Trump og repúblikanar slá met í fjáröflun Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 21:31 Enginn skortur er á fjárhagslegum stuðningi við Trump þó að gustað hafi um hann að undanförnu. AP/Evan Vucci Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og landsnefnd Repúblikanaflokks söfnuðu 125 milljónum dollara, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra króna, í kosningasjóði á þriðja ársfjórðungi ársins. Aldrei áður hefur forseti safnað eins miklu fé fyrir kosningar. Í heildina hafa framboðið og flokkurinn safnað um 308 milljónum dollara á þessu ári, jafnvirði rúmra 38 milljarða íslenskra króna, að sögn AP-fréttastofunnar. Innkoman á þriðja ársfjórðungi var verulega meiri en þær um sjötíu milljónir dollara sem Barack Obama safnaði á sama tímabili árið 2011. Repúblikanar eru sagðir ætla að nýta féð til að verja Trump fyrir rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum forsetans og kaup auglýsingar gegn demókrötum sem styðja hana. Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar repúblikana, segir að árásir demókrata á forsetann hafi leitt til þess að stuðningsmenn hafi látið meira fé af hendi rakna en nokkru sinni áður. Markmið Trump-framboðsins er sagt að verja um milljarði dollara, jafnvirði um 124 milljarða króna, í að tryggja forsetanum endurkjör á næsta ári. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump þegar í ljós kom að uppljóstrari tilkynnti innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga sem í ljós kom að var Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu. Hvíta húsið birti í kjölfarið samantekt um símtal Trump og Zelenskíj. Þar sást hvernig Trump bað Zelenskíj ítrekað um að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu sem varðar tölvupóstþjóna Demókrataflokksins. Skoðanakannanir benda að stuðningur við að Trump verði rannsakaður vegna mögulegra embættisbrota hafi aukist umtalsvert eftir að Úkraínumálið kom upp. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Forsetaframboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta og landsnefnd Repúblikanaflokks söfnuðu 125 milljónum dollara, jafnvirði 15,5 milljarða íslenskra króna, í kosningasjóði á þriðja ársfjórðungi ársins. Aldrei áður hefur forseti safnað eins miklu fé fyrir kosningar. Í heildina hafa framboðið og flokkurinn safnað um 308 milljónum dollara á þessu ári, jafnvirði rúmra 38 milljarða íslenskra króna, að sögn AP-fréttastofunnar. Innkoman á þriðja ársfjórðungi var verulega meiri en þær um sjötíu milljónir dollara sem Barack Obama safnaði á sama tímabili árið 2011. Repúblikanar eru sagðir ætla að nýta féð til að verja Trump fyrir rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum forsetans og kaup auglýsingar gegn demókrötum sem styðja hana. Ronna McDaniel Romney, formaður landsnefndar repúblikana, segir að árásir demókrata á forsetann hafi leitt til þess að stuðningsmenn hafi látið meira fé af hendi rakna en nokkru sinni áður. Markmið Trump-framboðsins er sagt að verja um milljarði dollara, jafnvirði um 124 milljarða króna, í að tryggja forsetanum endurkjör á næsta ári. Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hófu rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump þegar í ljós kom að uppljóstrari tilkynnti innri endurskoðanda leyniþjónustunnar um að Trump hefði misnotað vald sitt í símtali við erlendan þjóðarleiðtoga sem í ljós kom að var Volodímír Zelenskíj, forseti Úkraínu. Hvíta húsið birti í kjölfarið samantekt um símtal Trump og Zelenskíj. Þar sást hvernig Trump bað Zelenskíj ítrekað um að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu sem varðar tölvupóstþjóna Demókrataflokksins. Skoðanakannanir benda að stuðningur við að Trump verði rannsakaður vegna mögulegra embættisbrota hafi aukist umtalsvert eftir að Úkraínumálið kom upp.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Demókratar stefna Giuliani Demókratar hafa stefnt Rusy Giuliani, einkalögmanni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna samskipta hans og forsetans við embættismenn í Úkraínu. 30. september 2019 20:35
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir Donald Trump Bandaríkjaforseti bað forsætisráðherra Ástralíu um að rannsaka Rússarannsóknina svokölluðu 1. október 2019 19:00
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45