Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2019 23:00 Vindman undirofursti mætti í þinghúsið í Washington til að bera vitni í dag. Hann er sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu. AP/Patrick Semansky Bandarískur hermaður og starfsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sætir nú hörðum árásum bandamanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta í hægrisinnuðum fjölmiðlum vegna vitnisburðar hans sem kemur forsetanum illa. Hann hefur verið sakaður um að vera „njósnari“ vegna uppruna hans án nokkurra sannana. Alexander S. Vindman, undirofursti og starfsmaður þjóðaröryggisráðsins, bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump tilrauna hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing hans í dag. Í skriflegri yfirlýsingu til nefndanna sagði Vindman, sem heyrði frægt símtal Trump og Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu í sumar, að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. „Ég taldi það ekki viðeigandi að krefjast þess að erlend ríkisstjórn rannsakaði bandarískan borgara og ég hafði áhyggjur af afleiðingunum fyrir stuðning bandarísku ríkisstjórnarinnar við Úkraínu,“ sagði Vindman í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Taldi hann þrýsting Trump og náinna bandamanna hans ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna þar sem hann græfi undan þverpólitískri samstöðu bandarískra stjórnmálamanna um stuðning við Úkraínu, lykilbandalagsríki Bandaríkjanna í Austur-Evrópu. Í minnisblaði um símtal Trump og Zelenskíj sem Hvíta húsið sjálft birti í haust mátti lesa að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu um tölvupóstþjón Demókrataflokksins sem Rússar brutust inn í árið 2016. Vindman er fyrsti núverandi starfsmaður Hvíta hússins sem ber vitni í rannsókn þingsins. Það gerði hann þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi að koma í veg fyrir að hann kæmi fyrir nefndirnar og takmarka hvað hann gæti lagt fyrir þær.Talinn njósnari með mætur á Úkraínu Þessi framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Þeir hafa í dag efast um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Vindman fæddist í Úkraínu en flúði með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna þegar hann var þriggja ára gamall. Það notuðu bandamenn Trump sem efnivið í árásir á undirofurstann. Einn viðmælandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar sakaði Vindman þannig óbeint um að vera „njósnara“. Þá sagði Sean Duffy, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Wisconsin, að Vindman væri mögulega „hliðhollur“ Úkraínu frekar en Bandaríkjunum á CNN-fréttastöðinni. Honum væri umhugað um Úkraínu, ekki endilega jafnmikið um Bandaríkin. „Ég held hald að hann hafi mætur á Úkraínu. Hann talar úkraínsku og hann kemur frá landinu og hann vill tryggja að þau séu örugg og frjáls,“ sagði Duffy um Vindman. Trump forseti réðst sjálfur á Vindman á Twitter þar sem hann fullyrti án frekari sannanna að hann væri „Aldrei Trump-vitni“. Forsetinn og bandamenn hans hafa kallað andstæðinga hans innan raða Repúblikanaflokksins „Aldrei Trump-sinna“. Þá hefur samsæriskenningu verið dreift á hægri vængnum um að Vindman hafi gefið úkraínskum stjórnvöldum ráð um hvernig þau ættu að vinna gegn utanríkisstefnu Trump á bak við tjöldin, að sögn New York Times.Árásirnar „skammarlegar“ Nokkrir frammámenn í Repúblikanaflokknum fordæmdu þó árásir á Vindman í dag, sérstaklega þær sem beindust að þjóðrækni hans og ættjarðarást. „Þessi náungi er með Fjólubláa hjartað [orða sem er veitt bandarískum hermönnum sem særast í bardaga]. Ég held að það væru mistök að vega að trúverðugleika hans,“ sagði John Thune, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Suður-Dakóta og næstæðsti leiðtogi flokksins í deildinni. „Það er augljóslega hægt að finna að efninu og það eru til ólíkar túlkarnir á öllu þessu. En ég myndi ekki ráðast á hann persónulega. Hann er föðurlandsvinur,“ sagði Thune. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Wyoming og eldri dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta, sagði það „skammarlegt“ að efast um hollustu Vindman við Bandaríkin eða þjóðrækni hans, að því er kemur fram í frétt Politico. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Bandarískur hermaður og starfsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins sætir nú hörðum árásum bandamanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta í hægrisinnuðum fjölmiðlum vegna vitnisburðar hans sem kemur forsetanum illa. Hann hefur verið sakaður um að vera „njósnari“ vegna uppruna hans án nokkurra sannana. Alexander S. Vindman, undirofursti og starfsmaður þjóðaröryggisráðsins, bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump tilrauna hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing hans í dag. Í skriflegri yfirlýsingu til nefndanna sagði Vindman, sem heyrði frægt símtal Trump og Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu í sumar, að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. „Ég taldi það ekki viðeigandi að krefjast þess að erlend ríkisstjórn rannsakaði bandarískan borgara og ég hafði áhyggjur af afleiðingunum fyrir stuðning bandarísku ríkisstjórnarinnar við Úkraínu,“ sagði Vindman í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Taldi hann þrýsting Trump og náinna bandamanna hans ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna þar sem hann græfi undan þverpólitískri samstöðu bandarískra stjórnmálamanna um stuðning við Úkraínu, lykilbandalagsríki Bandaríkjanna í Austur-Evrópu. Í minnisblaði um símtal Trump og Zelenskíj sem Hvíta húsið sjálft birti í haust mátti lesa að Trump þrýsti ítrekað á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótherja Trump í forsetakosningum á næsta ári, og stoðlausa samsæriskenningu um tölvupóstþjón Demókrataflokksins sem Rússar brutust inn í árið 2016. Vindman er fyrsti núverandi starfsmaður Hvíta hússins sem ber vitni í rannsókn þingsins. Það gerði hann þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi að koma í veg fyrir að hann kæmi fyrir nefndirnar og takmarka hvað hann gæti lagt fyrir þær.Talinn njósnari með mætur á Úkraínu Þessi framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Þeir hafa í dag efast um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Vindman fæddist í Úkraínu en flúði með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna þegar hann var þriggja ára gamall. Það notuðu bandamenn Trump sem efnivið í árásir á undirofurstann. Einn viðmælandi Fox-sjónvarpsstöðvarinnar sakaði Vindman þannig óbeint um að vera „njósnara“. Þá sagði Sean Duffy, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Wisconsin, að Vindman væri mögulega „hliðhollur“ Úkraínu frekar en Bandaríkjunum á CNN-fréttastöðinni. Honum væri umhugað um Úkraínu, ekki endilega jafnmikið um Bandaríkin. „Ég held hald að hann hafi mætur á Úkraínu. Hann talar úkraínsku og hann kemur frá landinu og hann vill tryggja að þau séu örugg og frjáls,“ sagði Duffy um Vindman. Trump forseti réðst sjálfur á Vindman á Twitter þar sem hann fullyrti án frekari sannanna að hann væri „Aldrei Trump-vitni“. Forsetinn og bandamenn hans hafa kallað andstæðinga hans innan raða Repúblikanaflokksins „Aldrei Trump-sinna“. Þá hefur samsæriskenningu verið dreift á hægri vængnum um að Vindman hafi gefið úkraínskum stjórnvöldum ráð um hvernig þau ættu að vinna gegn utanríkisstefnu Trump á bak við tjöldin, að sögn New York Times.Árásirnar „skammarlegar“ Nokkrir frammámenn í Repúblikanaflokknum fordæmdu þó árásir á Vindman í dag, sérstaklega þær sem beindust að þjóðrækni hans og ættjarðarást. „Þessi náungi er með Fjólubláa hjartað [orða sem er veitt bandarískum hermönnum sem særast í bardaga]. Ég held að það væru mistök að vega að trúverðugleika hans,“ sagði John Thune, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Suður-Dakóta og næstæðsti leiðtogi flokksins í deildinni. „Það er augljóslega hægt að finna að efninu og það eru til ólíkar túlkarnir á öllu þessu. En ég myndi ekki ráðast á hann persónulega. Hann er föðurlandsvinur,“ sagði Thune. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Wyoming og eldri dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta, sagði það „skammarlegt“ að efast um hollustu Vindman við Bandaríkin eða þjóðrækni hans, að því er kemur fram í frétt Politico.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48
Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43