Viðræður á frumsamningsferli í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja Diljá Helgadóttir skrifar 17. október 2019 16:45 Sú spurning vaknar hvernig kaupandi getur tryggt stöðu sína á meðan viðræður aðila standa yfir um kaup og sölu á fyrirtækjum. Á þetta til að mynda við þar sem seljandi hefur neitað að láta af hendi frekari upplýsingar um rekstur félags eða önnur atriði fyrr en viðræður eru komnar á formlegra stig. Verður hér fjallað um nokkrar leiðir sem koma til greina fyrir kaupanda til að tryggja stöðu sína á meðan viðræðum aðila stendur.Einkaréttarsamningur Til greina kemur að kaupandi óski eftir því að aðilar geri með sér einkaréttarsaming (e. exclusivity agreement). Einkaréttarsamningur væri til þess fallin að tryggja hagsmuni kaupanda þar sem ef slíkur samningur yrði gerður væri kaupandi sá eini sem hefði aðgang að upplýsingum um félagið. Jafnframt væri seljendum óheimilt að semja við aðra aðila á sama tíma. Með þessum hætti tryggir kaupandi sig jafnframt gegn samkeppnisaðilum. Um er að ræða samning sem gerður er á frumsamningsferli og fellur jafnan niður við gerð kaupsamnings eða ef ekkert verður að kaupunum.Samningur um meðferð trúnaðarupplýsinga Þá kæmi jafnframt til skoðunar að kaupandi óski eftir því að aðilar gerðu með sér samning um meðferð trúnaðarupplýsinga í því skyni að fá aðgang að þeim gögnum sem seljandi neitar að láta af hendi. Slíkur samningur tryggir þó ekki stöðu kaupanda á sama hátt og einkaréttarsamningur myndi gera heldur felur í sér trúnað samningsaðila um samningsviðræðurnar. Almennt hefur verið talið að trúnaðaryfirlýsingar gildi í þrjú ár þrátt fyrir að viðræðum um ætluð viðskipti sé slitið, sbr. 2. mgr. 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Sé brotið gegn trúnaðaryfirlýsingu gæti slíkt leitt til skaðabótaskyldu en algengt er að kveðið sé á um slík vanefndaúrræði í samningum.Viljayfirlýsing Einkaréttarsamningur felur ekki í sér neina tryggingu fyrir seljanda um að kaupin verði að veruleika. Í framkvæmd er beiðni um einkaréttarsamning vegna þessa oft tengd því að aðilar leggi fram viljayfirlýsingu (e. letter of intent).Þá er einnig algengt að aðilar geri með sér viljayfirlýsingu sem inniheldur sambærilegt ákvæði og finna væri í einkaréttarsamningi, svokallað einkaréttarákvæði (e. exclusivity clause). Viljayfirlýsing er talin fela í sér sameiginlega yfirlýsingu aðila um tiltekin áform, sem yfirleitt lúta að því að þeir hyggjast gera með sér samning síðar um tiltekið efni. Á hinn bóginn hefur verið talið að viljayfirlýsingar séu ekki loforð um það, sem áform standa til.Af þessu leiðir að viljayfirlýsingar eru almennt ekki bindandi, en þó er mikilvægt að gæta að efni og orðalagi þeirra svo þær séu óskuldbindandi. Aftur á móti kunna ákvæði á borð við einkaréttarákvæði og ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga að vera bindandi. Tilgangurinn með viljayfirlýsingu er að gera seljanda kleift að afhenda kaupanda frekari upplýsingar um félagið sem er til sölumeðferðar. Þá væri nauðsynlegt að fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið hygðist kaupandi ætla að að framkvæma áreiðanleikakönnuntil að draga úr áhættu sinni af kaupunum. Af framangreindu má telja að viljayfirlýsing gæti leitt til þess að seljendur myndu veita kaupenda aðgang að þeim gögnum t.d. um rekstur félagsins sem þeir höfðu áður neitað að afhenda. Jafnframt myndi einkaréttarsamningur eða viljayfirlýsing með einkaréttarákvæði leiða til þess að kaupandi tryggði stöðu sína í samningsviðræðunum með þeim hætti að seljanda væri óheimilt að semja við aðra aðila á meðan. Grein þessi byggist á efni úr bókinni Køb og salg af virksomheder (5. útg. Nyt Juridisk Forlag 2014) eftir Johannus Egholm Hansen og Christian Lundgren. Höfundur er lögfræðingur og LL.M. nemi við lagadeild Duke háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Helgadóttir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Sú spurning vaknar hvernig kaupandi getur tryggt stöðu sína á meðan viðræður aðila standa yfir um kaup og sölu á fyrirtækjum. Á þetta til að mynda við þar sem seljandi hefur neitað að láta af hendi frekari upplýsingar um rekstur félags eða önnur atriði fyrr en viðræður eru komnar á formlegra stig. Verður hér fjallað um nokkrar leiðir sem koma til greina fyrir kaupanda til að tryggja stöðu sína á meðan viðræðum aðila stendur.Einkaréttarsamningur Til greina kemur að kaupandi óski eftir því að aðilar geri með sér einkaréttarsaming (e. exclusivity agreement). Einkaréttarsamningur væri til þess fallin að tryggja hagsmuni kaupanda þar sem ef slíkur samningur yrði gerður væri kaupandi sá eini sem hefði aðgang að upplýsingum um félagið. Jafnframt væri seljendum óheimilt að semja við aðra aðila á sama tíma. Með þessum hætti tryggir kaupandi sig jafnframt gegn samkeppnisaðilum. Um er að ræða samning sem gerður er á frumsamningsferli og fellur jafnan niður við gerð kaupsamnings eða ef ekkert verður að kaupunum.Samningur um meðferð trúnaðarupplýsinga Þá kæmi jafnframt til skoðunar að kaupandi óski eftir því að aðilar gerðu með sér samning um meðferð trúnaðarupplýsinga í því skyni að fá aðgang að þeim gögnum sem seljandi neitar að láta af hendi. Slíkur samningur tryggir þó ekki stöðu kaupanda á sama hátt og einkaréttarsamningur myndi gera heldur felur í sér trúnað samningsaðila um samningsviðræðurnar. Almennt hefur verið talið að trúnaðaryfirlýsingar gildi í þrjú ár þrátt fyrir að viðræðum um ætluð viðskipti sé slitið, sbr. 2. mgr. 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Sé brotið gegn trúnaðaryfirlýsingu gæti slíkt leitt til skaðabótaskyldu en algengt er að kveðið sé á um slík vanefndaúrræði í samningum.Viljayfirlýsing Einkaréttarsamningur felur ekki í sér neina tryggingu fyrir seljanda um að kaupin verði að veruleika. Í framkvæmd er beiðni um einkaréttarsamning vegna þessa oft tengd því að aðilar leggi fram viljayfirlýsingu (e. letter of intent).Þá er einnig algengt að aðilar geri með sér viljayfirlýsingu sem inniheldur sambærilegt ákvæði og finna væri í einkaréttarsamningi, svokallað einkaréttarákvæði (e. exclusivity clause). Viljayfirlýsing er talin fela í sér sameiginlega yfirlýsingu aðila um tiltekin áform, sem yfirleitt lúta að því að þeir hyggjast gera með sér samning síðar um tiltekið efni. Á hinn bóginn hefur verið talið að viljayfirlýsingar séu ekki loforð um það, sem áform standa til.Af þessu leiðir að viljayfirlýsingar eru almennt ekki bindandi, en þó er mikilvægt að gæta að efni og orðalagi þeirra svo þær séu óskuldbindandi. Aftur á móti kunna ákvæði á borð við einkaréttarákvæði og ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga að vera bindandi. Tilgangurinn með viljayfirlýsingu er að gera seljanda kleift að afhenda kaupanda frekari upplýsingar um félagið sem er til sölumeðferðar. Þá væri nauðsynlegt að fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið hygðist kaupandi ætla að að framkvæma áreiðanleikakönnuntil að draga úr áhættu sinni af kaupunum. Af framangreindu má telja að viljayfirlýsing gæti leitt til þess að seljendur myndu veita kaupenda aðgang að þeim gögnum t.d. um rekstur félagsins sem þeir höfðu áður neitað að afhenda. Jafnframt myndi einkaréttarsamningur eða viljayfirlýsing með einkaréttarákvæði leiða til þess að kaupandi tryggði stöðu sína í samningsviðræðunum með þeim hætti að seljanda væri óheimilt að semja við aðra aðila á meðan. Grein þessi byggist á efni úr bókinni Køb og salg af virksomheder (5. útg. Nyt Juridisk Forlag 2014) eftir Johannus Egholm Hansen og Christian Lundgren. Höfundur er lögfræðingur og LL.M. nemi við lagadeild Duke háskóla.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar