Séu undir það búnir að verðhækkunum linni Hörður Ægisson skrifar 10. október 2019 07:00 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/vilhelm Aðilar á atvinnuhúsnæðismarkaði og lánveitendur verða að vera undir það búnir að viðvarandi verðhækkunum linni fyrr en síðar. Nokkur hætta er á að það skapist offramboð sem muni hafa í för með sér verðlækkanir. Sú hætta er hins vegar enn sem komið er að mestu takmörkuð við hótel og gistiheimili. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýju riti Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn kynnti í gær. Samanlagt námu útlán bankanna til fasteignafélaga og byggingargeirans um 20 prósentum af útlánum til viðskiptavina í lok ágúst. Vöxtur í útlánum til fasteignafélaga, sem hafa aukist mikið síðustu ár, fór minnkandi í lok síðasta árs en í byggingageiranum hefur lánavöxturinn verið mikill að undanförnu og nemur um 16 prósentum á síðustu tólf mánuðum. Verðlag at vinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað áfram á liðnum mánuðum og í lok annars ársfjórðungs hafði verðvísitala atvinnuhúsnæðis hækkað um tæplega 15 prósent að raungildi á milli ára. Vísitalan er nú töluvert yfir langtímaleitni, að því er fram kemur í ritinu, og hefur hækkað hlutfallslega mikið miðað við tengdar hagstærðir, svo sem landsframleiðslu og byggingarkostnað. Á það er bent í riti Seðlabankans að bankarnir eigi mikið undir stöðugleika og hagstæðri verðþróun á markaðnum. Vegna langvarandi verðhækkana og á markaði hafa verðhlutföll útlána þeirra með veði í atvinnuhúsnæði farið lækkandi. „Dvínandi vöxtur eftirspurnar og vaxandi framboð benda hins vegar til þess að leiguverð atvinnuhúsnæðis geti staðnað eða jafnvel lækkað eitthvað á næstu misserum,“ segir í ritinu. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, bendir á það í formála ritsins að vísbendingar séu um að velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman og að sölutími hafi lengst en á sama tíma hefur framboð aukist. Samhliða fjölgun nýbygginga hefur dregið úr skammtímaútleigu íbúða á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna. Offramboð og lækkun nafnverðs gætu fylgt í kjölfarið. Í því felst áhætta fyrir fjármálakerfið. „Lánastofnanir þurfa að búa sig undir að nýbyggingar seljist hægt, veðsetningarhlutföll fasteignaveðlána hækki og útlánatöp vegna íbúðarhúsnæðis aukist,“ segir hún og nefnir að tengsl séu á milli stöðu ferðaþjónustu og áhættu á íbúðarog atvinnuhúsnæðismörkuðum. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Aðilar á atvinnuhúsnæðismarkaði og lánveitendur verða að vera undir það búnir að viðvarandi verðhækkunum linni fyrr en síðar. Nokkur hætta er á að það skapist offramboð sem muni hafa í för með sér verðlækkanir. Sú hætta er hins vegar enn sem komið er að mestu takmörkuð við hótel og gistiheimili. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýju riti Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn kynnti í gær. Samanlagt námu útlán bankanna til fasteignafélaga og byggingargeirans um 20 prósentum af útlánum til viðskiptavina í lok ágúst. Vöxtur í útlánum til fasteignafélaga, sem hafa aukist mikið síðustu ár, fór minnkandi í lok síðasta árs en í byggingageiranum hefur lánavöxturinn verið mikill að undanförnu og nemur um 16 prósentum á síðustu tólf mánuðum. Verðlag at vinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað áfram á liðnum mánuðum og í lok annars ársfjórðungs hafði verðvísitala atvinnuhúsnæðis hækkað um tæplega 15 prósent að raungildi á milli ára. Vísitalan er nú töluvert yfir langtímaleitni, að því er fram kemur í ritinu, og hefur hækkað hlutfallslega mikið miðað við tengdar hagstærðir, svo sem landsframleiðslu og byggingarkostnað. Á það er bent í riti Seðlabankans að bankarnir eigi mikið undir stöðugleika og hagstæðri verðþróun á markaðnum. Vegna langvarandi verðhækkana og á markaði hafa verðhlutföll útlána þeirra með veði í atvinnuhúsnæði farið lækkandi. „Dvínandi vöxtur eftirspurnar og vaxandi framboð benda hins vegar til þess að leiguverð atvinnuhúsnæðis geti staðnað eða jafnvel lækkað eitthvað á næstu misserum,“ segir í ritinu. Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, bendir á það í formála ritsins að vísbendingar séu um að velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman og að sölutími hafi lengst en á sama tíma hefur framboð aukist. Samhliða fjölgun nýbygginga hefur dregið úr skammtímaútleigu íbúða á höfuðborgarsvæðinu til ferðamanna. Offramboð og lækkun nafnverðs gætu fylgt í kjölfarið. Í því felst áhætta fyrir fjármálakerfið. „Lánastofnanir þurfa að búa sig undir að nýbyggingar seljist hægt, veðsetningarhlutföll fasteignaveðlána hækki og útlánatöp vegna íbúðarhúsnæðis aukist,“ segir hún og nefnir að tengsl séu á milli stöðu ferðaþjónustu og áhættu á íbúðarog atvinnuhúsnæðismörkuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira