Nýtur lífsins á Spáni á lífeyrinum en saknar vina sinna Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2019 10:59 Hilmar B. Jónsson var lengi forseti Klúbbs matreiðslumeistara og sá um matseld í veislum forseta Íslands. Fréttablaðið/Pjetur/Getty Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. Hann segist lifa góðu lífi á Spáni á lífeyrisgreiðslum og greiðslum frá Tryggingastofnun – alls 234 þúsund krónur á mánuði – framfærsla sem myndi aldrei duga eins vel heima á Íslandi. Hilmar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við þáttastjórnendurna Gulla og Heimi. Hann segist búa í íbúð í bæ og í nálægð við fjölda annarra Íslendinga. Telji hann að um helmingur íbúa bæjarins séu aðfluttir útlendingar. Hilmar ákvað að flytja til Spánar fyrir rúmu ári, nokkru eftir að eftir að hafa komist á eftirlaun. Hafi hann gert það eftir samtal við son sinn þar sem hann nefndi að hann sæi fram á að þurfa að lifa á lífeyrisgreiðslum einum saman á Íslandi. „Og hann sagði: „Ekkert mál, pabbi minn. Þú bara flytur til Spánar.“ Við ræddum málið pínulítið. Hann þekkir nokkra Íslendinga sem búa hérna. Ég þekkti nú enga, sem ég vissi um. En allavega, þá kom það upp úr kafinu að það er hægt að lifa á ellilaunum á Spáni og hafa það töluvert gott,“ segir Hilmar. Aðspurður um veðrið segist hann ekki geta kvartað. „Það er sól hérna á hverjum degi. Ég er búinn að vera hérna síðan í júní í fyrra og það er búið að rigna átján sinnum.[…] Stysta rigningin var tíu mínútur en síðan hafa komið rigningar sem voru meiriháttarflóð og vesen.“Þarf ekki að borga til að ræða við lækni Hilmar segist hafa flutt lögheimili sitt til Spánar og sé „algerlega löglegur“ þar. Auðvelt hafi verið að komast inn í kerfið í landinu. „Um leið og ég er búinn að fá löglegt heimilisfang hér er ég kominn með mjög, þokkalega gott heilbrigðiskerfi hér. Ég þarf ekki einu sinni að borga fyrir að tala við lækni hér.“ Á Íslandi hafi hann verið með veikan maka í fjölda ára og það hafi kostað þau tugi þúsunda á ári, bara að fá að ræða við lækni. Fyrir utan svo lyfjakostnað og annað. „Ég get lofað þeim sem eru að hluta að þú ert ekkert verr settur hér á Spáni heldur en í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.“ Hverjir eru helstu ókostirnir að vera þarna?„Stærsti ókosturinn, sem mér finnst, er að ég á mjög stóran vinahóp á Íslandi. Hann er náttúrulega ekki í næsta húsi lengur. Að öðru leyti þá lifir maður mjög góðu lífi hér. Ég var svo heppinn að hafa efni á að kaupa íbúð sem er ljómandi góð. Og bíl.“ Á strípuðum eftirlaunum – það er þú ert bara með þau til ráðstöfunar – þá lifir þú góðu lífi.„Já. Og ég get nefnt sem dæmi að ég fer út að borða svona fimm sinnum í viku að meðaltali hérna. Stundum oftar. Og ég er að borga fyrir alveg ljómandi kjöt- eða fiskmáltíð og tvö glös af rauðvíni, ég að borga 10 evrur,“ segir Hilmar. Bítið Eldri borgarar Húsnæðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. Hann segist lifa góðu lífi á Spáni á lífeyrisgreiðslum og greiðslum frá Tryggingastofnun – alls 234 þúsund krónur á mánuði – framfærsla sem myndi aldrei duga eins vel heima á Íslandi. Hilmar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við þáttastjórnendurna Gulla og Heimi. Hann segist búa í íbúð í bæ og í nálægð við fjölda annarra Íslendinga. Telji hann að um helmingur íbúa bæjarins séu aðfluttir útlendingar. Hilmar ákvað að flytja til Spánar fyrir rúmu ári, nokkru eftir að eftir að hafa komist á eftirlaun. Hafi hann gert það eftir samtal við son sinn þar sem hann nefndi að hann sæi fram á að þurfa að lifa á lífeyrisgreiðslum einum saman á Íslandi. „Og hann sagði: „Ekkert mál, pabbi minn. Þú bara flytur til Spánar.“ Við ræddum málið pínulítið. Hann þekkir nokkra Íslendinga sem búa hérna. Ég þekkti nú enga, sem ég vissi um. En allavega, þá kom það upp úr kafinu að það er hægt að lifa á ellilaunum á Spáni og hafa það töluvert gott,“ segir Hilmar. Aðspurður um veðrið segist hann ekki geta kvartað. „Það er sól hérna á hverjum degi. Ég er búinn að vera hérna síðan í júní í fyrra og það er búið að rigna átján sinnum.[…] Stysta rigningin var tíu mínútur en síðan hafa komið rigningar sem voru meiriháttarflóð og vesen.“Þarf ekki að borga til að ræða við lækni Hilmar segist hafa flutt lögheimili sitt til Spánar og sé „algerlega löglegur“ þar. Auðvelt hafi verið að komast inn í kerfið í landinu. „Um leið og ég er búinn að fá löglegt heimilisfang hér er ég kominn með mjög, þokkalega gott heilbrigðiskerfi hér. Ég þarf ekki einu sinni að borga fyrir að tala við lækni hér.“ Á Íslandi hafi hann verið með veikan maka í fjölda ára og það hafi kostað þau tugi þúsunda á ári, bara að fá að ræða við lækni. Fyrir utan svo lyfjakostnað og annað. „Ég get lofað þeim sem eru að hluta að þú ert ekkert verr settur hér á Spáni heldur en í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.“ Hverjir eru helstu ókostirnir að vera þarna?„Stærsti ókosturinn, sem mér finnst, er að ég á mjög stóran vinahóp á Íslandi. Hann er náttúrulega ekki í næsta húsi lengur. Að öðru leyti þá lifir maður mjög góðu lífi hér. Ég var svo heppinn að hafa efni á að kaupa íbúð sem er ljómandi góð. Og bíl.“ Á strípuðum eftirlaunum – það er þú ert bara með þau til ráðstöfunar – þá lifir þú góðu lífi.„Já. Og ég get nefnt sem dæmi að ég fer út að borða svona fimm sinnum í viku að meðaltali hérna. Stundum oftar. Og ég er að borga fyrir alveg ljómandi kjöt- eða fiskmáltíð og tvö glös af rauðvíni, ég að borga 10 evrur,“ segir Hilmar.
Bítið Eldri borgarar Húsnæðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira