Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 17:00 Borgarstjórn samþykkti í dag samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nú rétt í þessu samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Samkomulagið var samþykkt með tólf atkvæðum meirihluta gegn ellefu atkvæðum borgarfulltrúa minnihluta. Umræða um samkomulagið stóð yfir í um þrjár klukkustundir áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Fulltrúum meirihlutans var tíðrætt um mikilvægi samkomulagsins í þágu bættra almenningssamgangna og ekki síst mikilvægi þess til að reyna hafa áhrif á breyttar ferðavenjur. Með samkomulaginu sé að mati meirihlutans stigið stórt grænt skref í átt að því að draga úr kolefnislosun og svifryksmengun sem bílaumferð hafi í för með sér. Viðurkenndu fulltrúar meirihlutans þó að samkomulagið hefði að þeirra mati mátt vera grænna. Borgarfulltrúi Vinstri grænna beindi spjótum sínum að fulltrúum minnihlutans og sakaði þá um algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Það liggi fyrir að mengun af bílaumferð sé allt of mikil og afleiðingarnar séu alvarlegar ef ekkert verður að gert. „Þið ætlið bara að drepa Reykvíkinga,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og beindi orðum sínum til borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúar minnihlutans sem kvöddu sér hljóðs í umræðum um málið sögðust flestir sammála því að mikilvægt væri að bæta almenningssamgöngur. Aftur á móti snéri gagnrýni þeirra einna helst að fjármögnuninni og þeim atriðum sem ekki hafa verið útfærð, til að mynda hvað varðar fyrirhuguð veggjöld. Þá lýstu borgarfulltrúar minnihluta áhyggjum af því að ekki væri gert ráð fyrir Sundabraut í samkomulaginu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Pawels Bartoszeks, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Viðreisnar, um hver ætti að standa straum af kostnaði við framúrkeyrslu við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru samkvæmt samkomulaginu. Það sé regla frekar en undantekning að samgönguframkvæmdir standist kostnaðaráætlun. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30 Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nú rétt í þessu samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára. Samkomulagið var samþykkt með tólf atkvæðum meirihluta gegn ellefu atkvæðum borgarfulltrúa minnihluta. Umræða um samkomulagið stóð yfir í um þrjár klukkustundir áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Fulltrúum meirihlutans var tíðrætt um mikilvægi samkomulagsins í þágu bættra almenningssamgangna og ekki síst mikilvægi þess til að reyna hafa áhrif á breyttar ferðavenjur. Með samkomulaginu sé að mati meirihlutans stigið stórt grænt skref í átt að því að draga úr kolefnislosun og svifryksmengun sem bílaumferð hafi í för með sér. Viðurkenndu fulltrúar meirihlutans þó að samkomulagið hefði að þeirra mati mátt vera grænna. Borgarfulltrúi Vinstri grænna beindi spjótum sínum að fulltrúum minnihlutans og sakaði þá um algjört úrræðaleysi í málaflokknum. Það liggi fyrir að mengun af bílaumferð sé allt of mikil og afleiðingarnar séu alvarlegar ef ekkert verður að gert. „Þið ætlið bara að drepa Reykvíkinga,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, og beindi orðum sínum til borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúar minnihlutans sem kvöddu sér hljóðs í umræðum um málið sögðust flestir sammála því að mikilvægt væri að bæta almenningssamgöngur. Aftur á móti snéri gagnrýni þeirra einna helst að fjármögnuninni og þeim atriðum sem ekki hafa verið útfærð, til að mynda hvað varðar fyrirhuguð veggjöld. Þá lýstu borgarfulltrúar minnihluta áhyggjum af því að ekki væri gert ráð fyrir Sundabraut í samkomulaginu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Pawels Bartoszeks, forseta borgarstjórnar og borgarfulltrúa Viðreisnar, um hver ætti að standa straum af kostnaði við framúrkeyrslu við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru samkvæmt samkomulaginu. Það sé regla frekar en undantekning að samgönguframkvæmdir standist kostnaðaráætlun.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30 Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Borgarstjórn greiðir atkvæði um samgöngusáttmála í dag Ætla má að sáttmálinn verði samþykktur með tólf atkvæðum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, gegn flestum ef ekki öllum ellefu atkvæðum minnihlutans. 15. október 2019 08:30
Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. 15. október 2019 14:48