Vill færa mannanafnalög í frelsisátt með nýju frumvarpi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2019 12:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd og þá verði breytingarnar til þess gerðar að stuðla að auknu frelsi í mannanafnamálum. Ráðherra kveðst jafnframt bjartsýn á að frumvarpið hljóti brautargengi meðal samflokksmanna sinna, sem flestir kusu gegn frumvarpi stjórnarandstöðunnar um ný mannanafnalög í sumar.Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Enn á ný hefur vaknað töluverð umræða um mannanafnalög eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán á mánudag. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar.Tekur gagnrýni til greina Fyrirhugaðar breytingar á mannanafnalöggjöfinni eru á frumstigi en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vinnu þegar hafna í dómsmálaráðuneytinu. Þannig fást ekki ítarlegar upplýsingar um það í hverju breytingarnar felast en þær verða þó í frelsisátt. „Það er vinna í gangi í ráðuneytinu þar sem er verið að vinna úr öllu því samráði og þeirri vinnu sem hefur farið fram til þessa. Ég mun leggjast yfir það og kynna síðan frumvarp sem ég set í samráðsgátt stjórnvalda. Ég hef haft þá skoðun lengi og er enn þeirrar skoðunar að við þurfum að færa þetta í nútímalegra horf og að við þurfum ekki að hafa svona harða mannanafnalöggjöf eins og við erum með í dag.“Gætirðu hugsað þér að leggja mannanafnanefnd niður?„Ég mun skoða það mjög alvarlega að leggja mannanafnefnd niður, já.“Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán. Þær vilja ekki kenna sig lengur við föður sinn og sleppa nú þegar föðurnafninu á flestum vígstöðvum. Mannanafnalög sníða þeim þó afar þröngan stakk.Vísir/vilhelmÞá segir Áslaug að einnig verði skoðað hvort leyfa eigi fólki að taka upp ný ættarnöfn hér á landi en mál systranna snýst einmitt um stranga ættarnafnalöggjöf. Þá verði einnig litið til sjónarmiða um íslenska tungu, auk fleiri þátta. „Ég mun taka allar þær athugasemdir og ekki síst þá gagnrýni sem fram hefur komið á löggjöfina eins hún er í dag og taka það inn í myndina þegar ráðist verður í þessar breytingar.“Óhrædd við íhaldið Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mannanafnalög koma til álita á Alþingi. Árið 2014 var haft eftir Ólöfu Nordal, þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, að hún vildi helst afnema mannanafnalög og kom hún af stað vinnu við frumvarp því tengdu í ráðuneytinu. Í frumvarpi sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fram árið 2015 var lagt til að mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki gefinn kostur á að taka upp ættarnöfn. Frumvarpið var hins vegar aldrei afgreitt. Nú síðast í janúar lögðu svo sex þingmenn núverandi stjórnarandstöðu fram frumvarp um ný mannanafnalög. Frumvarpið var fellt en allir þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Miðflokksins kusu gegn því. Það gerðu einnig tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, flokks Áslaugar, en þrír þeirra kusu þó með frumvarpinu. Þá ber að nefna að Áslaug sjálf var fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Áslaug segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort, og þá hvernig, frumvarp hennar verði frábrugðið þeim frumvörpum semáður hafa verið lögð fram um málaflokkinn. Þá er hún bjartsýn á að frumvarp sitt hljóti brautargengi, þrátt fyrir að slík frumvörp hafi almennt ekki hlotið náð fyrir augum þingmanna Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina. „Þetta hefur lengi verið í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins. Það þarf auðvitað að vinna þessar breytingar vel, að höfðu samráði við þá aðila sem hafa sterka skoðun á þessum málum, en ekki síst þarf að líta til þeirra sem eru óánægðir með lögin og finnst frelsi sitt skert og til þeirra mun ég líta. Ég trúi ekki öðru að svona frumvarp fái brautargengi, ekki síst þegar við horfum til ýmissa atriða sem hafa verið að fara í frelsisátt, eins og um kynrænt sjálfræði. Fólk getur valið sér kyn og ætti líka að geta valið sér nafn.“Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi núgildandi mannanafnalög harðlega á Alþingi í gær.visir/vilhelmMannanafnalögin „óskapnaður“ Ljóst er að frumvarp sem fæli í sér frelsisvæðingu á mannanafnalögum hefði líklega alla burði til þverpólitísks stuðnings. Þannig gerði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar mannanafnalög að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum á þingfundi í gær. Helga Vala vísaði í viðtal Vísis við systurnar og gagnrýndi núgildandi mannanafnalög harðlega. „[…] á dögunum fengum við fregnir af því að systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán sem búa á Íslandi árið 2019, ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug, vilji nú hætta að bera nafn hans, vilji hætta að kenna sig við föður sinn, og taka upp nýtt kenninafn. Er það ekki auðsótt mál, myndi maður ætla? Nei, hin alls ráðandi hönd ríkisvaldsins bannar þeim það. Ríkisvaldið bannar þeim að breyta um kenninafn af því að þær bera ekki ættarnafn langt aftur í ættir. Þær fá ekki að velja,“ sagði Helga Vala. Á síðasta þingi hefði verið reynt að breyta „þeim óskapnaði“ sem mannanafnalög eru, en án árangurs. „Stjórnarflokkarnir, ríkisstjórnarþingmennirnir, komu í veg fyrir nauðsynlega breytingu. Þess vegna höfum við ákveðið að þær systur fái ekki að breyta um kenninafn. Þær skulu áfram bera nafnið Bergsteinsdóttir, sem veldur þeim vanlíðan, vegna þess að ríkisvaldið vill það.“ Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í vor um breytingar á íslenskum mannanafnalögum. Hún segist munu skoða það alvarlega að leggja niður mannanafnanefnd og þá verði breytingarnar til þess gerðar að stuðla að auknu frelsi í mannanafnamálum. Ráðherra kveðst jafnframt bjartsýn á að frumvarpið hljóti brautargengi meðal samflokksmanna sinna, sem flestir kusu gegn frumvarpi stjórnarandstöðunnar um ný mannanafnalög í sumar.Sjá einnig: „Við erum bara ekki dætur“ Enn á ný hefur vaknað töluverð umræða um mannanafnalög eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán á mánudag. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki. Þeim virðist því nauðugur einn kostur að fara til útlanda og breyta nafni sínu þar.Tekur gagnrýni til greina Fyrirhugaðar breytingar á mannanafnalöggjöfinni eru á frumstigi en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vinnu þegar hafna í dómsmálaráðuneytinu. Þannig fást ekki ítarlegar upplýsingar um það í hverju breytingarnar felast en þær verða þó í frelsisátt. „Það er vinna í gangi í ráðuneytinu þar sem er verið að vinna úr öllu því samráði og þeirri vinnu sem hefur farið fram til þessa. Ég mun leggjast yfir það og kynna síðan frumvarp sem ég set í samráðsgátt stjórnvalda. Ég hef haft þá skoðun lengi og er enn þeirrar skoðunar að við þurfum að færa þetta í nútímalegra horf og að við þurfum ekki að hafa svona harða mannanafnalöggjöf eins og við erum með í dag.“Gætirðu hugsað þér að leggja mannanafnanefnd niður?„Ég mun skoða það mjög alvarlega að leggja mannanafnefnd niður, já.“Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán. Þær vilja ekki kenna sig lengur við föður sinn og sleppa nú þegar föðurnafninu á flestum vígstöðvum. Mannanafnalög sníða þeim þó afar þröngan stakk.Vísir/vilhelmÞá segir Áslaug að einnig verði skoðað hvort leyfa eigi fólki að taka upp ný ættarnöfn hér á landi en mál systranna snýst einmitt um stranga ættarnafnalöggjöf. Þá verði einnig litið til sjónarmiða um íslenska tungu, auk fleiri þátta. „Ég mun taka allar þær athugasemdir og ekki síst þá gagnrýni sem fram hefur komið á löggjöfina eins hún er í dag og taka það inn í myndina þegar ráðist verður í þessar breytingar.“Óhrædd við íhaldið Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mannanafnalög koma til álita á Alþingi. Árið 2014 var haft eftir Ólöfu Nordal, þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, að hún vildi helst afnema mannanafnalög og kom hún af stað vinnu við frumvarp því tengdu í ráðuneytinu. Í frumvarpi sem þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu fram árið 2015 var lagt til að mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki gefinn kostur á að taka upp ættarnöfn. Frumvarpið var hins vegar aldrei afgreitt. Nú síðast í janúar lögðu svo sex þingmenn núverandi stjórnarandstöðu fram frumvarp um ný mannanafnalög. Frumvarpið var fellt en allir þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Miðflokksins kusu gegn því. Það gerðu einnig tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, flokks Áslaugar, en þrír þeirra kusu þó með frumvarpinu. Þá ber að nefna að Áslaug sjálf var fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Áslaug segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort, og þá hvernig, frumvarp hennar verði frábrugðið þeim frumvörpum semáður hafa verið lögð fram um málaflokkinn. Þá er hún bjartsýn á að frumvarp sitt hljóti brautargengi, þrátt fyrir að slík frumvörp hafi almennt ekki hlotið náð fyrir augum þingmanna Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina. „Þetta hefur lengi verið í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins. Það þarf auðvitað að vinna þessar breytingar vel, að höfðu samráði við þá aðila sem hafa sterka skoðun á þessum málum, en ekki síst þarf að líta til þeirra sem eru óánægðir með lögin og finnst frelsi sitt skert og til þeirra mun ég líta. Ég trúi ekki öðru að svona frumvarp fái brautargengi, ekki síst þegar við horfum til ýmissa atriða sem hafa verið að fara í frelsisátt, eins og um kynrænt sjálfræði. Fólk getur valið sér kyn og ætti líka að geta valið sér nafn.“Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi núgildandi mannanafnalög harðlega á Alþingi í gær.visir/vilhelmMannanafnalögin „óskapnaður“ Ljóst er að frumvarp sem fæli í sér frelsisvæðingu á mannanafnalögum hefði líklega alla burði til þverpólitísks stuðnings. Þannig gerði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar mannanafnalög að umtalsefni í ræðu sinni undir dagskrárliðnum á þingfundi í gær. Helga Vala vísaði í viðtal Vísis við systurnar og gagnrýndi núgildandi mannanafnalög harðlega. „[…] á dögunum fengum við fregnir af því að systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán sem búa á Íslandi árið 2019, ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug, vilji nú hætta að bera nafn hans, vilji hætta að kenna sig við föður sinn, og taka upp nýtt kenninafn. Er það ekki auðsótt mál, myndi maður ætla? Nei, hin alls ráðandi hönd ríkisvaldsins bannar þeim það. Ríkisvaldið bannar þeim að breyta um kenninafn af því að þær bera ekki ættarnafn langt aftur í ættir. Þær fá ekki að velja,“ sagði Helga Vala. Á síðasta þingi hefði verið reynt að breyta „þeim óskapnaði“ sem mannanafnalög eru, en án árangurs. „Stjórnarflokkarnir, ríkisstjórnarþingmennirnir, komu í veg fyrir nauðsynlega breytingu. Þess vegna höfum við ákveðið að þær systur fái ekki að breyta um kenninafn. Þær skulu áfram bera nafnið Bergsteinsdóttir, sem veldur þeim vanlíðan, vegna þess að ríkisvaldið vill það.“
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir „Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Við erum bara ekki dætur“ Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim. 14. október 2019 09:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent