Maður, sem úrskurðaður var í fjögurra vikna gæsluvarðhald þann 17. september síðastliðinn, grunaður um að hafa hrint konu fram af svölum húss í Breiðholti, er laus úr haldi.
Þetta staðfestir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
Gæsluvarðhald yfir manninum rann út í gær. Eftir því sem Vísir kemst næst er málið enn til rannsóknar hjá lögreglu og er það rannsakað sem stórfelld líkamsárás.
