Greiða atkvæði í þinginu um rannsókn Demókrata Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2019 21:56 Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Getty/Chip Somodevilla Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. AP greinir frá. Bandaríkjaforseti og Repúblikanar á þingi hafa gagnrýnt rannsóknina og sagt að hún eigi sér hvergi stoð í lögum, hluti þess sem gagnrýnt hefur verið er að rannsóknin hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu á þingi. Því hefur forsetinn og ríkisstjórn hans eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að vitni komi fyrir þingnefndir og að skjöl verði rannsökuð. Bandaríska stjórnarskráin kveður ekki á um að atkvæðagreiðslu á þingi þurfi til þess að hefja rannsókn með það fyrir augum að ákæra Bandaríkjaforseta, þvert á málflutning forsetans og Repúblikana. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, sagði í bréfi til þingmanna að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla sé ætluð til þess að staðfesta ferlið og til þess að taka af allan vafa um lögmæti rannsóknarinnar. Slíkt ætti að koma í veg fyrir tilraunir framkvæmdavaldsins til þess að stöðva rannsóknina á meintum brotum. Í bréfi sínu hafnaði Pelosi með öllu túlkun Hvíta hússins á stjórnarskrárákvæðunum sem snúa að ákæruferlinu. Þrátt fyrir bann gegn því að bera vitni hefur fjöldi núverandi og fyrrverandi ríkisstarfsmönnum komið fyrir nefndirnar þrjár sem sjá um rannsóknina. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46 Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45 Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. AP greinir frá. Bandaríkjaforseti og Repúblikanar á þingi hafa gagnrýnt rannsóknina og sagt að hún eigi sér hvergi stoð í lögum, hluti þess sem gagnrýnt hefur verið er að rannsóknin hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu á þingi. Því hefur forsetinn og ríkisstjórn hans eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að vitni komi fyrir þingnefndir og að skjöl verði rannsökuð. Bandaríska stjórnarskráin kveður ekki á um að atkvæðagreiðslu á þingi þurfi til þess að hefja rannsókn með það fyrir augum að ákæra Bandaríkjaforseta, þvert á málflutning forsetans og Repúblikana. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, sagði í bréfi til þingmanna að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla sé ætluð til þess að staðfesta ferlið og til þess að taka af allan vafa um lögmæti rannsóknarinnar. Slíkt ætti að koma í veg fyrir tilraunir framkvæmdavaldsins til þess að stöðva rannsóknina á meintum brotum. Í bréfi sínu hafnaði Pelosi með öllu túlkun Hvíta hússins á stjórnarskrárákvæðunum sem snúa að ákæruferlinu. Þrátt fyrir bann gegn því að bera vitni hefur fjöldi núverandi og fyrrverandi ríkisstarfsmönnum komið fyrir nefndirnar þrjár sem sjá um rannsóknina. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46 Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45 Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46
Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45
Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30
Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00