Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Sylvía Hall skrifar 14. október 2019 20:05 Trump og Erdogan ræða saman í júlí. AP/Pablo Martinez Monsivais Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum og bæjum í norðausturhluta Sýrlands. Forsetinn birti yfirlýsinguna á Twitter fyrr í kvöld. Í yfirlýsingunni segist Trump ætla að hækka tolla á stál aftur upp í fimmtíu prósent líkt og það var áður, en þeir voru lækkaðir í maí síðastliðnum. Þá segist hann ætla að slíta viðræðum um hundrað milljarða dala verslunarsamning við Tyrkland. „Þetta mun gera Bandaríkjunum kleift að beita öflugum refsiaðgerðum gegn þeim sem mögulega taka þátt í alvarlegum mannréttindabrotum, koma í veg fyrir vopnahlé, koma í veg fyrir að landflóttamenn geti snúið aftur heim, senda flóttamenn aftur með valdi eða ógna friði, öryggi og stöðugleika í Sýrlandi,“ segir forsetinn í yfirlýingunni. Þá muni þetta hafa miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland.Statement from President Donald J. Trump Regarding Turkey’s Actions in Northeast Syria pic.twitter.com/ZCQC7nzmME — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 14, 2019Trump segist alltaf hafa haft öryggi lands og þjóðar í fyrirrúmi frá því að hann tók við embætti og hafi því stutt baráttuna gegn ISIS. Með hernaðaraðgerðum sínum sé Tyrkland að stefna þeim árangri í hættu. „Tyrkland þarf einnig að forgangsraða vernd borgaranna, sérstaklega þeirra viðkvæmu minnihlutahópa í norðausturhluta Sýrlands,“ segir forsetinn og bætir við að það sé óásættanlegt að gera almenna borgara að skotmörkum. Hann segist hafa gert Erdogan það ljóst að aðgerðir hersins séu að stefna mannréttindum í voða og leggja grunn að mögulegum stríðsglæpum. Það sé ljóst að mannúð sé ekki að leiðarljósi í innrás þeirra á sýrlensk svæði. Til þess að fylgjast með ástandinu ætli hann að staðsetja bandaríska hermenn á svæðinu. „Bandarískir hermenn á leið frá Sýrlandi munu nú vera staðsettir á ný og vakta ástandið og koma í veg fyrir að 2014 endurtaki sig, þegar hin vanrækta ógn sem stafaði af ISIS geisaði um Sýrland og Írak. Lítið fótspor bandaríska hersins mun áfram vera í At Tanf Garrison í suðurhluta Sýrlands til þess að halda áfram að sundra leifum ISIS.“ Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum og bæjum í norðausturhluta Sýrlands. Forsetinn birti yfirlýsinguna á Twitter fyrr í kvöld. Í yfirlýsingunni segist Trump ætla að hækka tolla á stál aftur upp í fimmtíu prósent líkt og það var áður, en þeir voru lækkaðir í maí síðastliðnum. Þá segist hann ætla að slíta viðræðum um hundrað milljarða dala verslunarsamning við Tyrkland. „Þetta mun gera Bandaríkjunum kleift að beita öflugum refsiaðgerðum gegn þeim sem mögulega taka þátt í alvarlegum mannréttindabrotum, koma í veg fyrir vopnahlé, koma í veg fyrir að landflóttamenn geti snúið aftur heim, senda flóttamenn aftur með valdi eða ógna friði, öryggi og stöðugleika í Sýrlandi,“ segir forsetinn í yfirlýingunni. Þá muni þetta hafa miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér fyrir Tyrkland.Statement from President Donald J. Trump Regarding Turkey’s Actions in Northeast Syria pic.twitter.com/ZCQC7nzmME — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 14, 2019Trump segist alltaf hafa haft öryggi lands og þjóðar í fyrirrúmi frá því að hann tók við embætti og hafi því stutt baráttuna gegn ISIS. Með hernaðaraðgerðum sínum sé Tyrkland að stefna þeim árangri í hættu. „Tyrkland þarf einnig að forgangsraða vernd borgaranna, sérstaklega þeirra viðkvæmu minnihlutahópa í norðausturhluta Sýrlands,“ segir forsetinn og bætir við að það sé óásættanlegt að gera almenna borgara að skotmörkum. Hann segist hafa gert Erdogan það ljóst að aðgerðir hersins séu að stefna mannréttindum í voða og leggja grunn að mögulegum stríðsglæpum. Það sé ljóst að mannúð sé ekki að leiðarljósi í innrás þeirra á sýrlensk svæði. Til þess að fylgjast með ástandinu ætli hann að staðsetja bandaríska hermenn á svæðinu. „Bandarískir hermenn á leið frá Sýrlandi munu nú vera staðsettir á ný og vakta ástandið og koma í veg fyrir að 2014 endurtaki sig, þegar hin vanrækta ógn sem stafaði af ISIS geisaði um Sýrland og Írak. Lítið fótspor bandaríska hersins mun áfram vera í At Tanf Garrison í suðurhluta Sýrlands til þess að halda áfram að sundra leifum ISIS.“
Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11