Brennivín í bréfalúguna – ógæfa í bögglapósti Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. október 2019 09:30 Hugmyndaauðgi frjálshyggjumanna við að kokka upp hugmyndir til aukinnar áfengisneyslu á sér fá takmörk. Nú er boðað nýtt frumvarp frá nýsettum dómsmálaráðherra og verður ekki sagt að það komi sérstaklega á óvart úr þeirri átt. Frumvarpinu er greinilega ætlað að mylja úr þeim grunni sem einkasala áfengis á vegum ríkisins stendur á. Ótal leiðangrar hafa verið farnir undanfarin ár til þess að reyna að auka framboð á áfengi almenningi til tjóns. Í hverri könnuninni af annarri hefur komið í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi áframhaldandi einkasölu áfengis á vegum ríkisins. Það hefur ekki stöðvað þá sem vilja hafa vit fyrir þjóðinni í málinu að prika sífellt upp með nýjar tillögur til sölu áfengis á vegum einkaaðila. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt önnur ríki Evrópu þar sem lítt heft aðgengi hefur leitt til óhóflegrar áfengisneyslu til að fara að dæmi Íslendinga, Norðmanna, Svía og Finna í einkasölu áfengis á vegum ríkisins.Fulltrúar allra stétta í heilbrigðisþjónustu hafa varað við tilslökunum við sölu áfengis hér á landi. Landlæknir, læknafélagið, sálfræðingafélagið svo einhver séu nefnd. Þeir sem vinna að málefnum barna m.a. Barnaheill foreldrasamtök og ungmennasamtök ljúka öll upp einum rómi og skora á alþingismenn sárbæna þá réttara sagt til að halda óbreyttu kerfi en allt til einskis. Hér á landi (og á þingi) er óhemju ósvífinn lítill minnihluti sem lætur sér ekki segjast og flytur hvert málið af öðru til að reyna að troða auknu framboði áfengis uppá þjóðina. Fyrst í stað átti samkvæmt tillögum þeirra að troða áfengi inn í alla stórmarkaði við litlar undirtektir. Því næst átti að gefa þjóðinni inn málið í matskeiðum með því að áfengi yrði selt í kósý sérverslunum (líkt og verslunum ÁTVR) en í einkaeigu. Það hlaut heldur ekki hljómgrunn. En nú er komin fram fram hugmynd sem líkja má við að gefa fólki inn hugmyndina í teskeið. Nú skal brennivín sent í bréfalúguna, pantað á netinu. Nokkur „nostalgía“ því hugmyndin minnir á póstkröfur fyrir áratugum síðan. Þá þurfti reyndar að sækja góssið í pósthús og var það nokkuð áberandi og tafsöm athöfn. Trukkur frá Póstinum eða DHL vekur sömu athygli akandi um í íbúðargötum dreifandi sprúttinu í hverja lúgu eða póstkassa. Athyglin og áberandi athafnir eru samt aukaatriði í þessari mynd. Aðalatriðið er aukning framboðs sem leiðir til aukinnar neyslu og höggið er skarð í einkasölu ríkisins sem er skilvirk og rekin með lýðheilsu að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hver aðferðin er, að troða áfengi í stórverslanir, sérverslanir eða í bréfalúguna. Allar munu þær hafa skaða, heilsuleysi og ógæfu í för með sér fyrir okkur og afkomendur okkar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hugmyndaauðgi frjálshyggjumanna við að kokka upp hugmyndir til aukinnar áfengisneyslu á sér fá takmörk. Nú er boðað nýtt frumvarp frá nýsettum dómsmálaráðherra og verður ekki sagt að það komi sérstaklega á óvart úr þeirri átt. Frumvarpinu er greinilega ætlað að mylja úr þeim grunni sem einkasala áfengis á vegum ríkisins stendur á. Ótal leiðangrar hafa verið farnir undanfarin ár til þess að reyna að auka framboð á áfengi almenningi til tjóns. Í hverri könnuninni af annarri hefur komið í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi áframhaldandi einkasölu áfengis á vegum ríkisins. Það hefur ekki stöðvað þá sem vilja hafa vit fyrir þjóðinni í málinu að prika sífellt upp með nýjar tillögur til sölu áfengis á vegum einkaaðila. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt önnur ríki Evrópu þar sem lítt heft aðgengi hefur leitt til óhóflegrar áfengisneyslu til að fara að dæmi Íslendinga, Norðmanna, Svía og Finna í einkasölu áfengis á vegum ríkisins.Fulltrúar allra stétta í heilbrigðisþjónustu hafa varað við tilslökunum við sölu áfengis hér á landi. Landlæknir, læknafélagið, sálfræðingafélagið svo einhver séu nefnd. Þeir sem vinna að málefnum barna m.a. Barnaheill foreldrasamtök og ungmennasamtök ljúka öll upp einum rómi og skora á alþingismenn sárbæna þá réttara sagt til að halda óbreyttu kerfi en allt til einskis. Hér á landi (og á þingi) er óhemju ósvífinn lítill minnihluti sem lætur sér ekki segjast og flytur hvert málið af öðru til að reyna að troða auknu framboði áfengis uppá þjóðina. Fyrst í stað átti samkvæmt tillögum þeirra að troða áfengi inn í alla stórmarkaði við litlar undirtektir. Því næst átti að gefa þjóðinni inn málið í matskeiðum með því að áfengi yrði selt í kósý sérverslunum (líkt og verslunum ÁTVR) en í einkaeigu. Það hlaut heldur ekki hljómgrunn. En nú er komin fram fram hugmynd sem líkja má við að gefa fólki inn hugmyndina í teskeið. Nú skal brennivín sent í bréfalúguna, pantað á netinu. Nokkur „nostalgía“ því hugmyndin minnir á póstkröfur fyrir áratugum síðan. Þá þurfti reyndar að sækja góssið í pósthús og var það nokkuð áberandi og tafsöm athöfn. Trukkur frá Póstinum eða DHL vekur sömu athygli akandi um í íbúðargötum dreifandi sprúttinu í hverja lúgu eða póstkassa. Athyglin og áberandi athafnir eru samt aukaatriði í þessari mynd. Aðalatriðið er aukning framboðs sem leiðir til aukinnar neyslu og höggið er skarð í einkasölu ríkisins sem er skilvirk og rekin með lýðheilsu að leiðarljósi. Það skiptir ekki máli hver aðferðin er, að troða áfengi í stórverslanir, sérverslanir eða í bréfalúguna. Allar munu þær hafa skaða, heilsuleysi og ógæfu í för með sér fyrir okkur og afkomendur okkar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun