Iðnaðarráðherra jákvæð gagnvart ræktun á iðnaðarhampi Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2019 21:45 Iðnaðarráðherra tekur vel í að skoða hvort auðvelda megi ræktun á iðnaðarhampi á Íslandi. En þingmaður Pírata telur mikinn ávinning geta fylgt ræktun plöntunnar því úr henni sé hægt að vinna þúsundir vörutegunda, auk þess sem fáar plöntur bindi koltvísýring eins hratt og iðnaðarhampur. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðanaðarráðherra á Alþingi í dag út í mögulega nýtingu á iðnaðarhampi á Íslandi. Nú væru um tuttugu og fimm þúsund vörutegundir í heiminum unnar úr iðanaðarmpi sem ekki innihéldi vímuefnið THC. „Fyrstu Levis gallabuxurnar voru saumaðar út striga sem ofinn var úr hampi og markaðassettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru. Bílaframleiðendur í dag eru farnir að nota hamp við framleiðslu á innra og ytra byrði bifreiða, nú síðast Porsche,“ sagði Halldóra. Hún nefndi fleiri dæmi eins hampsteypu og tilraunir til framleiðslu lífdísils lofuðu góðu sem og tilraunir til ræktunar á iðnaðarhampi hér á landi. „Telur ráðherra tilefni til að skoða laga- og reglugerðaumhverfi með það að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa hvata til að fara að rækta iðnaðarhamp í meira magni á Íslandi og framleiða vörur úr þeirri afurð,“ spurði Halldóra. Nokkur ráðuneyti þyrftu að koma að málinu þar sem samræma þyrfti lög og reglur. Ráðherra tók vel í fyrirspurnina og sagði nauðsynlegt að halda því til haga að iðanaðarhampur væri ekki til lyfja- eða vímuefnanotkunar. „Ég ætla ekki að fullyrða hvort það hafi einhver áhrif á regluverkið eða þá þröskulda og hindranir sem eru í dag; tengingin við það sem gefur vímu. En ef svo er þá eiga einhverjir fordómar eða skoðanir sem fólk kann að hafa á vímuefninu ekki að vera hindranir í annarri notkun sem hefur ekkert með það að gera. Það skiptir máli og ég tek það til mín að skoða það heildrænt og kanna hvort eitthvað er hægt að gera betur en nú er,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Iðnaðarráðherra tekur vel í að skoða hvort auðvelda megi ræktun á iðnaðarhampi á Íslandi. En þingmaður Pírata telur mikinn ávinning geta fylgt ræktun plöntunnar því úr henni sé hægt að vinna þúsundir vörutegunda, auk þess sem fáar plöntur bindi koltvísýring eins hratt og iðnaðarhampur. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðanaðarráðherra á Alþingi í dag út í mögulega nýtingu á iðnaðarhampi á Íslandi. Nú væru um tuttugu og fimm þúsund vörutegundir í heiminum unnar úr iðanaðarmpi sem ekki innihéldi vímuefnið THC. „Fyrstu Levis gallabuxurnar voru saumaðar út striga sem ofinn var úr hampi og markaðassettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru. Bílaframleiðendur í dag eru farnir að nota hamp við framleiðslu á innra og ytra byrði bifreiða, nú síðast Porsche,“ sagði Halldóra. Hún nefndi fleiri dæmi eins hampsteypu og tilraunir til framleiðslu lífdísils lofuðu góðu sem og tilraunir til ræktunar á iðnaðarhampi hér á landi. „Telur ráðherra tilefni til að skoða laga- og reglugerðaumhverfi með það að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa hvata til að fara að rækta iðnaðarhamp í meira magni á Íslandi og framleiða vörur úr þeirri afurð,“ spurði Halldóra. Nokkur ráðuneyti þyrftu að koma að málinu þar sem samræma þyrfti lög og reglur. Ráðherra tók vel í fyrirspurnina og sagði nauðsynlegt að halda því til haga að iðanaðarhampur væri ekki til lyfja- eða vímuefnanotkunar. „Ég ætla ekki að fullyrða hvort það hafi einhver áhrif á regluverkið eða þá þröskulda og hindranir sem eru í dag; tengingin við það sem gefur vímu. En ef svo er þá eiga einhverjir fordómar eða skoðanir sem fólk kann að hafa á vímuefninu ekki að vera hindranir í annarri notkun sem hefur ekkert með það að gera. Það skiptir máli og ég tek það til mín að skoða það heildrænt og kanna hvort eitthvað er hægt að gera betur en nú er,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira