Ída Marín er sautján ára gömul og hefur leikið með Fylki allan sinn feril en hún á að baki 48 leiki í meistaraflokki og ellefu mörk.
Á síðustu leiktíð skoraði hún sjö mörk í átján leikjum fyrir nýliða Fylkis en einnig hefur hún verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.
Ein sú efnilegasta gengur til liðs við Val.
Ída Marín Hermannsdóttir gerir samning við Íslandsmeistara Vals út keppnistímabilið 2021. https://t.co/DvDrRCKN6I#valurfotbolti#valur#fotboltinet#ruvsport#pepsimax@433_is@VisirSport@mblsport
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) October 16, 2019
Það má með sönnu segja að Ída Marín sé af fótboltakyni en hún er dóttir Hermanns Hreiðarssonar og Rögnu Lóu Stefánsdóttur sem voru bæði afbragðs knattspyrnufólk.
Valur varð Íslandsmeistari í sumar undir stjórn Péturs Péturssonar og er nú þegar byrjað að bæta í leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð.