Ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2019 14:48 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir um tímamótasamkomulag að ræða. Vísir/Vilhelm Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í annarri umræðu í borgarstjórn um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Dagur ítrekaði þá skoðun sína að um tímamótasamkomulag væri að ræða sem marki þáttaskil í samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Einna helst hefur verið deilt um fyrirhugaða gjaldtöku til að fjármagna hluta þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er en enn hefur ekki verið útfært með hvaða hætti þeirri gjaldtöku verður háttað. Það mun falla í hlut Alþingis og framkvæmdavaldsins að komast að niðurstöðu umframtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í vegakerfinu, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur á landsvísu. Dagur segir að með samkomulaginu verði hægt að flýta framkvæmdum umtalsvert, gert sé ráð fyrir framkvæmdum á næstu fimmtán árum sem annars hefðu tekið 40 til 50 ár. „Ég er stoltur af því að þessum risastóra áfanga hafi verið náð,“ segir Dagur.Segir rándýra óvissuferð framundan Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur lýst harðri andstöðu sinni við samkomulagið. Á fundi borgarstjórnar í dag sakaði hún meirihluta borgarstjórnar um að hafa þegar brotið samkomulagið þar sem að í gær hafi verið auglýstur rammasamningur um stýringu umferðarljósa, nokkuð sem kveðið er á um í 5. grein samkomulagsins. „Hvers vegna er Reykjavíkurborg ein að fara af stað með rammasamning, ekki útboð, heldur rammasamning, daginn áður en stendur til að samþykkja samkomulagið í borgarstjórn?“ sagði Vigdís. Samkomulagið feli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda að hennar sögn. Borgarstjóri svaraði því til að sjálfur þekkti hann ekki innihald þess tiltekna rammasamkomulags sem Vigdís vísaði til. Hann hygðist afla upplýsinga um það. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar ekki að styðja samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það var ekki spurning hvort heldur hvenær gjaldtaka myndi hefjast á höfuðborgarsvæðinu fyrir notkun á samgöngumannvirkjum. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í annarri umræðu í borgarstjórn um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Dagur ítrekaði þá skoðun sína að um tímamótasamkomulag væri að ræða sem marki þáttaskil í samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Einna helst hefur verið deilt um fyrirhugaða gjaldtöku til að fjármagna hluta þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er en enn hefur ekki verið útfært með hvaða hætti þeirri gjaldtöku verður háttað. Það mun falla í hlut Alþingis og framkvæmdavaldsins að komast að niðurstöðu umframtíðarfyrirkomulag gjaldtöku í vegakerfinu, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur á landsvísu. Dagur segir að með samkomulaginu verði hægt að flýta framkvæmdum umtalsvert, gert sé ráð fyrir framkvæmdum á næstu fimmtán árum sem annars hefðu tekið 40 til 50 ár. „Ég er stoltur af því að þessum risastóra áfanga hafi verið náð,“ segir Dagur.Segir rándýra óvissuferð framundan Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur lýst harðri andstöðu sinni við samkomulagið. Á fundi borgarstjórnar í dag sakaði hún meirihluta borgarstjórnar um að hafa þegar brotið samkomulagið þar sem að í gær hafi verið auglýstur rammasamningur um stýringu umferðarljósa, nokkuð sem kveðið er á um í 5. grein samkomulagsins. „Hvers vegna er Reykjavíkurborg ein að fara af stað með rammasamning, ekki útboð, heldur rammasamning, daginn áður en stendur til að samþykkja samkomulagið í borgarstjórn?“ sagði Vigdís. Samkomulagið feli í sér rándýra óvissuferð á kostnað skattgreiðenda að hennar sögn. Borgarstjóri svaraði því til að sjálfur þekkti hann ekki innihald þess tiltekna rammasamkomulags sem Vigdís vísaði til. Hann hygðist afla upplýsinga um það. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, ætlar ekki að styðja samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Vegtollar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira