Að venju verður þéttsetinn sunnudagur í dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrása, þar sem alls níu viðburðir verða í beinni útsendingu í dag.
Það er nóg um að vera í ítalska boltanum og sínum við fjóra af sex leikjum beint í dag. Antonio Conte og lærisveinar hans í Inter Milan þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Sassulo í fyrsta leik dagsins til að halda í Juventus á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Hefst leikurinn klukkan 10:25.
Erkifjendur Inter í AC Milan eiga heimaleik um kvöldmatarleytið gegn Lecce. Gengi liðanna hefur verið ólíkt á leiktíðinni en á meðan allt er í blóma hjá Inter er allt í molum hjá Milan. Rétt eftir hádegi fara Chris Smalling og félagar í AS Roma í heimsókn svo til botnliðs Sampdoria. Að lokum sínum við leik Parma og Genoa.
Þá eru tveir leikir í beinni frá Spáni. Villareal getur komist í Evrópusæti takist þeim að landa sigri gegn Espanyol á útivelli Þá getur Sevilla komist í Meistaradeildarsæti takist þeim að landa sigri gegn Levante.
Fyrir NFL áhugamenn þá sýnum við tvo leiki. Við byrjum á Aaron Rodgers og félögum í Green Bay Packers en þeir fá Oakland Raiders í heimsókn klukkan 16:55. Eftir kvöldmat sýnum við svo leik Seattle Seahawks og Baltimore Ravens.
Að lokum sýnum við við leik fyrrum tvöfaldra Evrópumeistara og fyrrum bikarmeistara þegar Nottingham Forest heimsækir Wigan Athletic í ensku deildinni.
Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar Stöð 2 Sport hér.
Beinar útsendingar í dag
10:25 Sassulo - Inter Milan (Sport)
12:55 Wigan Athletic - Nottingham Forest (Sport)
12:55 Sampdoria - AS Roma (Sport 2)
13:55 Parma - Genoa (Sport)
16:55 Green Bay Packers - Oakland Raiders (Sport 2)
18:40 AC Milan - Lecce (Sport)
18:55 Sevilla - Levante (Sport 3)
20:20 Seattle Seahawks - Baltimore Ravens (Sport 2)
