Vilja fjölga farþegum strætó Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 20:00 Vonast er til þess að farþegum strætó fjölgi með tilkomu nýs leiðarnets sem var kynnt í gær. Framkvæmdastjóri Strætó segir að með nýja kerfinu gæti orðið fljótlegra að ferðast með strætó en á einkabílnum. Strætó óskar eftir aðkomu almennings við mótun nýs leiðanets en breytingar eru framundan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. „Helstu breytingarnar kannski í þessu leiðaneti eru meiri tíðni, öflugri stofnleiðir og síðan almennar leiðir sem að flæða inn á þetta. Svo er náttúrlega hugmyndin að þetta renni bara inn í borgarlínuna þegar hún verður tilbúin í þeim áföngum sem hún kemur inn,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Sjá einnig: Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Á helstu stofnleiðum er gert ráð fyrir að strætó aki á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma. Aðrar leiðir aka á 15 mínútna fresti á annatíma en 20 til 30 mínútna fresti þess utan. „Þegar að sérrýmin eru komin öll til framkvæmda þá erum við að tala um að þetta sé bara jafnvel styttra en bíllinn en svona almennt eru almenningssamgöngur örlítið lengri,“ segir Jóhannes og vísar þar til ferðatímans. Samkvæmt fyrstu hugmyndum um nýtt leiðanet munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð þar sem ferðir eru tíðari, þ.e. frá svokölluðum stofnbrautum. Sá tími sem það tekur að ganga að næstu stoppistöð kann þó að lengjast. „Við höfum svolítið haft hérna á höfuðborgarsvæðinu svokallað þekjandi kerfi þar sem fólk þarf ekki að labba mjög langt til að ná í strætó. Það hefur aftur á móti bitnað á tíðninni og hún er þá verri heldur en við vildum hafa þannig að það hefur verið svolítið að ryðja sér til rúms að fólk labbi örlítið lengra en komist þá fljótar á áfangastað,“ segir Jóhannes. Gert er ráð fyrir að nýja leiðanetið verði tekið í notkun í áföngum. „Við erum svona að kalla eftir ábendingum frá almenningi og svona leiðanet í smíði, hún tekur langan tíma.“ Samgöngur Strætó Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Vonast er til þess að farþegum strætó fjölgi með tilkomu nýs leiðarnets sem var kynnt í gær. Framkvæmdastjóri Strætó segir að með nýja kerfinu gæti orðið fljótlegra að ferðast með strætó en á einkabílnum. Strætó óskar eftir aðkomu almennings við mótun nýs leiðanets en breytingar eru framundan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. „Helstu breytingarnar kannski í þessu leiðaneti eru meiri tíðni, öflugri stofnleiðir og síðan almennar leiðir sem að flæða inn á þetta. Svo er náttúrlega hugmyndin að þetta renni bara inn í borgarlínuna þegar hún verður tilbúin í þeim áföngum sem hún kemur inn,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Sjá einnig: Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Á helstu stofnleiðum er gert ráð fyrir að strætó aki á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma. Aðrar leiðir aka á 15 mínútna fresti á annatíma en 20 til 30 mínútna fresti þess utan. „Þegar að sérrýmin eru komin öll til framkvæmda þá erum við að tala um að þetta sé bara jafnvel styttra en bíllinn en svona almennt eru almenningssamgöngur örlítið lengri,“ segir Jóhannes og vísar þar til ferðatímans. Samkvæmt fyrstu hugmyndum um nýtt leiðanet munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð þar sem ferðir eru tíðari, þ.e. frá svokölluðum stofnbrautum. Sá tími sem það tekur að ganga að næstu stoppistöð kann þó að lengjast. „Við höfum svolítið haft hérna á höfuðborgarsvæðinu svokallað þekjandi kerfi þar sem fólk þarf ekki að labba mjög langt til að ná í strætó. Það hefur aftur á móti bitnað á tíðninni og hún er þá verri heldur en við vildum hafa þannig að það hefur verið svolítið að ryðja sér til rúms að fólk labbi örlítið lengra en komist þá fljótar á áfangastað,“ segir Jóhannes. Gert er ráð fyrir að nýja leiðanetið verði tekið í notkun í áföngum. „Við erum svona að kalla eftir ábendingum frá almenningi og svona leiðanet í smíði, hún tekur langan tíma.“
Samgöngur Strætó Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira