Borgarráð hlustaði á ungt fólk á Kjalarnesi Björn Þorfinnsson skrifar 19. október 2019 07:15 Gabríel segir Kjalnesinga meðvitaða um umhverfi sitt. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurborg hefur brett upp ermar og hafist handa við endurbætur á grenndarstöðvum borgarinnar. Úttekt hefur verið gerð á staðsetningu og umhverfi grenndarstöðvanna sem meðal annars fólst í greiningu á staðsetningu þeirra, endurnýjunarþörf og stöðu skipulagsmála. Fyrstu útboð vegna verkefnisins eru að bresta á og verður þeim framhaldið á næsta ári. Það er ungu fólki á Kjalarnesi að þakka að hreyfing er komin á verkefnið. Tillagan um endurbæturnar er komin frá ungmennaráði svæðisins og var hún lögð fram á árlegum fundi ungmennaráða og borgarstjórnar Reykjavíkur. Sá sem bar tillöguna fram er hinn 15 ára gamli Gabríel Smári Hermannsson. „Ég fékk það hlutverk að leggja tillöguna fram á fundinum en hún er sprottin af vinnu okkar allra í ungmennaráði Kjalarness,“ segir Gabríel af aðdáunarverðri pólitískri hógværð. Að sögn Gabríels varð fljúgandi rusl á víð og dreif til þess að hugmyndin að tillögunni kviknaði. „Við í ungmennaráðinu höfðum öll orðið vör við fjúkandi rusl á Kjalarnesi sem kom frá grenndarstöðinni. Þar var einfaldlega allt troðfullt og tæmt of sjaldan með tilheyrandi sóðaskap. Aðstæður á Kjalarnesi eru til dæmis þannig að svæðið er ekki mjög skjólsælt sem skapar ýmis vandamál. Það sama gildir um aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu. Við vorum því öll sammála um að brýnt væri að ráðast í endurbætur, skipuleggja svæði þeirra betur og auka tíðni sorphirðu,“ segir Gabríel. Hann hafi því fyrir hönd ungmennaráðs Kjalarness borið upp tillöguna á þessum árlega fundi borgarstjórnar Reykjavíkur og ungmennaráða borgarinnar. „Það er mjög hvetjandi fyrir okkur að sjá að það sem við ræðum innan ungmennaráðsins sé raunverulega tekið fyrir hjá borgaryfirvöldum og sett í framkvæmd. Ungmennaráð Kjalarness hittist tvisvar í mánuði á fundum og þetta gefur okkur aukinn kraft. Það er hlustað á okkur,“ segir Gabríel. Hann tekur þó fram að það sé þó ekki svo að Kjalarness sé allt í rusli. „Íbúar Kjalarness eru mjög meðvitaðir um umhverfi sitt. Maður verður var við að íbúar, ungir sem aldnir, tína rusl upp í göngutúrum og vilja halda nærumhverfi sínu hreinu. Það er gott að Reykjavíkurborg ætli að hjálpa til í þessari baráttu,“ segir Gabríel. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur brett upp ermar og hafist handa við endurbætur á grenndarstöðvum borgarinnar. Úttekt hefur verið gerð á staðsetningu og umhverfi grenndarstöðvanna sem meðal annars fólst í greiningu á staðsetningu þeirra, endurnýjunarþörf og stöðu skipulagsmála. Fyrstu útboð vegna verkefnisins eru að bresta á og verður þeim framhaldið á næsta ári. Það er ungu fólki á Kjalarnesi að þakka að hreyfing er komin á verkefnið. Tillagan um endurbæturnar er komin frá ungmennaráði svæðisins og var hún lögð fram á árlegum fundi ungmennaráða og borgarstjórnar Reykjavíkur. Sá sem bar tillöguna fram er hinn 15 ára gamli Gabríel Smári Hermannsson. „Ég fékk það hlutverk að leggja tillöguna fram á fundinum en hún er sprottin af vinnu okkar allra í ungmennaráði Kjalarness,“ segir Gabríel af aðdáunarverðri pólitískri hógværð. Að sögn Gabríels varð fljúgandi rusl á víð og dreif til þess að hugmyndin að tillögunni kviknaði. „Við í ungmennaráðinu höfðum öll orðið vör við fjúkandi rusl á Kjalarnesi sem kom frá grenndarstöðinni. Þar var einfaldlega allt troðfullt og tæmt of sjaldan með tilheyrandi sóðaskap. Aðstæður á Kjalarnesi eru til dæmis þannig að svæðið er ekki mjög skjólsælt sem skapar ýmis vandamál. Það sama gildir um aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu. Við vorum því öll sammála um að brýnt væri að ráðast í endurbætur, skipuleggja svæði þeirra betur og auka tíðni sorphirðu,“ segir Gabríel. Hann hafi því fyrir hönd ungmennaráðs Kjalarness borið upp tillöguna á þessum árlega fundi borgarstjórnar Reykjavíkur og ungmennaráða borgarinnar. „Það er mjög hvetjandi fyrir okkur að sjá að það sem við ræðum innan ungmennaráðsins sé raunverulega tekið fyrir hjá borgaryfirvöldum og sett í framkvæmd. Ungmennaráð Kjalarness hittist tvisvar í mánuði á fundum og þetta gefur okkur aukinn kraft. Það er hlustað á okkur,“ segir Gabríel. Hann tekur þó fram að það sé þó ekki svo að Kjalarness sé allt í rusli. „Íbúar Kjalarness eru mjög meðvitaðir um umhverfi sitt. Maður verður var við að íbúar, ungir sem aldnir, tína rusl upp í göngutúrum og vilja halda nærumhverfi sínu hreinu. Það er gott að Reykjavíkurborg ætli að hjálpa til í þessari baráttu,“ segir Gabríel.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Umhverfismál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira