Leggja fram tillögu um samflot og samferðabrautir Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 1. október 2019 11:20 Jórunn Pála, Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. Vísir/Stöð 2 Á borgarstjórnarfundi í dag verður tekin fyrir tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík. Flytjandi tillögunnar segir þetta vera skjótvirka og hagkvæma lausn sem geti komið strax til skoðunar. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið framhjá borgarbúum, einkum þeim sem nýta sér einkabílinn og vilja komast leiðar sinnar greiðlega. Samgöngusáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins til næstu fimmtán ára, sem undirritaður var í síðustu viku, er einmitt liður í því að taka á umferðarvandanum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru aftur á móti orðnir langeygir eftir skjótvirkum lausnum. Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. „Með samferðabrautum erum við að tala um að verðlauna þá sem eru að ferðast þrír eða fleiri saman í bílum og hleypa þeim inn á þessar samferðabrautir. En ekki frekar en í Hollywood þá kemst ekki hver sem er þarna inn á, það þurfa að vera þrír sem ferðast saman í bílum.“Klippa: Tillaga um forgangsakreinar fyrir samflot Samferðabrautir tíðkast víða erlendis og er stefna sem miðar að því að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma í stað bíla. „Með þessu erum við að skapa jákvæðan hvata fyrir fólk til þess að velja sér umhverfisvæna kosti í umferðinni og á sama tíma er þetta skjótvirk og hagkvæm lausn sem getur komið strax til skoðunar. Erum þá að nýta innviði sem eru þegar til staðar.“ Aðspurð hvort hún telji að fólk muni reyna að svindla á kerfinu segir Jórunn Pála. Það er eins og með öll kerfi að það er alltaf hætta á því en til þess að stemma stigu við það er þetta spurning um að hafa bara ströng viðurlög þannig að það sé ekki mjög freistandi að vera gómaður við það að vera með dúkku fram í eða eitthvað sambærilegt.“ Forgangsakreinar hafa hingað til verið eingöngu fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að einkabílar á forgangsakreinum muni tefja ferðir strætó og jafnvel viðbragðsaðila segir Jórunn Pála. „Nei, ekki miklar, ef það verður svoleiðis þá er þetta afturkræft,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í dag verður tekin fyrir tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samflot og samferðabrautir í Reykjavík. Flytjandi tillögunnar segir þetta vera skjótvirka og hagkvæma lausn sem geti komið strax til skoðunar. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki farið framhjá borgarbúum, einkum þeim sem nýta sér einkabílinn og vilja komast leiðar sinnar greiðlega. Samgöngusáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins til næstu fimmtán ára, sem undirritaður var í síðustu viku, er einmitt liður í því að taka á umferðarvandanum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru aftur á móti orðnir langeygir eftir skjótvirkum lausnum. Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, er flytjandi tillögu um samflot og samferðabrautir. „Með samferðabrautum erum við að tala um að verðlauna þá sem eru að ferðast þrír eða fleiri saman í bílum og hleypa þeim inn á þessar samferðabrautir. En ekki frekar en í Hollywood þá kemst ekki hver sem er þarna inn á, það þurfa að vera þrír sem ferðast saman í bílum.“Klippa: Tillaga um forgangsakreinar fyrir samflot Samferðabrautir tíðkast víða erlendis og er stefna sem miðar að því að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma í stað bíla. „Með þessu erum við að skapa jákvæðan hvata fyrir fólk til þess að velja sér umhverfisvæna kosti í umferðinni og á sama tíma er þetta skjótvirk og hagkvæm lausn sem getur komið strax til skoðunar. Erum þá að nýta innviði sem eru þegar til staðar.“ Aðspurð hvort hún telji að fólk muni reyna að svindla á kerfinu segir Jórunn Pála. Það er eins og með öll kerfi að það er alltaf hætta á því en til þess að stemma stigu við það er þetta spurning um að hafa bara ströng viðurlög þannig að það sé ekki mjög freistandi að vera gómaður við það að vera með dúkku fram í eða eitthvað sambærilegt.“ Forgangsakreinar hafa hingað til verið eingöngu fyrir strætó, leigubifreiðar og forgangsakstur. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að einkabílar á forgangsakreinum muni tefja ferðir strætó og jafnvel viðbragðsaðila segir Jórunn Pála. „Nei, ekki miklar, ef það verður svoleiðis þá er þetta afturkræft,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00 Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Oddvitinn í borginni sagður úti í horni Allir bæjarstjórar sem koma að samgöngusamningi ríkisins og sveitarfélaga eru Sjálfstæðismenn nema borgarstjóri. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni gagnrýnir áformin. Enn er ekki ljóst hvernig 60 milljarða sem vantar upp á fjármögnun verður aflað. 30. september 2019 06:00
Vilja umbuna fyrir samflot í umferðinni Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja umbuna þeim sem sameinast í bíla í borginni. Þeir hyggjast leggja fram tillögu í borgarstjórn á morgun sem miðar að því að ívilna þeim sem eru þrjú eða fleiri í bíl 29. september 2019 18:15