Hörður Magnússon og sérfræðingar hans fóru yfir tímabilið í Pepsi Max-deild karla í lokaþætti Pepsi Max-markanna á laugardaginn var.
Hörður og félagar veittu hin ýmsu verðlaun, m.a. fyrir besta mark tímabilsins.
Tíu mörk voru tilnefnd, hvert öðru glæsilegra. Eitt bar þó af og það kom strax í upphafsleik Pepsi Max-deildarinnar.
Mark sumarsins skoraði Víkingurinn Logi Tómasson þegar hann spólaði sig í gegnum vörn Valsmanna og skoraði framhjá Antoni Ara Einarssyni.
Tíu bestu mörk Pepsi Max-deildarinnar 2019 má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-mörkin: Bestu mörk ársins
Tengdar fréttir

Ummæli ársins, fyrri hluti: Óli kemur af fjöllum, Miðflokksmaður á Klaustur bar og Gary skiptir um skoðun
Farið var yfir ummæli ársins í lokaþætti Pepsi Max-markanna.

Máni gáttaður á orðum Óla Stefáns: „Aldrei heyrt annað eins rugl á ævi minni“
Ummæli þjálfara KA voru til umræðu í lokaþætti Pepsi Max-markanna.

„Vinnur þér greinilega ekki inn meira en eitt slæmt tímabil“
Í lokaþætti Pepsi Max-markanna var rætt um þá ákvörðun Vals að bjóða Ólafi Jóhannessyni ekki nýjan samning.

Fengu ellefu stig í síðustu fimmtán leikjunum: „Skagamenn voru of nískir“
Eftir frábæra byrjun nýliða ÍA í Pepsi Max-deildinni hallaði heldur betur undan fæti er líða fór á sumarið og þeir enduðu í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Hörður Magnússon heiðraður af Leikmannasamtökunum
Stjórnandi Pepsi Max-markanna var heiðraður á lokahófi Pepsi Max-deildanna.

Pepsi Max-mörkin: Bestu markvörslur ársins
Farið var yfir bestu markvörslur tímabilsins í Pepsi Max-deild karla í lokaþætti Pepsi Max-markanna.

Gary Martin: Óli Jóh stakk mig í bakið
Markakóngur Pepsi Max-deildar karla 2019 lét fráfarandi þjálfara Vals heyra það.