Mannréttindi – drifkraftur breytinga Hanna Katrín Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir og Andri Óttarsson og Erla Hlín Hjálmarsdóttir skrifa 2. október 2019 08:00 Alþjóðadag án ofbeldis ber upp á afmælisdag Mahatma Gandhi sem fæddist 2. október fyrir réttum 150 árum. Ísland er eitt friðsælasta land veraldar og landsmenn eru áfram um að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir mannréttindum. Mannréttindi eru einn af hornsteinunum í utanríkisstefnu Íslands og á alþjóðavettvangi er nú lögð aukin áhersla á málaflokkinn. Ný stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 var samþykkt á Alþingi í maí 2019. Í fyrsta sinn er byggt á mannréttindamiðaðri nálgun, en hún felur það í sér að í öllu starfi Íslands eru mannréttindi höfð að leiðarljósi. Enn fremur er lögð rík áhersla á að framlög til þróunarsamvinnu nýtist vel og að árangur af starfi Íslands sé sýnilegur. Í fimm ára áætlun stjórnvalda er jafnframt gert ráð fyrir aukningu á heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Miklar breytingar hafa orðið í þróunarsamvinnu á undanförnum árum, ekki síst vegna aukinnar efnahagslegrar og pólitískrar aðkomu stórra ríkja eins og Brasilíu, Indlands, Kína og Suður-Afríku. Vestræn ríki leggja því til hlutfallslega minna fjármagn í þróunarlöndum en áður og hafa þannig minni áhrif. Skýr stefna og sýn þar sem Ísland er málsvari mannréttinda er þess vegna mikilvægari en nokkru sinni. Utanríkisráðherra skipaði starfshóp til að greina og útfæra þær leiðir sem heppilegt er fyrir Ísland að fara við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi. Þetta á t.a.m. við um sértækar aðgerðir, málsvarastarf og samþættingu mannréttinda við þróunarsamstarf Íslands í tvíhliða samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda. Skýrsla starfshópsins, Mannréttindi sem drifkraftur breytinga, var gefin út í maí 2019 og birt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í skýrslunni er sett fram 21 tillaga um hvernig nálgast má þróunarsamvinnu á mannréttindamiðaðan hátt. Þar er einnig að finna almenna umfjöllun um mannréttindamiðaða nálgun, starf Íslands í þróunarsamvinnu og stöðu mannréttinda í samstarfslöndunum tveimur. Þar, líkt og víðar í löndum sunnan Sahara, er víða pottur brotinn þegar kemur að mannréttindum. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að bæta þurfi um betur í mannréttindamiðaðri nálgun í þróunarsamvinnu. Tekið er undir nýja þróunarsamvinnustefnu og lögð áhersla á að sýna fram á árangur af starfi Íslands. Í niðurstöðum hópsins kemur jafnframt fram að styrkur Íslands felist helst í sveigjanleika og að tekin sé áhætta endrum og eins. Staða mannréttinda á Íslandi er góð í samanburði við aðrar þjóðir og Íslendingar eru vel í stakk búnir til að láta gott af sér leiða í þeim efnum. Eitt mikilvægasta framlag Íslendinga í þróunarsamvinnu er því kynning á þeim grunngildum sem við höfum fest svo rækilega í sessi; frelsi og jafnrétti fyrir alla. Til að Ísland geti haft áhrif á stöðu mannréttinda í viðtökuríkjum verður að sýna framsýni og stefnufestu, ekki síst varðandi áherslur Íslands á sjálfbær samfélög í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og uppbyggingu atvinnulífs. Einnig þarf að sýna staðfestu í verkefnavali og tala fyrir mannréttindum. Ísland verður ætíð að vera tilbúið að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir auknum mannréttindum og það er viðeigandi að minna á það á alþjóðadegi án ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Diljá Mist Einarsdóttir Hanna Katrín Friðriksson Mannréttindi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadag án ofbeldis ber upp á afmælisdag Mahatma Gandhi sem fæddist 2. október fyrir réttum 150 árum. Ísland er eitt friðsælasta land veraldar og landsmenn eru áfram um að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir mannréttindum. Mannréttindi eru einn af hornsteinunum í utanríkisstefnu Íslands og á alþjóðavettvangi er nú lögð aukin áhersla á málaflokkinn. Ný stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 var samþykkt á Alþingi í maí 2019. Í fyrsta sinn er byggt á mannréttindamiðaðri nálgun, en hún felur það í sér að í öllu starfi Íslands eru mannréttindi höfð að leiðarljósi. Enn fremur er lögð rík áhersla á að framlög til þróunarsamvinnu nýtist vel og að árangur af starfi Íslands sé sýnilegur. Í fimm ára áætlun stjórnvalda er jafnframt gert ráð fyrir aukningu á heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Miklar breytingar hafa orðið í þróunarsamvinnu á undanförnum árum, ekki síst vegna aukinnar efnahagslegrar og pólitískrar aðkomu stórra ríkja eins og Brasilíu, Indlands, Kína og Suður-Afríku. Vestræn ríki leggja því til hlutfallslega minna fjármagn í þróunarlöndum en áður og hafa þannig minni áhrif. Skýr stefna og sýn þar sem Ísland er málsvari mannréttinda er þess vegna mikilvægari en nokkru sinni. Utanríkisráðherra skipaði starfshóp til að greina og útfæra þær leiðir sem heppilegt er fyrir Ísland að fara við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi. Þetta á t.a.m. við um sértækar aðgerðir, málsvarastarf og samþættingu mannréttinda við þróunarsamstarf Íslands í tvíhliða samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda. Skýrsla starfshópsins, Mannréttindi sem drifkraftur breytinga, var gefin út í maí 2019 og birt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í skýrslunni er sett fram 21 tillaga um hvernig nálgast má þróunarsamvinnu á mannréttindamiðaðan hátt. Þar er einnig að finna almenna umfjöllun um mannréttindamiðaða nálgun, starf Íslands í þróunarsamvinnu og stöðu mannréttinda í samstarfslöndunum tveimur. Þar, líkt og víðar í löndum sunnan Sahara, er víða pottur brotinn þegar kemur að mannréttindum. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að bæta þurfi um betur í mannréttindamiðaðri nálgun í þróunarsamvinnu. Tekið er undir nýja þróunarsamvinnustefnu og lögð áhersla á að sýna fram á árangur af starfi Íslands. Í niðurstöðum hópsins kemur jafnframt fram að styrkur Íslands felist helst í sveigjanleika og að tekin sé áhætta endrum og eins. Staða mannréttinda á Íslandi er góð í samanburði við aðrar þjóðir og Íslendingar eru vel í stakk búnir til að láta gott af sér leiða í þeim efnum. Eitt mikilvægasta framlag Íslendinga í þróunarsamvinnu er því kynning á þeim grunngildum sem við höfum fest svo rækilega í sessi; frelsi og jafnrétti fyrir alla. Til að Ísland geti haft áhrif á stöðu mannréttinda í viðtökuríkjum verður að sýna framsýni og stefnufestu, ekki síst varðandi áherslur Íslands á sjálfbær samfélög í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og uppbyggingu atvinnulífs. Einnig þarf að sýna staðfestu í verkefnavali og tala fyrir mannréttindum. Ísland verður ætíð að vera tilbúið að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir auknum mannréttindum og það er viðeigandi að minna á það á alþjóðadegi án ofbeldis.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun