Þegar gleðin breytist í sorg Anna Lísa Björnsdóttir skrifar 15. október 2019 07:00 Árið 2011 var örlagaríkt ár. Árið sem ég varð móðir og árið sem ég missti barn. Að fara tómhent af fæðingardeild var eitthvað sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að væri hægt, áður en ég upplifði það. Þessi tilfinning, að vera móðir án barns, finna fyrir kærleikanum en geta ekki beint honum í „náttúrulegan“ farveg, varð kveikjan að starfi Gleym mér ei – styrktarfélags þeirra sem missa á meðgöngu eða rétt eftir fæðingu. Við fundum kröftum okkar farveg, þrjár mæður sem áttum þessa sameiginlegu lífsreynslu og vildum gera okkar besta til þess að þeir foreldrar sem þyrftu að upplifa svona missi myndu fá fræðslu, fá tíma til þess að kveðja börnin og finna styrk hvert í öðru. Vitneskjan um að aðrir skilji hvað þú ert að ganga í gegnum, meðal annars í gegnum stuðningshópinn sem Gleym mér ei heldur úti, gefur okkur styrk í sorginni. Það fundum við Þórunn og Hrafnhildur strax árið 2013 þegar við héldum fyrstu minningarstundina.Samúð og samkennd Það getur verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra sem missa á meðgöngu að vita hvernig á að bregðast við, hvað er „hjálplegt“ að segja eða gera. Samúð og samkennd eru grunnur að samskiptum í sorg, en það er líka skiljanlegt að fólk finni fyrir minnimáttarkennd þegar „hið ómögulega“ gerist, að barn deyi á undan foreldrum, þá eru engin rétt viðbrögð nema kærleikur. Í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni er sjöunda minningarstundin um börnin sem við fáum ekki að sjá útskrifast, ekki að sjá vaxa úr grasi og fylgjumst ekki með læra að takast á við sorgir og gleði í lífinu. Í sjöunda skipti kveikjum við á kertum fyrir lítil ljós, njótum þess að elska þau og minnast, og við aðstandendur fáum að vera saman. Samvera í kærleik hjálpar okkur að læra að lifa með sorginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Lísa Björnsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Árið 2011 var örlagaríkt ár. Árið sem ég varð móðir og árið sem ég missti barn. Að fara tómhent af fæðingardeild var eitthvað sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að væri hægt, áður en ég upplifði það. Þessi tilfinning, að vera móðir án barns, finna fyrir kærleikanum en geta ekki beint honum í „náttúrulegan“ farveg, varð kveikjan að starfi Gleym mér ei – styrktarfélags þeirra sem missa á meðgöngu eða rétt eftir fæðingu. Við fundum kröftum okkar farveg, þrjár mæður sem áttum þessa sameiginlegu lífsreynslu og vildum gera okkar besta til þess að þeir foreldrar sem þyrftu að upplifa svona missi myndu fá fræðslu, fá tíma til þess að kveðja börnin og finna styrk hvert í öðru. Vitneskjan um að aðrir skilji hvað þú ert að ganga í gegnum, meðal annars í gegnum stuðningshópinn sem Gleym mér ei heldur úti, gefur okkur styrk í sorginni. Það fundum við Þórunn og Hrafnhildur strax árið 2013 þegar við héldum fyrstu minningarstundina.Samúð og samkennd Það getur verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra sem missa á meðgöngu að vita hvernig á að bregðast við, hvað er „hjálplegt“ að segja eða gera. Samúð og samkennd eru grunnur að samskiptum í sorg, en það er líka skiljanlegt að fólk finni fyrir minnimáttarkennd þegar „hið ómögulega“ gerist, að barn deyi á undan foreldrum, þá eru engin rétt viðbrögð nema kærleikur. Í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni er sjöunda minningarstundin um börnin sem við fáum ekki að sjá útskrifast, ekki að sjá vaxa úr grasi og fylgjumst ekki með læra að takast á við sorgir og gleði í lífinu. Í sjöunda skipti kveikjum við á kertum fyrir lítil ljós, njótum þess að elska þau og minnast, og við aðstandendur fáum að vera saman. Samvera í kærleik hjálpar okkur að læra að lifa með sorginni.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar