Þéttvaxinn lögregluþjónn tók leigubíl til að elta uppi fótfráan stút Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2019 11:33 Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjaði í morgun upp skemmtilega sögu frá síðustu öld þar sem lögregluþjónn tók leigubíl til að elta upp mann sem hafði verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur en reyndi að hlaupa af vettvangi. Það heppnaðist og tókst lögregluþjóninum að vera á undan öðrum sem hljóp á eftir manninum. Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Þrír lögregluþjónar við eftirlitsstörf í Breiðholti að kvöldlagi tóku sáu bíl sem búið var að lýsa eftir þar sem ökumaður hans var að keyra undir áhrifum áfengis. Ölvaðir ökumenn eru stundum kallaðir stútar. „Eftir stutta en snarpa eftirför stöðvaði ölvaði ökumaðurinn bíl sinn neðarlega í Seljahverfi. Maðurinn vissi greinilega upp á sig sökina og taldi réttast að forða sér af vettvangi. Hann tók því á rás og hljóp upp Breiðholtsbrautina með tvo lögreglumenn á hælunum. Þriðji lögreglumaðurinn varð eftir í lögreglubílnum sem hafði staðnæmst við bíl ölvaða mannsins en í honum voru tveir farþegar. Vissara þótti að hafa á þeim gætur enda voru þeir í lítt betra ástandi en ökumaðurinn og allt eins líklegir til að halda akstrinum áfram,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar. Ökumaðurinn var frár á fæti og dró nokkuð í sundur með honum og lögregluþjónunum. Þá segir að annar þeirra hafi verið „ekkert sérstaklega hlaupalega vaxinn“ og hafi hann dregið fljótt aftur úr. Hinn hélt þó áfram og vildi ekki játa sig sigraðan. Að endingu kom hann yfir Breiðholtsbrautina og að bensínstöðinni á mótum Norðurfells og Suðurfells og taldi hann að ökumaðurinn hefði stungið hann. Þá tók hann þó eftir því að búið var að handtaka hann á bensínstöðinni og þá af lögregluþjóninum hægfara. „Sá ágæti maður, sem síðar sneri sér að öðrum og hættuminni störfum, virðist hafa verið úrræðagóður með afbrigðum. Sprettharði lögreglumaðurinn undraðist samt að félagi hans hafði orðið fyrri til að handtaka ölvaða ökumanninn.“ Hann komst þó fljótt að því hvernig þarna stóð á. „Þéttvaxni lögreglumaðurinn hafði sannarlega gert sitt besta til að hlaupa þrjótinn uppi en séð fljótt að það hefði aldrei tekist. Hann greip því til þess ráðs að veifa leigubíl sem átti leið um Breiðholtsbrautina og lét keyra sig á fyrrnefnda bensínstöð. Þar beið kappinn síðan rólegur eftir ölvaða ökumanninum og handsamaði hann fyrirhafnarlaust enda var fulli hlaupagikkurinn orðinn örmagna af þreytu. Þessi saga sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að lögreglumenn deyja sjaldnast ráðalausir og virðast ávallt eiga ráð undir rifi hverju. Þetta sýnir líka að oft vinnur vitið meira en krafturinn. Einu sinni var... Lögreglan Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjaði í morgun upp skemmtilega sögu frá síðustu öld þar sem lögregluþjónn tók leigubíl til að elta upp mann sem hafði verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur en reyndi að hlaupa af vettvangi. Það heppnaðist og tókst lögregluþjóninum að vera á undan öðrum sem hljóp á eftir manninum. Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Þrír lögregluþjónar við eftirlitsstörf í Breiðholti að kvöldlagi tóku sáu bíl sem búið var að lýsa eftir þar sem ökumaður hans var að keyra undir áhrifum áfengis. Ölvaðir ökumenn eru stundum kallaðir stútar. „Eftir stutta en snarpa eftirför stöðvaði ölvaði ökumaðurinn bíl sinn neðarlega í Seljahverfi. Maðurinn vissi greinilega upp á sig sökina og taldi réttast að forða sér af vettvangi. Hann tók því á rás og hljóp upp Breiðholtsbrautina með tvo lögreglumenn á hælunum. Þriðji lögreglumaðurinn varð eftir í lögreglubílnum sem hafði staðnæmst við bíl ölvaða mannsins en í honum voru tveir farþegar. Vissara þótti að hafa á þeim gætur enda voru þeir í lítt betra ástandi en ökumaðurinn og allt eins líklegir til að halda akstrinum áfram,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar. Ökumaðurinn var frár á fæti og dró nokkuð í sundur með honum og lögregluþjónunum. Þá segir að annar þeirra hafi verið „ekkert sérstaklega hlaupalega vaxinn“ og hafi hann dregið fljótt aftur úr. Hinn hélt þó áfram og vildi ekki játa sig sigraðan. Að endingu kom hann yfir Breiðholtsbrautina og að bensínstöðinni á mótum Norðurfells og Suðurfells og taldi hann að ökumaðurinn hefði stungið hann. Þá tók hann þó eftir því að búið var að handtaka hann á bensínstöðinni og þá af lögregluþjóninum hægfara. „Sá ágæti maður, sem síðar sneri sér að öðrum og hættuminni störfum, virðist hafa verið úrræðagóður með afbrigðum. Sprettharði lögreglumaðurinn undraðist samt að félagi hans hafði orðið fyrri til að handtaka ölvaða ökumanninn.“ Hann komst þó fljótt að því hvernig þarna stóð á. „Þéttvaxni lögreglumaðurinn hafði sannarlega gert sitt besta til að hlaupa þrjótinn uppi en séð fljótt að það hefði aldrei tekist. Hann greip því til þess ráðs að veifa leigubíl sem átti leið um Breiðholtsbrautina og lét keyra sig á fyrrnefnda bensínstöð. Þar beið kappinn síðan rólegur eftir ölvaða ökumanninum og handsamaði hann fyrirhafnarlaust enda var fulli hlaupagikkurinn orðinn örmagna af þreytu. Þessi saga sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að lögreglumenn deyja sjaldnast ráðalausir og virðast ávallt eiga ráð undir rifi hverju. Þetta sýnir líka að oft vinnur vitið meira en krafturinn.
Einu sinni var... Lögreglan Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira