Sérþjálfaður til þess að finna peninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. október 2019 21:45 Grunur er um að farið sé með meira af peningum úr landi en tilkynnt er um. Stjórnvöld vinna að því að efla varnir við landamæri Íslands til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Leitarhundur hjá Tollgæslunni hefur verið þjálfaður til að finna peninga gagngert til þess að sporna við peningaþvætti. Alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, Financial Action Task Force (FATF) hefur beint 40 tilmælum til íslenskra stjórnvalda um þætti sem þarf að bregðast við. Í byrjun september höfðu íslensk stjórnvöld uppfyllt tuttugu og átta af fjörutíu tilmælum vinnuhópsins og ellefu tilmæli voru uppfyllt að hluta. Síðan þá Alþingi afgreitt tvö lagafrumvörp annars vegar sem snýr að skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri og hins vegar lagafrumvarp sem snýr að hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá TollgæslunniVísir/BaldurTollgæslan bregst við og eflir varnir við landamæri Tollgæslan hefur eflt varnir sínar af þessum sökum við landamæri Íslands og hefur leitarhundur verið sérstaklega þjálfaður til þess að finna peninga. „Okkar viðbrögð eru þau að við er að bæta þessu í lyktarflóru hundanna, peningalykt sem sagt. Við fáum svokallað "peningaskrats" frá Seðlabankanum sem við æfum hundanna á. Byrjunin lofar góðu. Hundurinn er mjög fljótur að merkja þetta og þetta er greinilega eitthvað sem á eftir að virka,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Hundurinn er þjálfaður með lykt peningakurli.Vísir/Jóhann K.Talið að meira sé sé farið út með reiðufé en upplýsingar eru um Tollgæslan hefur upplýsingar um að hér á landi sem og hjá nágrannaþjóðum sé mikið um það að fólk ferðist með peningaseðla í ferðatöskum eða bakpokum á milli landa. „Stundum er þetta löglegt fé og ekkert við því að segja en stundum er þetta illa fengið fé, peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka og þá er þetta eitthvað sem gert er upptækt af yfirvöldum,“ segir Ársæll. Ársæll segir fólk ekki almennt ekki með það á hreinu hversu mikið fé sé heimilt að koma með, eða fara með úr landi. Sú upphæð er 10.000 evrur eða tæplega fjórtán hundruð þúsund krónum. Sé upphæðin hærri þarf að upplýsa tollgæsluna um það með sérstakri umsókn. Það sem af er þessu ári hafa aðeins sex aðilar tilkynnt um flutning fjármagns yfir þessari upphæð. Allt árið í fyrra voru þeir átta og árið 2017 sextán. Ársæll segir þetta lágt hlutfall. „Ef við skoðum tölur frá nágrannalöndunum ætti að vera meira á ferðinni á milli landa þannig að það verður fróðlegt að vita hvernig árangur okkar verður,“ segir Ársæll. Dýr Ísland á gráum lista FATF Tollgæslan Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 10. október 2019 13:51 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Grunur er um að farið sé með meira af peningum úr landi en tilkynnt er um. Stjórnvöld vinna að því að efla varnir við landamæri Íslands til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Leitarhundur hjá Tollgæslunni hefur verið þjálfaður til að finna peninga gagngert til þess að sporna við peningaþvætti. Alþjóðlegur vinnuhópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, Financial Action Task Force (FATF) hefur beint 40 tilmælum til íslenskra stjórnvalda um þætti sem þarf að bregðast við. Í byrjun september höfðu íslensk stjórnvöld uppfyllt tuttugu og átta af fjörutíu tilmælum vinnuhópsins og ellefu tilmæli voru uppfyllt að hluta. Síðan þá Alþingi afgreitt tvö lagafrumvörp annars vegar sem snýr að skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri og hins vegar lagafrumvarp sem snýr að hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar.Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá TollgæslunniVísir/BaldurTollgæslan bregst við og eflir varnir við landamæri Tollgæslan hefur eflt varnir sínar af þessum sökum við landamæri Íslands og hefur leitarhundur verið sérstaklega þjálfaður til þess að finna peninga. „Okkar viðbrögð eru þau að við er að bæta þessu í lyktarflóru hundanna, peningalykt sem sagt. Við fáum svokallað "peningaskrats" frá Seðlabankanum sem við æfum hundanna á. Byrjunin lofar góðu. Hundurinn er mjög fljótur að merkja þetta og þetta er greinilega eitthvað sem á eftir að virka,“ segir Ársæll Ársælsson, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni.Hundurinn er þjálfaður með lykt peningakurli.Vísir/Jóhann K.Talið að meira sé sé farið út með reiðufé en upplýsingar eru um Tollgæslan hefur upplýsingar um að hér á landi sem og hjá nágrannaþjóðum sé mikið um það að fólk ferðist með peningaseðla í ferðatöskum eða bakpokum á milli landa. „Stundum er þetta löglegt fé og ekkert við því að segja en stundum er þetta illa fengið fé, peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka og þá er þetta eitthvað sem gert er upptækt af yfirvöldum,“ segir Ársæll. Ársæll segir fólk ekki almennt ekki með það á hreinu hversu mikið fé sé heimilt að koma með, eða fara með úr landi. Sú upphæð er 10.000 evrur eða tæplega fjórtán hundruð þúsund krónum. Sé upphæðin hærri þarf að upplýsa tollgæsluna um það með sérstakri umsókn. Það sem af er þessu ári hafa aðeins sex aðilar tilkynnt um flutning fjármagns yfir þessari upphæð. Allt árið í fyrra voru þeir átta og árið 2017 sextán. Ársæll segir þetta lágt hlutfall. „Ef við skoðum tölur frá nágrannalöndunum ætti að vera meira á ferðinni á milli landa þannig að það verður fróðlegt að vita hvernig árangur okkar verður,“ segir Ársæll.
Dýr Ísland á gráum lista FATF Tollgæslan Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 10. október 2019 13:51 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45
Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00
Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15
Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 10. október 2019 13:51
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent