„Sorglegt að þetta geti farið svona“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. október 2019 10:00 Útlit er fyrir að skortur verði á sæbjúgu á þessu fiskveiðiári. mynd/aðsend Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf. segir stefnu stjórnvalda vegna sæbjúgnaveiða vera að fella iðnaðinn. Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu um 60%. Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp á þriðja tug starfsmanna í sumar til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á sæbjúgu sem er meginundirstaðan í vinnslu fyrirtækisins.Sjá einnig: Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn „Staðan er ekki björt framundan. Miðað við óbreytt ástand þá standa uppsagnirnar því miður. Við erum ekki að sjá fram á það að við náum að finna hráefni í vinnsluna til að halda fólki í vinnu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Nú sé búið að veiða tæplega 70% af úthlutuðum afla fyrir þetta fiskveiðiár og fiskveiðiárið sé tiltölulega nýbyrjað. „Sæbjúgun verða búin, ef ekkert er gert, þá verður það búið bara eftir mánuð,“ segir Ólafur.Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp 21 starfsmanni í haust til að bregðast við.mynd/aðsendÞað þýðir að markaðurinn gæti verið hráefnislaus í níu mánuði sem getur að sögn Ólafs gert út af við stöðu fyrirtækisins á erlendum markaði. Yfir þúsund tegundir séu af sæbjúgu í heiminum og viðskiptavinir á erlendum mörkuðum verði eflaust ekki lengi að leita annað þegar sæbjúga frá Íslandi verður ekki lengur fáanleg. Kínamarkaður vegur þar þyngst.Þingnefnd krefur Hafró um svör Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að ákvörðun stofnunarinnar hafi, að því er virðist, verið illa rökstudd og því vilji nefndarmenn fá frekari skýringar á því á hvaða forsendum var skorið svo svo mikið. Miklir hagsmunir séu í húfi. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í lok ágúst var áréttað að breytingarnar hafi verið gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. „Við höfum talað fyrir því að sæbjúgun séu rannsökuð. Við höfum kallað eftir því í mörg ár að það sé lögð einhver vinna í að rannsaka sæbjúgu þannig að Hafró viti eitthvað um sæbjúgu en staðan er bara sú að þeir hafa ekki verið að rannsaka sæbjúgun,“ segir Ólafur. „Það er á mjög veikum grunni sem að þeir ákveða þessar skerðingar.“ Sæbjúgan er að stórum hluta flutt út til Kína.mynd/aðsendEkki sé þó alfarið við Hafrannsóknarstofnun að sakast sem reiði sig á fjármagn frá hinu opinbera til að geta stundað rannsóknir. Þeir sem starfi í greininni vilji geta viðhaldið veiðunum og tegundinni. Það sé engum í hag að tegundin þurrkist út en veiðarnar þurfi líka að vera sjálfbærar markaðslega og því hefði að mati Ólafs átt að skera frekar niður í litlum skrefum þar til nákvæmari rannsóknir væru til grundvallar. „Ég get ekki skilið það þegar hið opinbera þegar það eru þeir sem eru að leggja okkur stólinn fyrir dyrnar og í rauninni bara fella iðnaðinn,“ segir Ólafur.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER. Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf. segir stefnu stjórnvalda vegna sæbjúgnaveiða vera að fella iðnaðinn. Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu um 60%. Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp á þriðja tug starfsmanna í sumar til að bregðast við fyrirsjáanlegum skorti á sæbjúgu sem er meginundirstaðan í vinnslu fyrirtækisins.Sjá einnig: Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn „Staðan er ekki björt framundan. Miðað við óbreytt ástand þá standa uppsagnirnar því miður. Við erum ekki að sjá fram á það að við náum að finna hráefni í vinnsluna til að halda fólki í vinnu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Nú sé búið að veiða tæplega 70% af úthlutuðum afla fyrir þetta fiskveiðiár og fiskveiðiárið sé tiltölulega nýbyrjað. „Sæbjúgun verða búin, ef ekkert er gert, þá verður það búið bara eftir mánuð,“ segir Ólafur.Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði upp 21 starfsmanni í haust til að bregðast við.mynd/aðsendÞað þýðir að markaðurinn gæti verið hráefnislaus í níu mánuði sem getur að sögn Ólafs gert út af við stöðu fyrirtækisins á erlendum markaði. Yfir þúsund tegundir séu af sæbjúgu í heiminum og viðskiptavinir á erlendum mörkuðum verði eflaust ekki lengi að leita annað þegar sæbjúga frá Íslandi verður ekki lengur fáanleg. Kínamarkaður vegur þar þyngst.Þingnefnd krefur Hafró um svör Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir í samtali við Vísi að ákvörðun stofnunarinnar hafi, að því er virðist, verið illa rökstudd og því vilji nefndarmenn fá frekari skýringar á því á hvaða forsendum var skorið svo svo mikið. Miklir hagsmunir séu í húfi. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í lok ágúst var áréttað að breytingarnar hafi verið gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. „Við höfum talað fyrir því að sæbjúgun séu rannsökuð. Við höfum kallað eftir því í mörg ár að það sé lögð einhver vinna í að rannsaka sæbjúgu þannig að Hafró viti eitthvað um sæbjúgu en staðan er bara sú að þeir hafa ekki verið að rannsaka sæbjúgun,“ segir Ólafur. „Það er á mjög veikum grunni sem að þeir ákveða þessar skerðingar.“ Sæbjúgan er að stórum hluta flutt út til Kína.mynd/aðsendEkki sé þó alfarið við Hafrannsóknarstofnun að sakast sem reiði sig á fjármagn frá hinu opinbera til að geta stundað rannsóknir. Þeir sem starfi í greininni vilji geta viðhaldið veiðunum og tegundinni. Það sé engum í hag að tegundin þurrkist út en veiðarnar þurfi líka að vera sjálfbærar markaðslega og því hefði að mati Ólafs átt að skera frekar niður í litlum skrefum þar til nákvæmari rannsóknir væru til grundvallar. „Ég get ekki skilið það þegar hið opinbera þegar það eru þeir sem eru að leggja okkur stólinn fyrir dyrnar og í rauninni bara fella iðnaðinn,“ segir Ólafur.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.
Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira