Sendiherra Kína segir mikinn árangur hafa náðst í sjötíu ára sögu Alþýðulýðveldisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. október 2019 18:45 Risavaxin hersýning fór fram í Peking í dag þar sem sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað. Eldflaugar, þyrlur, drónar og skriðdrekar voru meðal annars til sýnis. En afmælinu var fagnað víðar en í höfuðborginni einni. Fólk kom til að mynda saman í sendiráði Kína á Íslandi, gæddi sér á veitingum og hlýddi á ræðu Jin Zhijian sendiherra.Bjartsýnn á frekari árangur Í samtali við fréttastofu sagði hann gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu sjötíu árin. Kína sé meðal annars stærsta framleiðsluland heims. Það sé meðal annars vegna þess að opnað hefur verið fyrir milliríkjaviðskipti. Þeirri stefnu hafi verið framfylgt í rúm fjörutíu ár. „Og ég tel líka að stjórn kínverska Kommúnistaflokksins hafi skipt miklu máli.“ Jin segist fullviss um að hægt verði að ná meiri árangri á næstu sjötíu árum. Samstarfið við Ísland sé gott og framtíð þess samstarfs björt. Til dæmis á sviði jarðhitanýtingar og nýsköpunar. Þá segir hann að ástæðan fyrir mikilli hernaðaruppbyggingu Kínverja sé þessi: „Markmiðið er mjög einfalt. Kína er stór þjóð. Við þurfum að hafa nægan herafla til að vernda landsvæði og vernda hagsmuni Kínverja.“ Einnig vilji Kínverjar leggja sitt af mörkum til heimsfriðar. Hernaðaraflið sé ekki notað í innrásir.Þörf á samhljómi í Hong Kong Sendiherrann segir stjórnvöld í Hong Kong hafa ýmis tækifæri til þess að ná saman við mótmælendur. en einn harðasti dagurinn í fjögurra mánaða rimmu lögreglunnar í Hong Kong og mótmælenda var í dag, á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í nær öllum hverfum borgarinnar og mótmælti því sem mótmælendur segja að séu vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Blátt bann var sett við mótmælum í dag vegna þjóðhátíðarinnar og brást lögregla við af mikilli hörku. 31 særðist í átökunum er lögregla skaut táragasi og mótmælendur bensínsprengjum. Í fyrsta sinn frá því mótmælin hófust skaut lögregla mann með hefðbundinni byssukúlu. Sá liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi. Á annað hundrað mótmælenda voru handteknir í dag. „Sumir mótmælendur hafa brotið lögin í þjóðfélaginu,“ segir Jin og bætir því við að mikilvægt sé að skapa stöðugleika. Mikilvægt sé að héraðsstjórnin í Hong Kong nái samtali við mótmælendur til þess að finna samhljóm. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Risavaxin hersýning fór fram í Peking í dag þar sem sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað. Eldflaugar, þyrlur, drónar og skriðdrekar voru meðal annars til sýnis. En afmælinu var fagnað víðar en í höfuðborginni einni. Fólk kom til að mynda saman í sendiráði Kína á Íslandi, gæddi sér á veitingum og hlýddi á ræðu Jin Zhijian sendiherra.Bjartsýnn á frekari árangur Í samtali við fréttastofu sagði hann gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu sjötíu árin. Kína sé meðal annars stærsta framleiðsluland heims. Það sé meðal annars vegna þess að opnað hefur verið fyrir milliríkjaviðskipti. Þeirri stefnu hafi verið framfylgt í rúm fjörutíu ár. „Og ég tel líka að stjórn kínverska Kommúnistaflokksins hafi skipt miklu máli.“ Jin segist fullviss um að hægt verði að ná meiri árangri á næstu sjötíu árum. Samstarfið við Ísland sé gott og framtíð þess samstarfs björt. Til dæmis á sviði jarðhitanýtingar og nýsköpunar. Þá segir hann að ástæðan fyrir mikilli hernaðaruppbyggingu Kínverja sé þessi: „Markmiðið er mjög einfalt. Kína er stór þjóð. Við þurfum að hafa nægan herafla til að vernda landsvæði og vernda hagsmuni Kínverja.“ Einnig vilji Kínverjar leggja sitt af mörkum til heimsfriðar. Hernaðaraflið sé ekki notað í innrásir.Þörf á samhljómi í Hong Kong Sendiherrann segir stjórnvöld í Hong Kong hafa ýmis tækifæri til þess að ná saman við mótmælendur. en einn harðasti dagurinn í fjögurra mánaða rimmu lögreglunnar í Hong Kong og mótmælenda var í dag, á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í nær öllum hverfum borgarinnar og mótmælti því sem mótmælendur segja að séu vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Blátt bann var sett við mótmælum í dag vegna þjóðhátíðarinnar og brást lögregla við af mikilli hörku. 31 særðist í átökunum er lögregla skaut táragasi og mótmælendur bensínsprengjum. Í fyrsta sinn frá því mótmælin hófust skaut lögregla mann með hefðbundinni byssukúlu. Sá liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi. Á annað hundrað mótmælenda voru handteknir í dag. „Sumir mótmælendur hafa brotið lögin í þjóðfélaginu,“ segir Jin og bætir því við að mikilvægt sé að skapa stöðugleika. Mikilvægt sé að héraðsstjórnin í Hong Kong nái samtali við mótmælendur til þess að finna samhljóm.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00
Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45
Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15