Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lagði fram nýtt frumvarp gegn ólöglegum smálánum á Alþingi í gær.
Frumvarpið byggist á vinnu starfshóps sem skilaði inn skýrslu með tillögum til úrbóta haustið 2018.
Meðal markmiða frumvarpsins er að halda lántökukostnaði innan leyfilegra marka samkvæmt íslenskum lögum. Tekið er fram að ekki megi bera fyrir sig lög annars ríkis til að takmarka þá vernd neytenda. Þá munu lögin heimila stjórnvöldum að fá upplýsingar um starfsemi smálánafyrirtækja.
