Öfundsýki eða innblástur? Þitt er valið Friðrik Agni skrifar 10. október 2019 12:06 Af gefnu tilefni og umræðum síðustu daga: Sleppum samanburðinum og eltumst við okkar eigið líf! Ég skoða mikið af svona uppbyggjandi síðum á samfélagsmiðlum ásamt því að vera með Friðrik Agni síðuna og það virðist vera sem að megininntak skilaboða á mörgum innleggjum þessa dagana sé það sama: Afbrýðisemi og samkeppni á milli fólks. Semsagt fjalla þau um að við ættum að hætta að bera okkur saman alltaf hreint og hætta að finna til afbrýðisemi gagnvart hvort öðru. Eitt innleggið var á þennan veg: Þú verður að hunsa það sem allir aðrir eru að gera og áorka. Lífið þitt snýst um að brjóta niður þína eigin veggi og takmarkanir til að geta orðið besta útgáfan af sjálfri/um þér. Þú ert ekki í keppni við neinn. Reyndu að skara fram úr fortíðinni þinni - ekki öðru fólki. - Höf. ókunnugur. Þetta hittir örugglega eitthvað í mark er það ekki? En það er eins og við þurfum stöðugt að minna okkur á að bara vera við. Eitthvað sem ætti að vera svo eðlilegt. Ég hugsa að mörg okkar séum sek um að einblína á hvað aðrir eru að gera í stað þess að setja fókusinn á okkur sjálf. Við lifum fyrir okkur og engan annann. Með því að einblína alltaf á aðra þá erum við líka að stuðla að samkeppni á milli okkar og ýta undir gremju og öfund. Afbrýðisemi er að mínu mati eitruð tilfinning sem þjónar engum tilgangi. Manneskjan sem þú ert að öfunda finnur ekkert fyrir því og er sennilega bara að lifa sínu lífi og þú ert bara að grafa þig í einhverja holu. Og hver vill hanga í einhverri gryfju biturleika einn síns liðs? Ekki ég. Með því að sleppa tökunum á stöðugum samanburði þá erum við um leið að sleppa takinu af þessari afbrýðisemi. Við getum einblínt okkur að okkar eigin markmiðum. Það getur hins vegar stundum reynst erfitt að sleppa tökunum á þessum samanburði og keppni því við erum stöðugt umkringd sigrum og hæfileikum annarra, eins og á samfélagsmiðlum. Það deila flestir sigursögum, smá monti eða ástinni þar. En ekki hvað? Hver nennir að lesa um hve lífið er ömurlegt. Því við vitum það öll að lífið getur verið ömurlegt inn á milli. Við þurfum ekki að vera minna hvort annað á það líka. Þannig þetta er spurning hvernig við bregðumst við. Ég persónulega elska að fylgjast með og umkringja mig duglegu og hæfileikaríku fólki. Mér finnst það hvetjandi. Þegar einhver náinn mér fær frábært tækifæri í einhverju sem hann eða hún hefur unnið lengi að, jafnvel þó ég vilji það sama að þá er það svo ótrúlega góð tilfinning að samgleðjast. Og líka að minna sig á að fyrst þetta gerðist fyrir þessa manneskju þá get ég þetta líka. Nú þarf ég bara að læra, þróa og prófa mig áfram. Við erum öll á okkar eigin tímalínu. MINN TÍMI MUN KOMA sagði ein þekkt Jóhanna einu sinni. Lærum að nota velgengis sögur annarra sem innblástur í stað þess að láta þær brjóta okkur niður. Fyrir um sex árum þá lenti ég akkúrat í svona tímabili þar sem varð einhver vendipunktur. Búinn að ganga í gegnum tíma þar sem mér fannst ekkert ganga og allir í kringum mig að fá einhver geggjuð tækifæri sem mér fannst allt eins að ég ætti skilið. Þessi hugsunarháttur er svo rangur. Eitthvað gerðist og ég fór bara meðvitað að brjóta þessa hugsun niður. Og guð hvað það er og hefur verið frelsandi. Því ég áttaði mig líka á að með velgengni vina minna þá hvatti það mig til að vera enn skipulagðari og veitti innblástur. Með því að styðja við aðra, hoppa um borð í þeirra gleðivagn og fagna þeirra sigrum fóru mín eigin hjól að snúast. Ég fann fyrir aukinni einbeitingu á að gera mína hluti vel og eina samkeppnin sem ég á í er við sjálfan mig. Og það er allt í lagi því það heldur mér á tánum og skipulögðum gagnvart mínum markmiðum. Sleppum tökunum á samanburðinum, afbrýðiseminni og gremjunni og finnum kraftinn í okkar eigin lífi. Breytum öfund í innblástur. Því við komumst ekkert áfram á því græna skýi. Ástin yfir og út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Tengdar fréttir Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Af gefnu tilefni og umræðum síðustu daga: Sleppum samanburðinum og eltumst við okkar eigið líf! Ég skoða mikið af svona uppbyggjandi síðum á samfélagsmiðlum ásamt því að vera með Friðrik Agni síðuna og það virðist vera sem að megininntak skilaboða á mörgum innleggjum þessa dagana sé það sama: Afbrýðisemi og samkeppni á milli fólks. Semsagt fjalla þau um að við ættum að hætta að bera okkur saman alltaf hreint og hætta að finna til afbrýðisemi gagnvart hvort öðru. Eitt innleggið var á þennan veg: Þú verður að hunsa það sem allir aðrir eru að gera og áorka. Lífið þitt snýst um að brjóta niður þína eigin veggi og takmarkanir til að geta orðið besta útgáfan af sjálfri/um þér. Þú ert ekki í keppni við neinn. Reyndu að skara fram úr fortíðinni þinni - ekki öðru fólki. - Höf. ókunnugur. Þetta hittir örugglega eitthvað í mark er það ekki? En það er eins og við þurfum stöðugt að minna okkur á að bara vera við. Eitthvað sem ætti að vera svo eðlilegt. Ég hugsa að mörg okkar séum sek um að einblína á hvað aðrir eru að gera í stað þess að setja fókusinn á okkur sjálf. Við lifum fyrir okkur og engan annann. Með því að einblína alltaf á aðra þá erum við líka að stuðla að samkeppni á milli okkar og ýta undir gremju og öfund. Afbrýðisemi er að mínu mati eitruð tilfinning sem þjónar engum tilgangi. Manneskjan sem þú ert að öfunda finnur ekkert fyrir því og er sennilega bara að lifa sínu lífi og þú ert bara að grafa þig í einhverja holu. Og hver vill hanga í einhverri gryfju biturleika einn síns liðs? Ekki ég. Með því að sleppa tökunum á stöðugum samanburði þá erum við um leið að sleppa takinu af þessari afbrýðisemi. Við getum einblínt okkur að okkar eigin markmiðum. Það getur hins vegar stundum reynst erfitt að sleppa tökunum á þessum samanburði og keppni því við erum stöðugt umkringd sigrum og hæfileikum annarra, eins og á samfélagsmiðlum. Það deila flestir sigursögum, smá monti eða ástinni þar. En ekki hvað? Hver nennir að lesa um hve lífið er ömurlegt. Því við vitum það öll að lífið getur verið ömurlegt inn á milli. Við þurfum ekki að vera minna hvort annað á það líka. Þannig þetta er spurning hvernig við bregðumst við. Ég persónulega elska að fylgjast með og umkringja mig duglegu og hæfileikaríku fólki. Mér finnst það hvetjandi. Þegar einhver náinn mér fær frábært tækifæri í einhverju sem hann eða hún hefur unnið lengi að, jafnvel þó ég vilji það sama að þá er það svo ótrúlega góð tilfinning að samgleðjast. Og líka að minna sig á að fyrst þetta gerðist fyrir þessa manneskju þá get ég þetta líka. Nú þarf ég bara að læra, þróa og prófa mig áfram. Við erum öll á okkar eigin tímalínu. MINN TÍMI MUN KOMA sagði ein þekkt Jóhanna einu sinni. Lærum að nota velgengis sögur annarra sem innblástur í stað þess að láta þær brjóta okkur niður. Fyrir um sex árum þá lenti ég akkúrat í svona tímabili þar sem varð einhver vendipunktur. Búinn að ganga í gegnum tíma þar sem mér fannst ekkert ganga og allir í kringum mig að fá einhver geggjuð tækifæri sem mér fannst allt eins að ég ætti skilið. Þessi hugsunarháttur er svo rangur. Eitthvað gerðist og ég fór bara meðvitað að brjóta þessa hugsun niður. Og guð hvað það er og hefur verið frelsandi. Því ég áttaði mig líka á að með velgengni vina minna þá hvatti það mig til að vera enn skipulagðari og veitti innblástur. Með því að styðja við aðra, hoppa um borð í þeirra gleðivagn og fagna þeirra sigrum fóru mín eigin hjól að snúast. Ég fann fyrir aukinni einbeitingu á að gera mína hluti vel og eina samkeppnin sem ég á í er við sjálfan mig. Og það er allt í lagi því það heldur mér á tánum og skipulögðum gagnvart mínum markmiðum. Sleppum tökunum á samanburðinum, afbrýðiseminni og gremjunni og finnum kraftinn í okkar eigin lífi. Breytum öfund í innblástur. Því við komumst ekkert áfram á því græna skýi. Ástin yfir og út.
Áhrifavaldur eða samfélagsmiðlastjarna? Hugleikur Dagsson teiknaði upp mynd um daginn sem lýsir að mínu mati furðulegri þróun áhrifavalda í heimssamfélaginu. 8. október 2019 13:08
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun