Landþörf samgangna í Reykjavík Hilmar Þór Björnsson skrifar 10. október 2019 22:00 Þó að mikið hafi verið rætt undanfarið um fyrirferð einkabílsins í borgarlandslaginu hefur ekki komið fram hve mikil fyrirferðin er. Hvað samgöngumannvirkin taka mikið pláss. Þetta var skoðað sérstaklega fyrir 15 árum og borið saman rými einkabílsins í ýmsum hverfum Reykjavíkurborgar og sett í samhengi við fjölda íbúða í hverfunum. Í örstuttu máli mátti skilja að skipulagsyfirvöld og ráðgjafar þeirra hefðu álitið landið nánast ókeypis. Árið 2004 þöktu samgöngumannvirkin 48% af borgarlandinu og byggð svæði nokkuð minna eða 42%. Það sem út af stendur eru 10% sem eru opin svæði. Þetta gildir fyrir borgina í heild. Ef nýju svæðin austan Elliðaáa eru skoðuð sérstaklega þá er staðan sú að 51% af borgarlandinu er ráðstafað fyrir samgöngumannvirkin og aðeins 35% voru undir byggð svæði og 14% undir opin svæði. Þegar einstök hverfi eru skoðuð og fermetrar samgangna á hverja íbúð bornir saman í hverfunum er munurinn gríðarlegur. Til að mynda eru 68 fermetrar samgöngumannvirkja á hverja íbúð í Vesturbænum sunnan Hringbrautar sem ekki virðist sérlega þéttur. Í Grafarholti fara 259 fermetrar í gatnakerfið fyrir hverja íbúð og 322 fermetrar á íbúð í Staðahverfi. Innra gatnakerfi Staðahverfis er samkvæmt skýrslunni fimm sinnum umfangsmeira en í Vesturbænum og tíu sinnum umfangsmeira en í Heimahverfinu svo dæmi séu tekin.Skýrsludrögin sem heita „Landþörf samgangna“ eru frá því í lok árs 2004 og voru unnin undir stjórn Haraldar Sigurðssonar skipulagsfræðings, sem er einn nokkurra frábærra starfsmanna umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Haraldur var síðar verkefnisstjóri vegna endurskoðunar aðalskipulagsins sem nú er í gildi, AR2010-2030. Það leikur ekki vafi á því í mínum huga að þessi könnun á landþörf samgangna hefur haft veruleg áhrif til góðs í allri þeirri vinnu. Maður veltir fyrir sér af hverju borgarskipulagið og ráðgjafar þess hafi ekki gert sér grein fyrir allri þeirri sóun sem lá fyrir í skipulagsvinnunni á árunum upp úr 1990 og flestum var ljós löngu áður en skýrsludrög Haraldar og félaga lágu fyrir. Það vissu þetta allir. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af þessu en þá, að skipulag borgarinnar hafi verið óvistvænt og dýrt. Skýrsludrögin segja okkur það og það þarf ekki annað en að horfa á umferðina í þessari litlu borg til að sjá að eitthvað hefur farið úrskeiðis í skipulagsmálunum. En það eru einmitt skipulagsákvarðanir sem eru helstu orsök umferðarvandans. Vanreifaðar skipulagsákvarðanir kosta okkur óhemju fé til umferðarmála. Miklabraut í stokk er dæmi um það. Hvað ætli það séu margar 126 þúsund manna borgir í heiminum sem eru með 1,7 km langan stokk fyrir innanbæjarumferð? En það birti til með AR2010-2030 sem stefnir til betri vegar. Ljóst er að það markmið að hægja á útþenslu byggðar á höfuðborgarsvæðinu er skynsamlegt en það næst ekki nema með öflugu almenningssamgöngukerfi en þó fyrst og fremst með markvissu skipulagi. Dreifðar borgir þar sem notkun einkabílsins er forsenda búsetunnar leiða til lakari lífsgæða, hærri framfærslukostnaðar og margfalds samgöngukostnaðar. Einkabílisminn stuðlar að styttri líftíma, meiri hættu á lífsstílssjúkdómum vegna hreyfingarleysis að ekki sé talað um þátt hans í hlýnun jarðar. Það mikilvægasta er svo að hann dregur úr öllu götulífi, lífinu milli húsanna, félagslegum samskiptum og gerir borgirnar oftast leiðinlegri. Það er því í fullkomnu samræmi við umræðuna sem er áberandi um allan heim um útþenslu borganna, að skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu séu að reyna að stemma stigu við útþenslu byggðar. Fyrirbærið er kallað „Urban Sprawl – the uncontrolled expansion of urban areas“, ef einhver vill gúggla þetta. En menn eru víðast að tala um að hafa stjórn á þenslunni – ekki stöðva hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hilmar Þór Björnsson Samgöngur Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Þó að mikið hafi verið rætt undanfarið um fyrirferð einkabílsins í borgarlandslaginu hefur ekki komið fram hve mikil fyrirferðin er. Hvað samgöngumannvirkin taka mikið pláss. Þetta var skoðað sérstaklega fyrir 15 árum og borið saman rými einkabílsins í ýmsum hverfum Reykjavíkurborgar og sett í samhengi við fjölda íbúða í hverfunum. Í örstuttu máli mátti skilja að skipulagsyfirvöld og ráðgjafar þeirra hefðu álitið landið nánast ókeypis. Árið 2004 þöktu samgöngumannvirkin 48% af borgarlandinu og byggð svæði nokkuð minna eða 42%. Það sem út af stendur eru 10% sem eru opin svæði. Þetta gildir fyrir borgina í heild. Ef nýju svæðin austan Elliðaáa eru skoðuð sérstaklega þá er staðan sú að 51% af borgarlandinu er ráðstafað fyrir samgöngumannvirkin og aðeins 35% voru undir byggð svæði og 14% undir opin svæði. Þegar einstök hverfi eru skoðuð og fermetrar samgangna á hverja íbúð bornir saman í hverfunum er munurinn gríðarlegur. Til að mynda eru 68 fermetrar samgöngumannvirkja á hverja íbúð í Vesturbænum sunnan Hringbrautar sem ekki virðist sérlega þéttur. Í Grafarholti fara 259 fermetrar í gatnakerfið fyrir hverja íbúð og 322 fermetrar á íbúð í Staðahverfi. Innra gatnakerfi Staðahverfis er samkvæmt skýrslunni fimm sinnum umfangsmeira en í Vesturbænum og tíu sinnum umfangsmeira en í Heimahverfinu svo dæmi séu tekin.Skýrsludrögin sem heita „Landþörf samgangna“ eru frá því í lok árs 2004 og voru unnin undir stjórn Haraldar Sigurðssonar skipulagsfræðings, sem er einn nokkurra frábærra starfsmanna umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Haraldur var síðar verkefnisstjóri vegna endurskoðunar aðalskipulagsins sem nú er í gildi, AR2010-2030. Það leikur ekki vafi á því í mínum huga að þessi könnun á landþörf samgangna hefur haft veruleg áhrif til góðs í allri þeirri vinnu. Maður veltir fyrir sér af hverju borgarskipulagið og ráðgjafar þess hafi ekki gert sér grein fyrir allri þeirri sóun sem lá fyrir í skipulagsvinnunni á árunum upp úr 1990 og flestum var ljós löngu áður en skýrsludrög Haraldar og félaga lágu fyrir. Það vissu þetta allir. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af þessu en þá, að skipulag borgarinnar hafi verið óvistvænt og dýrt. Skýrsludrögin segja okkur það og það þarf ekki annað en að horfa á umferðina í þessari litlu borg til að sjá að eitthvað hefur farið úrskeiðis í skipulagsmálunum. En það eru einmitt skipulagsákvarðanir sem eru helstu orsök umferðarvandans. Vanreifaðar skipulagsákvarðanir kosta okkur óhemju fé til umferðarmála. Miklabraut í stokk er dæmi um það. Hvað ætli það séu margar 126 þúsund manna borgir í heiminum sem eru með 1,7 km langan stokk fyrir innanbæjarumferð? En það birti til með AR2010-2030 sem stefnir til betri vegar. Ljóst er að það markmið að hægja á útþenslu byggðar á höfuðborgarsvæðinu er skynsamlegt en það næst ekki nema með öflugu almenningssamgöngukerfi en þó fyrst og fremst með markvissu skipulagi. Dreifðar borgir þar sem notkun einkabílsins er forsenda búsetunnar leiða til lakari lífsgæða, hærri framfærslukostnaðar og margfalds samgöngukostnaðar. Einkabílisminn stuðlar að styttri líftíma, meiri hættu á lífsstílssjúkdómum vegna hreyfingarleysis að ekki sé talað um þátt hans í hlýnun jarðar. Það mikilvægasta er svo að hann dregur úr öllu götulífi, lífinu milli húsanna, félagslegum samskiptum og gerir borgirnar oftast leiðinlegri. Það er því í fullkomnu samræmi við umræðuna sem er áberandi um allan heim um útþenslu borganna, að skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu séu að reyna að stemma stigu við útþenslu byggðar. Fyrirbærið er kallað „Urban Sprawl – the uncontrolled expansion of urban areas“, ef einhver vill gúggla þetta. En menn eru víðast að tala um að hafa stjórn á þenslunni – ekki stöðva hana.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun