Hægri stjórn? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 10. október 2019 10:15 Nýverið slitnaði upp úr kjaraviðræðum ríkis og BSRB og lýsir það vel afstöðu stjórnvalda til þessara lykilstétta hins opinbera. Formaður BSRB sagði meira að segja að þetta sýndi að „ríkið hefur ekki verið í kjarasamningsviðræðum af heilum hug“ sem eru stór orð. Í BSRB eru á þriðja tug þúsunda opinberra starfsmanna og þar af 2/3 konur. BSRB er ekki aðeins stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna heldur einnig stærsta verkalýðssamband kvenna hérlendis. Hugur þessarar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur til ríkisstarfsmanna kemur vel fram í nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Þar stendur svart á hvítu að einungis er gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun. Á sama tíma gerir þetta sama fjárlagafrumvarp ráð fyrir hærri verðbólgu en þessi 3% eru. Fjárlagafrumvarpið þýðir því beinlínis kjararýrnun til opinberra starfsmanna.3% eða 80% Til viðbótar berast fréttir um ótrúlega háar launahækkanir ríkisforstjóra, sem í sumum tilvikum nema 30-80% á 2 árum. Sum þessara launa hækkuðu um heil kennaralaun á mánuði við síðustu hækkun. Nýtt launakerfi tók gildi um áramótin en það hafði í för með sér að tveir af hverjum þremur ríkisforstjórum hækkuðu í launum, allt að 27% í sumum tilvikum. Við síðustu launahækkun voru stjórnendur og ráðuneytin (ráðherrarnir), beinlínis beðin um athugasemdir en við það hækkuðu laun ríkisforstjóranna enn meira. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og þetta gerist þrátt fyrir breytingar á kjararáði sem stjórnarliðar stærra sig af að hafa gert. Hvernig stendur á því að stjórnvöld standa að hækkun launa ríkisforstjóra um 30-80% á sama tíma og kennarar, sjúkraliðar, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningsmenn, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, lögreglumenn, tollverðir og þroskaþjálfarar eiga að fá 3% launahækkun?Verk ríkistjórnarinnar tala Það kristallast í þessari umræðu hvaða hagsmunir verða hér ofan á. Tökum fjögur dæmi. 1. Við höfum ríkisstjórn sem telur fullkomlega eðlilegt að fjármagnstekjuskattur sé lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Og enn einu sinni stefna stjórnvöld á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti. 2. Lækkun bankaskatts er sett í forgang á sama tíma og aðhaldskrafa er sett á sjúkrahús og skóla. 3. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að upphæð veiðileyfagjalda hefur lækkað um 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. 4. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að 5% ríkustu landsmanna eigi svipað af hreinum eignum og hin 95%. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 60% af eigin fé landans. Og núna er það allt í einu heilmikið forgangsmál að lækka erfðafjárskatt. Hagsmuni hverra er verið að verja? Af hverju ganga Vinstri græn ekki einfaldlega í Sjálfstæðisflokkinn? Þetta gerist allt á sama tíma og félagsmenn BHM og BSRB, og sérstaklega kvennastéttirnar, eiga að sitja eftir, því að mati ríkisstjórnarinnar er það víst þeirra að halda uppi hinum meinta stöðugleika hagkerfisins.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Kjaramál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nýverið slitnaði upp úr kjaraviðræðum ríkis og BSRB og lýsir það vel afstöðu stjórnvalda til þessara lykilstétta hins opinbera. Formaður BSRB sagði meira að segja að þetta sýndi að „ríkið hefur ekki verið í kjarasamningsviðræðum af heilum hug“ sem eru stór orð. Í BSRB eru á þriðja tug þúsunda opinberra starfsmanna og þar af 2/3 konur. BSRB er ekki aðeins stærstu heildarsamtök opinberra starfsmanna heldur einnig stærsta verkalýðssamband kvenna hérlendis. Hugur þessarar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur til ríkisstarfsmanna kemur vel fram í nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Þar stendur svart á hvítu að einungis er gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun. Á sama tíma gerir þetta sama fjárlagafrumvarp ráð fyrir hærri verðbólgu en þessi 3% eru. Fjárlagafrumvarpið þýðir því beinlínis kjararýrnun til opinberra starfsmanna.3% eða 80% Til viðbótar berast fréttir um ótrúlega háar launahækkanir ríkisforstjóra, sem í sumum tilvikum nema 30-80% á 2 árum. Sum þessara launa hækkuðu um heil kennaralaun á mánuði við síðustu hækkun. Nýtt launakerfi tók gildi um áramótin en það hafði í för með sér að tveir af hverjum þremur ríkisforstjórum hækkuðu í launum, allt að 27% í sumum tilvikum. Við síðustu launahækkun voru stjórnendur og ráðuneytin (ráðherrarnir), beinlínis beðin um athugasemdir en við það hækkuðu laun ríkisforstjóranna enn meira. Þetta gerist á vakt Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og þetta gerist þrátt fyrir breytingar á kjararáði sem stjórnarliðar stærra sig af að hafa gert. Hvernig stendur á því að stjórnvöld standa að hækkun launa ríkisforstjóra um 30-80% á sama tíma og kennarar, sjúkraliðar, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningsmenn, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, lögreglumenn, tollverðir og þroskaþjálfarar eiga að fá 3% launahækkun?Verk ríkistjórnarinnar tala Það kristallast í þessari umræðu hvaða hagsmunir verða hér ofan á. Tökum fjögur dæmi. 1. Við höfum ríkisstjórn sem telur fullkomlega eðlilegt að fjármagnstekjuskattur sé lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Og enn einu sinni stefna stjórnvöld á að verja fjármagnseigendur, einn hópa, gegn komandi verðbólguskoti. 2. Lækkun bankaskatts er sett í forgang á sama tíma og aðhaldskrafa er sett á sjúkrahús og skóla. 3. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að upphæð veiðileyfagjalda hefur lækkað um 40% síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. 4. Við erum með ríkisstjórn sem finnst fullkomlega eðlilegt að 5% ríkustu landsmanna eigi svipað af hreinum eignum og hin 95%. Ríkustu 10% Íslendinganna eiga um 60% af eigin fé landans. Og núna er það allt í einu heilmikið forgangsmál að lækka erfðafjárskatt. Hagsmuni hverra er verið að verja? Af hverju ganga Vinstri græn ekki einfaldlega í Sjálfstæðisflokkinn? Þetta gerist allt á sama tíma og félagsmenn BHM og BSRB, og sérstaklega kvennastéttirnar, eiga að sitja eftir, því að mati ríkisstjórnarinnar er það víst þeirra að halda uppi hinum meinta stöðugleika hagkerfisins.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun