Afneitun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. október 2019 13:00 Umhverfisstofnun birti nýlega yfirlýsingu á vef sínum þar sem áréttað var að loftslagsbreytingar væru staðreynd og að áhrifin yrðu alvarleg yrði ekki gripið í taumana. Stofnun eins og þessi ætti ekki að þurfa að senda frá sér slíka yfirlýsingu. Við lifum í upplýstu þjóðfélagi þar sem tekið er mark á niðurstöðum vísindamanna um loftslagsmál. Við erum ekki þjóð sem afneitar þeim vegna þess að þær þykja óþægilegar og raska þeirri heimsmynd sem við viljum búa við. Eða hvað? Fyrrnefnd yfirlýsing er áminning um að í okkar litla þjóðfélagi hefur hreiðrað um sig hópur afneitunarsinna í loftslagsmálum. Þeir grípa öll hálmstrá til að geta haldið málflutningi sínum á lofti. Sumir í þessum hópi gera það af því að fyrir einhverjum árum ákváðu þeir að tal um loftslagsbreytingar af mannavöldum væri eitt af þeim vitlausu málum sem vinstri menn og þeirra nótar hefðu tekið upp á sína arma. Þessi hópur manna kann illa við að hafa rangt fyrir sér og finnst niðurlægjandi að viðurkenna að skoðun þeirra hafi verið kolröng. Einhverjir klóra í bakkann og segja eitthvað á þessa leið: „Við sögðum aldrei að loftslagsbreytingar væru ekki af mannavöldum. Við vorum allan tímann að vara við öfgum í umræðunni.“ Ekki sjá þeir ástæðu til að nefna hvaða öfgum þeir hafi allan tímann verið að mótmæla. Staðreyndin er sú að þeir vilja ekki lengur muna hvað þeir sögðu og vonast til að aðrir muni það ekki orðrétt. Í þeirra huga skiptir öllu að bjarga egóinu. Þeir höfðu rangt fyrir sér, héldu áfram að hafa rangt fyrir sér og hafa enn rangt fyrir sér. Þessum hópi manna hefur örugglega hlýnað verulega um hjartarætur þegar um 500 manns, að stórum hluta verkfræðingar, hagfræðingar og viðskiptamenn, settu nýlega nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Þarna átti að vera enn ein sönnun þess að vísindamenn væru ósammála um að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Litlu skipti þótt þeir sem lagt höfðu nafn sitt við þetta plagg hefðu enga sérþekkingu á loftslagsvísindum. Öllum afneitunarsinnum er tekið fagnandi og slengt á þá vísindastimpli ef það hentar málstaðnum. Langflestir gera sér grein fyrir hættunni sem mannkynið hefur kallað yfir sig með kæruleysislegri umgengni um jörðina. Á þessa vá verður ekki nægilega oft minnst. Það er því fagnaðarefni hversu mikla athygli bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, hefur vakið. Hann naut ráðgjafar færustu vísindamanna í verki sem ber með sér að höfundurinn hefur lagt í það alla sína krafta og hugvit. Útkoman er bæði glæsileg og sannfærandi. Afneitunarsinnar fá örugglega óbragð í munninn þegar minnst er á þessa bók, en aðrir hljóta að fagna því að þjóðin á framsýnan rithöfund sem hikar hvergi við að minna á að við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og vonað að hlutir lagist. Við þurfum að bregðast við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisstofnun birti nýlega yfirlýsingu á vef sínum þar sem áréttað var að loftslagsbreytingar væru staðreynd og að áhrifin yrðu alvarleg yrði ekki gripið í taumana. Stofnun eins og þessi ætti ekki að þurfa að senda frá sér slíka yfirlýsingu. Við lifum í upplýstu þjóðfélagi þar sem tekið er mark á niðurstöðum vísindamanna um loftslagsmál. Við erum ekki þjóð sem afneitar þeim vegna þess að þær þykja óþægilegar og raska þeirri heimsmynd sem við viljum búa við. Eða hvað? Fyrrnefnd yfirlýsing er áminning um að í okkar litla þjóðfélagi hefur hreiðrað um sig hópur afneitunarsinna í loftslagsmálum. Þeir grípa öll hálmstrá til að geta haldið málflutningi sínum á lofti. Sumir í þessum hópi gera það af því að fyrir einhverjum árum ákváðu þeir að tal um loftslagsbreytingar af mannavöldum væri eitt af þeim vitlausu málum sem vinstri menn og þeirra nótar hefðu tekið upp á sína arma. Þessi hópur manna kann illa við að hafa rangt fyrir sér og finnst niðurlægjandi að viðurkenna að skoðun þeirra hafi verið kolröng. Einhverjir klóra í bakkann og segja eitthvað á þessa leið: „Við sögðum aldrei að loftslagsbreytingar væru ekki af mannavöldum. Við vorum allan tímann að vara við öfgum í umræðunni.“ Ekki sjá þeir ástæðu til að nefna hvaða öfgum þeir hafi allan tímann verið að mótmæla. Staðreyndin er sú að þeir vilja ekki lengur muna hvað þeir sögðu og vonast til að aðrir muni það ekki orðrétt. Í þeirra huga skiptir öllu að bjarga egóinu. Þeir höfðu rangt fyrir sér, héldu áfram að hafa rangt fyrir sér og hafa enn rangt fyrir sér. Þessum hópi manna hefur örugglega hlýnað verulega um hjartarætur þegar um 500 manns, að stórum hluta verkfræðingar, hagfræðingar og viðskiptamenn, settu nýlega nafn sitt við alþjóðlega yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Þarna átti að vera enn ein sönnun þess að vísindamenn væru ósammála um að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum. Litlu skipti þótt þeir sem lagt höfðu nafn sitt við þetta plagg hefðu enga sérþekkingu á loftslagsvísindum. Öllum afneitunarsinnum er tekið fagnandi og slengt á þá vísindastimpli ef það hentar málstaðnum. Langflestir gera sér grein fyrir hættunni sem mannkynið hefur kallað yfir sig með kæruleysislegri umgengni um jörðina. Á þessa vá verður ekki nægilega oft minnst. Það er því fagnaðarefni hversu mikla athygli bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, hefur vakið. Hann naut ráðgjafar færustu vísindamanna í verki sem ber með sér að höfundurinn hefur lagt í það alla sína krafta og hugvit. Útkoman er bæði glæsileg og sannfærandi. Afneitunarsinnar fá örugglega óbragð í munninn þegar minnst er á þessa bók, en aðrir hljóta að fagna því að þjóðin á framsýnan rithöfund sem hikar hvergi við að minna á að við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og vonað að hlutir lagist. Við þurfum að bregðast við.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar