Að kafna úr sköttum Ásta S. Fjeldsted skrifar 17. október 2019 08:00 Hvort kalla megi það sérstakt listform stjórnmálanna, að kreista sífellt fleiri krónur út úr atvinnulífinu án þess þó að gera alveg út af við fyrirtækin í landinu, skal látið liggja milli hluta, en ljóst er að samhliða vexti hagkerfisins undanfarna tvo áratugi hefur ríkið sótt sér hlutfallslega sífellt fleiri krónur úr vasa skattgreiðenda. Hið opinbera hefur verið afkastameira en heimili og fyrirtæki landsins við að auka tekjur sínar á þessu tímabili, en frá árinu 1997 hefur skattheimta sem hlutfall af landsframleiðslu hækkað um fimm prósentustig og farið úr því að vera sú áttunda hæsta meðal OECD-ríkjanna upp í að vera sú önnur hæsta. Fyrirtæki landsins hafa vissulega fundið fyrir þessu.Fyrirtækin mætt álögum með myndarbrag Á hverju ári gefur Viðskiptaráð út yfirlit yfir skattbreytingar. Í hverri einustu samantekt frá árinu 2008 hefur fjöldi skattahækkana verið meiri en lækkana – að jafnaði þrjár hækkanir fyrir hverja lækkun. Á uppgangstímum eru háir og síhækkandi skattar að sönnu íþyngjandi byrði í atvinnurekstri en ef til vill bærilegri fyrir þær sakir að efnahagsumsvif aukast, veltan eykst og auðveldara er að takast á við aukinn kostnað. Auk hærri skatta þykir jafnan sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki geti sífellt hækkað laun án þess að velta þeim kostnaði út í verðlag, mætt nýrri reglubyrði og sinnt samfélagslegri ábyrgð. Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki mætt þessari áskorun samfélagsins af myndarbrag. Ekki virðist sem samsvarandi pressa sé á rekstur hins opinbera. Fjölgun ríkisstofnana er yfirvofandi og umbætur eða tilraunir til aukinnar skilvirkni fara ekki hátt. Rafræn þjónusta hins opinbera er almennt langt undir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þegar harðnar á dalnum og hagvöxtur léttir ekki lengur undir með atvinnurekendum á móti kröfum hins opinbera um nýja eða hærri skattstofna, íþyngjandi regluverki eða kröfum um hærri laun verður byrðin óbærileg. Í slíkum aðstæðum verður eitthvað undan að láta, oftast verðlag eða atvinnustig. Því hefði það ekki átt að koma á óvart þegar fréttir bárust af uppsögnum fyrr á árinu.Hvað er til ráða þegar harðnar á dalnum? Í fyrsta lagi má horfa til fjármálakerfisins en í haust hefur á annað hundrað manns verið sagt upp í stóru bönkunum. Sú sársaukafulla aðgerð skilar 1,3 milljarða króna hagræðingu. Aftur á móti greiðir bankinn um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og vegur þar bankaskattur þyngst. Það má því velta fyrir sér hvort framangreindar hagræðingaraðgerðir hefðu verið nauðsynlegar ef bankaskattsins nyti ekki við. Vissulega stendur til að lækka skattinn lítillega á næsta ári en það hefði þurft að byrja fyrr og lækka hann meira en stendur til. Í öðru lagi er hægt að horfa til tryggingagjaldsins sem hefur verið í hæstu hæðum alla uppsveifluna þrátt fyrir að atvinnuleysi væri í lægstu lægðum. Fyrst svo var þá hlýtur að vera hægt að draga þá ályktun að stjórnvöld telji tryggingagjaldið eiga að leggjast á móti hagsveiflunni. Í þessu tilviki hefur verið boðað í fjárlögum að gjaldið skuli lækkað lítillega, en aftur er það lítið og of seint. Gjaldið leggst þyngst á fyrirtæki í ferðaþjónustu og hugvitsdrifna starfsemi þar sem ein mestu tækifærin til aukins hagvaxtar er að finna. Með því að lækka hinn almenna hluta tryggingagjaldsins til samræmis við það sem það var á árunum 2007-2011 mætti draga úr álögum hins opinbera á fyrirtæki um 5,8 milljarða. Í þriðja lagi er hægt að líta til fasteignagjalda sveitarfélaganna sem eru hærri fyrir fyrirtæki en einstaklinga og opinberar stofnanir. Þar hafa litlar lækkanir á skatthlutföllum orðið á síðustu árum þrátt fyrir afar kröftuga uppsveiflu og nánast fordæmalausar húsnæðisverðshækkanir. Viðskiptaráð áætlaði í fyrra að árleg skattheimta sveitarfélaga hefði aukist um 6,1 milljarð króna vegna húsnæðisverðshækkana. Þetta verður að teljast hvort tveggja óábyrgt og óásættanlegt enda afar ólíklegt að vænta megi lækkana á fasteignagjöldum í niðursveiflunni. Framangreindir skattar hafa ekki úrslitaáhrif á framgang hagsveiflunnar. Lækkun skatta á borð við þá þrjá sem hér eru nefndir getur hins vegar aukið viðnámsþrótt fyrirtækja þegar harðnar á dalnum. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa áhuga á að skapa almennilegt andrými fyrir atvinnulífið í landinu, heldur þrengja að því með einni hæstu skattlagningu í heimi. Það eru einfaldlega mikil vonbrigði og ekki til farsældar fallið fyrir land og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Hvort kalla megi það sérstakt listform stjórnmálanna, að kreista sífellt fleiri krónur út úr atvinnulífinu án þess þó að gera alveg út af við fyrirtækin í landinu, skal látið liggja milli hluta, en ljóst er að samhliða vexti hagkerfisins undanfarna tvo áratugi hefur ríkið sótt sér hlutfallslega sífellt fleiri krónur úr vasa skattgreiðenda. Hið opinbera hefur verið afkastameira en heimili og fyrirtæki landsins við að auka tekjur sínar á þessu tímabili, en frá árinu 1997 hefur skattheimta sem hlutfall af landsframleiðslu hækkað um fimm prósentustig og farið úr því að vera sú áttunda hæsta meðal OECD-ríkjanna upp í að vera sú önnur hæsta. Fyrirtæki landsins hafa vissulega fundið fyrir þessu.Fyrirtækin mætt álögum með myndarbrag Á hverju ári gefur Viðskiptaráð út yfirlit yfir skattbreytingar. Í hverri einustu samantekt frá árinu 2008 hefur fjöldi skattahækkana verið meiri en lækkana – að jafnaði þrjár hækkanir fyrir hverja lækkun. Á uppgangstímum eru háir og síhækkandi skattar að sönnu íþyngjandi byrði í atvinnurekstri en ef til vill bærilegri fyrir þær sakir að efnahagsumsvif aukast, veltan eykst og auðveldara er að takast á við aukinn kostnað. Auk hærri skatta þykir jafnan sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki geti sífellt hækkað laun án þess að velta þeim kostnaði út í verðlag, mætt nýrri reglubyrði og sinnt samfélagslegri ábyrgð. Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki mætt þessari áskorun samfélagsins af myndarbrag. Ekki virðist sem samsvarandi pressa sé á rekstur hins opinbera. Fjölgun ríkisstofnana er yfirvofandi og umbætur eða tilraunir til aukinnar skilvirkni fara ekki hátt. Rafræn þjónusta hins opinbera er almennt langt undir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þegar harðnar á dalnum og hagvöxtur léttir ekki lengur undir með atvinnurekendum á móti kröfum hins opinbera um nýja eða hærri skattstofna, íþyngjandi regluverki eða kröfum um hærri laun verður byrðin óbærileg. Í slíkum aðstæðum verður eitthvað undan að láta, oftast verðlag eða atvinnustig. Því hefði það ekki átt að koma á óvart þegar fréttir bárust af uppsögnum fyrr á árinu.Hvað er til ráða þegar harðnar á dalnum? Í fyrsta lagi má horfa til fjármálakerfisins en í haust hefur á annað hundrað manns verið sagt upp í stóru bönkunum. Sú sársaukafulla aðgerð skilar 1,3 milljarða króna hagræðingu. Aftur á móti greiðir bankinn um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og vegur þar bankaskattur þyngst. Það má því velta fyrir sér hvort framangreindar hagræðingaraðgerðir hefðu verið nauðsynlegar ef bankaskattsins nyti ekki við. Vissulega stendur til að lækka skattinn lítillega á næsta ári en það hefði þurft að byrja fyrr og lækka hann meira en stendur til. Í öðru lagi er hægt að horfa til tryggingagjaldsins sem hefur verið í hæstu hæðum alla uppsveifluna þrátt fyrir að atvinnuleysi væri í lægstu lægðum. Fyrst svo var þá hlýtur að vera hægt að draga þá ályktun að stjórnvöld telji tryggingagjaldið eiga að leggjast á móti hagsveiflunni. Í þessu tilviki hefur verið boðað í fjárlögum að gjaldið skuli lækkað lítillega, en aftur er það lítið og of seint. Gjaldið leggst þyngst á fyrirtæki í ferðaþjónustu og hugvitsdrifna starfsemi þar sem ein mestu tækifærin til aukins hagvaxtar er að finna. Með því að lækka hinn almenna hluta tryggingagjaldsins til samræmis við það sem það var á árunum 2007-2011 mætti draga úr álögum hins opinbera á fyrirtæki um 5,8 milljarða. Í þriðja lagi er hægt að líta til fasteignagjalda sveitarfélaganna sem eru hærri fyrir fyrirtæki en einstaklinga og opinberar stofnanir. Þar hafa litlar lækkanir á skatthlutföllum orðið á síðustu árum þrátt fyrir afar kröftuga uppsveiflu og nánast fordæmalausar húsnæðisverðshækkanir. Viðskiptaráð áætlaði í fyrra að árleg skattheimta sveitarfélaga hefði aukist um 6,1 milljarð króna vegna húsnæðisverðshækkana. Þetta verður að teljast hvort tveggja óábyrgt og óásættanlegt enda afar ólíklegt að vænta megi lækkana á fasteignagjöldum í niðursveiflunni. Framangreindir skattar hafa ekki úrslitaáhrif á framgang hagsveiflunnar. Lækkun skatta á borð við þá þrjá sem hér eru nefndir getur hins vegar aukið viðnámsþrótt fyrirtækja þegar harðnar á dalnum. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa áhuga á að skapa almennilegt andrými fyrir atvinnulífið í landinu, heldur þrengja að því með einni hæstu skattlagningu í heimi. Það eru einfaldlega mikil vonbrigði og ekki til farsældar fallið fyrir land og þjóð.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun