Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um innbrot á heimili á völlunum. Þar hafði þjófur spennt upp glugga og farið inn. Engu virðist þó hafa verið stolið og er talið að þjófavarnarkerfi hafi fælt innbrotsþjófinn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Einnig var tilkynnt innbrot í fyrirtæki í Kópavogi en frekari upplýsingar um það liggja ekki fyrir.
Lögreglan handtók ölvaðan mann í miðbænum rúmlega sjö í gærkvöldi. Sá er grunaður um eignaspjöll. Hann var með járnstöng í hendi, var ógnandi og braut meðal annars rúðu.
Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn hafði ítrekaði verið sviptur ökuréttindum.
Þjófavarnarkerfi fældi þjóf
Samúel Karl Ólason skrifar
