóta undir áhrifavald sitt, til illra verka. Jón Steinar nefnir svo til sögunnar dæmi þar sem ýmis þekkt mál koma við sögu. Jón Steinar segir til dæmis að upphaf hinna miklu Hafskipsmála megi rekja til mikillar skýrslu sem Markús, þá skiptaráðandi við Skiptarétt Reykjavíkur, skrifaði að því er virðist að þeim hvötum að koma á höggi á þá menn sem fyrir urðu. „Móðir Markúsar var stór hluthafi í Eimskipi, sem hafði beinna hagsmuna að gæta af falli Hafskips. Auk þess hafði faðir Markúsar verið endurskoðandi Eimskips um tíma.“ Sá gjörningur varðaði veginn og hefur Markús síðan misnotað aðstöðu sína við Hæstarétt Íslands með ýmsu móti og ekki látið hvarfla að sér að hann sé ekki hæfur til að beita sér í málum þar sem hann á beinna hagsmuna að gæta.
Dómstólar Tengdar fréttir Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00
Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00