Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Andri Eysteinsson skrifar 13. október 2019 10:35 Jaroslaw Kaczynski er formaður Laga og réttlætis. Hann hefur þó ekki viljað forsætisráðherrastólinn. Vísir/EPA Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. Lög og Réttlæti hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Var það í fyrsta skipti frá falli Kommúnismans sem stjórnmálaflokkur hlaut hreinan meirihluta þingsæta eftir pólskar kosningar. AP greinir frá. Nú er komið að lokum þess kjörtímabils en ekki er talið að flokkurinn haldi þessu háa fylgi. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum dögum í Póllandi gera ráð fyrir 40-45% fylgi, sem bendir til afgerandi kosningasigurs Kaczynski og forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki sem hefur tók við embætti af Beötu Szydlo ári eftir þingkosningarnar 2015. Pólska þingið skiptist í tvær deildir, 460 sæta neðri deild, Sejm, og 100 manna öldungadeild. Kosið er til beggja deilda í dag. Nú sitja meðlimir Laga og Réttlætis í 235 sætum í Sejm og í 61 sæti i Öldungadeildinni.Talinn leita til PSL og Konfederacja Búist er við því að næst stærsti flokkurinn verði, sem fyrr Borgaraflokkurinn sem mælst hefur með rúmlega 25% fylgi. Kosningabandalag þriggja vinstri flokka hefur mælst með fylgi undir 15%. Búist er við því að ef Lögum og Réttlæti takist ekki að halda meirihluta sínum, muni flokkurinn leita til smáflokka á borð við PSL og Konfederacja. Síðarnefndi flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir andstöðu gegn gyðingum og skoðanir á samkynhneigðum. Þrátt fyrir miklar vinsældir á meðal kjósenda í Póllandi hefur flokkurinn Lög og Réttlæti verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnur sínar, bæði heima og erlendis. Rétt eins og Konfederacja hefur flokkurinn verið í andstöðu við réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur sagt baráttuna vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þá hefur flokkurinn einnig ráðist í miklar breytingar á réttarkerfi Póllands. Svo miklar reyndar að Evrópusambandið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að réttarríkinu standi ógn af aðgerðum flokksins og hefur beitt viðurlögum gegn Póllandi vegna þeirra. Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. Lög og Réttlæti hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Var það í fyrsta skipti frá falli Kommúnismans sem stjórnmálaflokkur hlaut hreinan meirihluta þingsæta eftir pólskar kosningar. AP greinir frá. Nú er komið að lokum þess kjörtímabils en ekki er talið að flokkurinn haldi þessu háa fylgi. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum dögum í Póllandi gera ráð fyrir 40-45% fylgi, sem bendir til afgerandi kosningasigurs Kaczynski og forsætisráðherrans Mateusz Morawiecki sem hefur tók við embætti af Beötu Szydlo ári eftir þingkosningarnar 2015. Pólska þingið skiptist í tvær deildir, 460 sæta neðri deild, Sejm, og 100 manna öldungadeild. Kosið er til beggja deilda í dag. Nú sitja meðlimir Laga og Réttlætis í 235 sætum í Sejm og í 61 sæti i Öldungadeildinni.Talinn leita til PSL og Konfederacja Búist er við því að næst stærsti flokkurinn verði, sem fyrr Borgaraflokkurinn sem mælst hefur með rúmlega 25% fylgi. Kosningabandalag þriggja vinstri flokka hefur mælst með fylgi undir 15%. Búist er við því að ef Lögum og Réttlæti takist ekki að halda meirihluta sínum, muni flokkurinn leita til smáflokka á borð við PSL og Konfederacja. Síðarnefndi flokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir andstöðu gegn gyðingum og skoðanir á samkynhneigðum. Þrátt fyrir miklar vinsældir á meðal kjósenda í Póllandi hefur flokkurinn Lög og Réttlæti verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnur sínar, bæði heima og erlendis. Rétt eins og Konfederacja hefur flokkurinn verið í andstöðu við réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur sagt baráttuna vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þá hefur flokkurinn einnig ráðist í miklar breytingar á réttarkerfi Póllands. Svo miklar reyndar að Evrópusambandið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að réttarríkinu standi ógn af aðgerðum flokksins og hefur beitt viðurlögum gegn Póllandi vegna þeirra.
Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45
Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50