Segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér með Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 15:51 „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump. AP/Evan Vucci Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Forsetinn sagði einnig að ef ríkisstjórn Sýrlands myndi vilja ná landi sínu til baka væri það á milli þeirra og Tyrkland. „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Innrásin væri ekki vandamál Bandaríkjanna og sagði hann að sýrlenskir Kúrdar væru engir englar. Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að yfirgefa þessa bandamenn Bandaríkjanna sem misstu á annan tug þúsunda manna gegn Íslamska ríkinu.Mike Pence, varaforseti, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, munu ferðast til Tyrklands í dag með því markmiði að ræða við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um mögulegt vopnahlé. Tyrkir hófu innrás í Sýrland í síðustu viku eftir að Trump ræddi við Erdogan í síma. Í kjölfar símtalsins gaf Trump út yfirlýsingu um að bandarískir hermenn myndu fara af svæðinu og Tyrkir myndu gera innrás. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump sagði einnig að staðan í Sýrlandi núna væri glæsileg, með tilliti til hernaðarkænsku. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Með brottför bandarískra hermanna gerðu sýrlenskir Kúrdar samkomulag við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússlandi og Íran. Rússneskir hermenn hafa birt myndir og myndbönd af sér í herstöðvum sem Bandaríkjamenn hafa yfirgefið. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Forsetinn sagði einnig að ef ríkisstjórn Sýrlands myndi vilja ná landi sínu til baka væri það á milli þeirra og Tyrkland. „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Innrásin væri ekki vandamál Bandaríkjanna og sagði hann að sýrlenskir Kúrdar væru engir englar. Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að yfirgefa þessa bandamenn Bandaríkjanna sem misstu á annan tug þúsunda manna gegn Íslamska ríkinu.Mike Pence, varaforseti, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, munu ferðast til Tyrklands í dag með því markmiði að ræða við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um mögulegt vopnahlé. Tyrkir hófu innrás í Sýrland í síðustu viku eftir að Trump ræddi við Erdogan í síma. Í kjölfar símtalsins gaf Trump út yfirlýsingu um að bandarískir hermenn myndu fara af svæðinu og Tyrkir myndu gera innrás. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump sagði einnig að staðan í Sýrlandi núna væri glæsileg, með tilliti til hernaðarkænsku. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Með brottför bandarískra hermanna gerðu sýrlenskir Kúrdar samkomulag við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússlandi og Íran. Rússneskir hermenn hafa birt myndir og myndbönd af sér í herstöðvum sem Bandaríkjamenn hafa yfirgefið.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira