„Siðrof er ekki siðleysi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 22:13 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands um að minnkandi traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðrofs í samfélaginu, vakti hörð viðbrögð. Biskup var spurð út í þetta orðaval sitt í Kastljósi í kvöld. „Siðrof er ekki siðleysi. Siðrof er rof við siðinn sem við höfum lifað eftir um aldir hér á Íslandi, sem er mótuð af kristnum gildum og kristinni trú. Ef að við fræðum ekki börn framtíðarinnar um það sem við byggjum okkar menningu, hefðir og siði á, þá tel ég það vera siðrof, ekki siðleysi“ útskýrði Agnes í Kastljósi. Eins og fjallað var um hér á Vísi í dag fóru af stað fjörugar umræður á samfélagsmiðlum um ummæli biskups frá því í gær og margir veltu því fyrir sér hvort hún teldi þjóðina siðlausa. „Það hefur orðið siðrof held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir. Það náttúrulega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis biblíusögurnar eða í skólanum á verður framtíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til,“ sagði Agnes. Hún segir nú að með þessu hafi hún ekki átt við siðleysi. „Auðvitað er það þannig að börnin eru framtíðin og ég er alls ekki að segja að þau séu siðlaus. Þvert á móti þá ber ég mikla umhyggju fyrir börnum landsins og vil að þau fái að læra um þann grunn sem við stöndum á.“Karl Sigurbjörnsson. Fréttablaðið/StefánFús til að biðjast afsökunar Aðspurð hvort samkynhneigðir ættu rétt á afsökunarbeiðni frá kirkjunni vegna orða Karls Sigurbjörnssonar, þáverandi biskups, frá árinu 2006 um að hjónabandið ætti það inni að því væri ekki kastað „á sorphauginn án þess að hugsa okkar gang.“ Var þetta í tengslum við frumvarp sem veitti prestum þjóðkirkjunnar heimild til að gefa saman samkynja pör. Ummælin voru sýnd í þættinum Svona Fólk á RÚV. „Sko hérna auðvitað er það þannig að allir menn eru skapaðir af guði og elskaðir af guði og við eigum að líta á alla menn jafnt. Það er náttúrulega þannig. Ég get alveg hérna bara beðið fólk afsökunar á því að kirkjan hafi komið svona fram og sært fólk og valdið þeim bæði sársauka og vandræðum og erfiðleikum. Ég er fús til þess að biðjast afsökunar á því,“ svaraði Agnes. Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33 Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands um að minnkandi traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðrofs í samfélaginu, vakti hörð viðbrögð. Biskup var spurð út í þetta orðaval sitt í Kastljósi í kvöld. „Siðrof er ekki siðleysi. Siðrof er rof við siðinn sem við höfum lifað eftir um aldir hér á Íslandi, sem er mótuð af kristnum gildum og kristinni trú. Ef að við fræðum ekki börn framtíðarinnar um það sem við byggjum okkar menningu, hefðir og siði á, þá tel ég það vera siðrof, ekki siðleysi“ útskýrði Agnes í Kastljósi. Eins og fjallað var um hér á Vísi í dag fóru af stað fjörugar umræður á samfélagsmiðlum um ummæli biskups frá því í gær og margir veltu því fyrir sér hvort hún teldi þjóðina siðlausa. „Það hefur orðið siðrof held ég. Fólk áttar sig ekki á því hvaðan hlutirnir koma sem við viljum gjarnan lifa eftir og starfa eftir. Það náttúrulega segir sig sjálft að ef að börnin læra ekki heima hjá sér til dæmis biblíusögurnar eða í skólanum á verður framtíðin þannig að þau vita ekki að þetta er til,“ sagði Agnes. Hún segir nú að með þessu hafi hún ekki átt við siðleysi. „Auðvitað er það þannig að börnin eru framtíðin og ég er alls ekki að segja að þau séu siðlaus. Þvert á móti þá ber ég mikla umhyggju fyrir börnum landsins og vil að þau fái að læra um þann grunn sem við stöndum á.“Karl Sigurbjörnsson. Fréttablaðið/StefánFús til að biðjast afsökunar Aðspurð hvort samkynhneigðir ættu rétt á afsökunarbeiðni frá kirkjunni vegna orða Karls Sigurbjörnssonar, þáverandi biskups, frá árinu 2006 um að hjónabandið ætti það inni að því væri ekki kastað „á sorphauginn án þess að hugsa okkar gang.“ Var þetta í tengslum við frumvarp sem veitti prestum þjóðkirkjunnar heimild til að gefa saman samkynja pör. Ummælin voru sýnd í þættinum Svona Fólk á RÚV. „Sko hérna auðvitað er það þannig að allir menn eru skapaðir af guði og elskaðir af guði og við eigum að líta á alla menn jafnt. Það er náttúrulega þannig. Ég get alveg hérna bara beðið fólk afsökunar á því að kirkjan hafi komið svona fram og sært fólk og valdið þeim bæði sársauka og vandræðum og erfiðleikum. Ég er fús til þess að biðjast afsökunar á því,“ svaraði Agnes.
Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33 Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Kannast ekki við uppsögn sem kirkjuráð samþykkti samhljóða Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri kirkjuráðs, kannast ekki við að hafa verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra kirkjuráðs. 29. október 2019 14:33
Orð biskups um siðrof vekja undrun og furðu Orð Agnesar M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, um að minna traust til Þjóðkirkjunnar megi rekja til siðroðs í samfélaginu sem orðið hafi eftir að kristinfræði var ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunnskólum landsins, hafa vakið bæði undrun og furðu á meðal landsmanna. 29. október 2019 13:30