Þeir! Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 19. október 2019 09:30 Áslaug Arna dómsmálaráðherra skrifaði grein um þolendur kynferðisofbeldis. Greinin fjallar um vilja hennar til að bæta stöðu brotaþola og augljóst er hvar hennar hugur liggur. En hún notar á einum stað orðið „þeir“. Og þar með var þið-vitið-hver laus. Augljóst var hver hugur Áslaugar er í þessum málum. En þá ryðjast fram sjálfskipaðir rétthafar orðræðunnar, hengja sig í orðið „þeir“ sem er karlægt orð og upp gýs heilög reiði og vandlæting. Sagði hún þeir, ÞEIR!!?? Þessi dólgaaðferð, að horfa ekki til efnis heldur að hengja sig í orðin er tilraun til að þagga niður í öllum þeim sem ekki hafa tileinkað sér það orðfæri sem fámennur en hávær hópur samþykkir sem rétt. Ein þessara orðhafa lenti í mótvindi á netinu vegna hneykslunar sinnar og bar það fyrir sig að árás sín á Áslaugu væri réttmæt m.a. vegna þess að Áslaug er ekki „úr blokk í Fellunum“ og tilheyrði því yfirstétt. Nú skulum við gefa okkur að þessi „rökstuðningur“ fyrir valdastöðu Áslaugar endurspegli ekki fordóma og fyrirlitningu viðkomandi gagnvart íbúum Breiðholts (sem er auðvitað ekki útilokað). Gefum okkur fremur að hún sé að reyna að koma orðum að þeirri hugsun að stjórnmálamenn verði stöðu sinnar vegna að þola harða gagnrýni en farist það svona herfilega úr hendi. Sú hugsun á fullan rétt á sér og það er sjálfsagt að veita svigrúm fyrir þá túlkun. En væri ekki gott ef þetta viðvarandi sármóðgaða fólk drægi nú andann aðeins og veitti öllum eðlilegt svigrúm til að tjá sig rétt eins og það krefst til handa sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Áslaug Arna dómsmálaráðherra skrifaði grein um þolendur kynferðisofbeldis. Greinin fjallar um vilja hennar til að bæta stöðu brotaþola og augljóst er hvar hennar hugur liggur. En hún notar á einum stað orðið „þeir“. Og þar með var þið-vitið-hver laus. Augljóst var hver hugur Áslaugar er í þessum málum. En þá ryðjast fram sjálfskipaðir rétthafar orðræðunnar, hengja sig í orðið „þeir“ sem er karlægt orð og upp gýs heilög reiði og vandlæting. Sagði hún þeir, ÞEIR!!?? Þessi dólgaaðferð, að horfa ekki til efnis heldur að hengja sig í orðin er tilraun til að þagga niður í öllum þeim sem ekki hafa tileinkað sér það orðfæri sem fámennur en hávær hópur samþykkir sem rétt. Ein þessara orðhafa lenti í mótvindi á netinu vegna hneykslunar sinnar og bar það fyrir sig að árás sín á Áslaugu væri réttmæt m.a. vegna þess að Áslaug er ekki „úr blokk í Fellunum“ og tilheyrði því yfirstétt. Nú skulum við gefa okkur að þessi „rökstuðningur“ fyrir valdastöðu Áslaugar endurspegli ekki fordóma og fyrirlitningu viðkomandi gagnvart íbúum Breiðholts (sem er auðvitað ekki útilokað). Gefum okkur fremur að hún sé að reyna að koma orðum að þeirri hugsun að stjórnmálamenn verði stöðu sinnar vegna að þola harða gagnrýni en farist það svona herfilega úr hendi. Sú hugsun á fullan rétt á sér og það er sjálfsagt að veita svigrúm fyrir þá túlkun. En væri ekki gott ef þetta viðvarandi sármóðgaða fólk drægi nú andann aðeins og veitti öllum eðlilegt svigrúm til að tjá sig rétt eins og það krefst til handa sjálfu sér.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar