Heimsmeistari í andahvísli vann leik í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2019 13:30 Hodges leiðir sitt lið til leiks í gær. vísir/getty Pittsburgh Steelers skellti LA Chargers í NFL-deildinni í nótt með Devlin Hodges sem leikstjórnanda. Sá kappi á ekki alveg sama bakgrunn og flestir aðrir í deildinni. Það var fátt sem benti til þess að Hodges myndi ná að spila í deildinni fyrir nokkrum vikum síðan. Svo meiðist Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers. Hodges var í æfingahópi Steelers og var kallaður upp í hópinn vegna meiðsla Big Ben. Svo meiðist Mason Rudolph og þá átti Steelers ekkert annað en Hodges. Hann fékk því óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og nýtti það í botn í sigri í LA. Hodges kláraði 15 af 20 sendingum sínum í leiknum fyrir 132 jördum, einu snertimarki og einum töpuðum bolta. Ekki ónýt frumraun hjá nýliðanum. Leikstjórnandinn kom úr hinum lítt þekkta Samford-háskóla þar sem hann sló fjölda meta. Þrátt fyrir það var hann ekki eftirsóttur en Steelers sá eitthvað í honum. Það sem gerir hann svo enn sérstakari er sú staðreynd að hann er fyrrum heimsmeistari í andahvísli eða andakalli. Hann er frábær með andaflautuna á veiðum og kann betur en flestir að lokka til sín endur. Enda er hann aldrei kallaður annað en „Duck“ eða Önd. Þegar hann var 13 ára gamall vann hann heimsmeistaramót í andahvísli. Það hefur enginn annar í NFL-deildinni gert áður. Í Samford þekkir enginn Devlin. Það þekkja bara allir Duck sem æfði sig mikið með flautuna í fjölda ára.FINAL: @steelers take down the Chargers on #SNF! #PITvsLAC#HereWeGo (by @Lexus) pic.twitter.com/7Yj22Cf2Mo — NFL (@NFL) October 14, 2019 NFL Tengdar fréttir Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
Pittsburgh Steelers skellti LA Chargers í NFL-deildinni í nótt með Devlin Hodges sem leikstjórnanda. Sá kappi á ekki alveg sama bakgrunn og flestir aðrir í deildinni. Það var fátt sem benti til þess að Hodges myndi ná að spila í deildinni fyrir nokkrum vikum síðan. Svo meiðist Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers. Hodges var í æfingahópi Steelers og var kallaður upp í hópinn vegna meiðsla Big Ben. Svo meiðist Mason Rudolph og þá átti Steelers ekkert annað en Hodges. Hann fékk því óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og nýtti það í botn í sigri í LA. Hodges kláraði 15 af 20 sendingum sínum í leiknum fyrir 132 jördum, einu snertimarki og einum töpuðum bolta. Ekki ónýt frumraun hjá nýliðanum. Leikstjórnandinn kom úr hinum lítt þekkta Samford-háskóla þar sem hann sló fjölda meta. Þrátt fyrir það var hann ekki eftirsóttur en Steelers sá eitthvað í honum. Það sem gerir hann svo enn sérstakari er sú staðreynd að hann er fyrrum heimsmeistari í andahvísli eða andakalli. Hann er frábær með andaflautuna á veiðum og kann betur en flestir að lokka til sín endur. Enda er hann aldrei kallaður annað en „Duck“ eða Önd. Þegar hann var 13 ára gamall vann hann heimsmeistaramót í andahvísli. Það hefur enginn annar í NFL-deildinni gert áður. Í Samford þekkir enginn Devlin. Það þekkja bara allir Duck sem æfði sig mikið með flautuna í fjölda ára.FINAL: @steelers take down the Chargers on #SNF! #PITvsLAC#HereWeGo (by @Lexus) pic.twitter.com/7Yj22Cf2Mo — NFL (@NFL) October 14, 2019
NFL Tengdar fréttir Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00