Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 12:02 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar. Vísir/Vilhelm Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. Norðurlandaráðsþing verður sett í dag en Katrín Jakobsdóttir mun til að mynda stjórna fundi norrænna forsætisráðherra á eftir þar sem meðal annars verður fjallað um það hvernig norræna samfélagslíkanið geti stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Þá verða teknar fyrir nokkrar þingmannatillögur og má þar meðal annars nefna sameiginlega tillögu norrænna miðjuflokka um afnám klukkubreytinga. „Við erum svona að beina því til ríkisstjórna Norðurlandanna að afnema þennan tímamismun sem er á milli þá sérstaklega Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og auðvitað snertir þetta Ísland en við erum á svokölluðu GMT 0 svæði þannig að við erum ekki að fara að breyta klukkunni,“ segir Anna Kolbrún. „En þetta þýðir samt það að við þurfum að horfa til Íslands og það má þó ekki vera þannig að tímamunurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna, að það breytist eitthvað, að hann aukist.“ Hún kveðst vongóð um að tillagan nái fram að ganga. „Við höfum talað um að Norðurlönd verði þetta samþættasta svæði heimsins, það eru ekkert lítil orð, en í því felst að við mættum gjarnan vera á sama tímabelti, eins og hægt verður,“ segir Anna Kolbrún. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, eru einnig meðal flutningsmanna tillögunnar sem nánar má skoða hér. Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Klukkan á Íslandi Miðflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. Norðurlandaráðsþing verður sett í dag en Katrín Jakobsdóttir mun til að mynda stjórna fundi norrænna forsætisráðherra á eftir þar sem meðal annars verður fjallað um það hvernig norræna samfélagslíkanið geti stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Þá verða teknar fyrir nokkrar þingmannatillögur og má þar meðal annars nefna sameiginlega tillögu norrænna miðjuflokka um afnám klukkubreytinga. „Við erum svona að beina því til ríkisstjórna Norðurlandanna að afnema þennan tímamismun sem er á milli þá sérstaklega Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og auðvitað snertir þetta Ísland en við erum á svokölluðu GMT 0 svæði þannig að við erum ekki að fara að breyta klukkunni,“ segir Anna Kolbrún. „En þetta þýðir samt það að við þurfum að horfa til Íslands og það má þó ekki vera þannig að tímamunurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna, að það breytist eitthvað, að hann aukist.“ Hún kveðst vongóð um að tillagan nái fram að ganga. „Við höfum talað um að Norðurlönd verði þetta samþættasta svæði heimsins, það eru ekkert lítil orð, en í því felst að við mættum gjarnan vera á sama tímabelti, eins og hægt verður,“ segir Anna Kolbrún. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, eru einnig meðal flutningsmanna tillögunnar sem nánar má skoða hér.
Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Klukkan á Íslandi Miðflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01