„Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 15:37 Sveinn Andri hlær að gagnrýni Skúla Gunnars og segir hana galna. Og hefur ekki þungar áhyggjur af dómi sé féll hvar honum var gert að endurgreiða 100 milljónir króna. „Það er ekkert vandamál. Þá gerir maður það bara,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi spurður um nýjustu tíðindi, þau að honum hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923, um 100 milljónir króna.Og áttu fyrir því?„Að sjálfsögðu á ég fyrir því.“ En, þetta er ekki svo eins einfalt að Sveinn Andri seilist í veski sitt og telji fram hundrað kúlur í beinhörðum seðlum, borgi og búið bless. „Þetta er ekki þannig að dómari sé að hafna því að ég fái borgað. Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun. Það blasir við. Það er ekki verið að hafna því að ég fái þóknun heldur að ég geri hitt fyrst,“ segir Sveinn. Hann vill meina að þetta sé einfaldlega svo að dómari telji ekki formsatriði fullnægt.Segir gagnrýni Skúla galna Störf Sveins Andra fyrir þrotabúið hafa verið fjölmiðlamatur ekki síst vegna greinaskrifa Skúla Gunnars Sigfússonar, sem fór fyrir EK1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Skúli Gunnar hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. „Þetta er eins galið og hugsast getur. Í fyrsta lagi er það gagnaðili sem orsakar umtalsverðan kostnað við rekstur búsins. Sjötíu og fimm prósent kröfuhafa hafa staðfest það fyrir sitt leyti að þeir gera engar athugasemdir við kostnað búsins. Þetta eru fyrst og fremst aðilar sem tengjast Skúla, sem er gagnaðili búsins sem svo fara fram.“ Heiðar Ásberg aftan og framan og allt um kring Sveinn Andri segir eitt og annað rannsóknarefni varðandi þetta mál sem flutt verður í Landsrétti í næsta mánuði. Þar mun ráðast hvernig málið; annað hvort fái allir kröfuhafar sínar kröfur uppgreiddar „eða Skúli þarf ekki að borga neitt. Og það er sami lögmaðurinn, Heiðar Ásberg Atlason hjá Logos, sem gætir hagsmuna gagnaðila þrotabúsins og svo þessara kröfuhafa. Það virðist ekki vera vandamál?“ segir Sveinn Andri. Þetta telur lögmaðurinn umhugsunarefni. Jafnvel kómískt og vitnar hendingu eftir Flosa heitinn Ólafsson: „aftan og framan og allt um kring“. Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
„Það er ekkert vandamál. Þá gerir maður það bara,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi spurður um nýjustu tíðindi, þau að honum hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923, um 100 milljónir króna.Og áttu fyrir því?„Að sjálfsögðu á ég fyrir því.“ En, þetta er ekki svo eins einfalt að Sveinn Andri seilist í veski sitt og telji fram hundrað kúlur í beinhörðum seðlum, borgi og búið bless. „Þetta er ekki þannig að dómari sé að hafna því að ég fái borgað. Það eina sem dómarinn er að segja með þessari ákvörðun er að ég hefði sem skiptastjóri átt að bóka það skýrar í fundagerð skiptafundar að ég væri að taka þóknun af eignum búsins jafn harðan. Þar sem það var ekki gert þarf ég að endurgreiða þetta. Svo auðvitað greiði ég mér þóknun. Það blasir við. Það er ekki verið að hafna því að ég fái þóknun heldur að ég geri hitt fyrst,“ segir Sveinn. Hann vill meina að þetta sé einfaldlega svo að dómari telji ekki formsatriði fullnægt.Segir gagnrýni Skúla galna Störf Sveins Andra fyrir þrotabúið hafa verið fjölmiðlamatur ekki síst vegna greinaskrifa Skúla Gunnars Sigfússonar, sem fór fyrir EK1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Skúli Gunnar hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. „Þetta er eins galið og hugsast getur. Í fyrsta lagi er það gagnaðili sem orsakar umtalsverðan kostnað við rekstur búsins. Sjötíu og fimm prósent kröfuhafa hafa staðfest það fyrir sitt leyti að þeir gera engar athugasemdir við kostnað búsins. Þetta eru fyrst og fremst aðilar sem tengjast Skúla, sem er gagnaðili búsins sem svo fara fram.“ Heiðar Ásberg aftan og framan og allt um kring Sveinn Andri segir eitt og annað rannsóknarefni varðandi þetta mál sem flutt verður í Landsrétti í næsta mánuði. Þar mun ráðast hvernig málið; annað hvort fái allir kröfuhafar sínar kröfur uppgreiddar „eða Skúli þarf ekki að borga neitt. Og það er sami lögmaðurinn, Heiðar Ásberg Atlason hjá Logos, sem gætir hagsmuna gagnaðila þrotabúsins og svo þessara kröfuhafa. Það virðist ekki vera vandamál?“ segir Sveinn Andri. Þetta telur lögmaðurinn umhugsunarefni. Jafnvel kómískt og vitnar hendingu eftir Flosa heitinn Ólafsson: „aftan og framan og allt um kring“.
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent