Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2019 20:26 Mark Milley ræddi við blaðamenn í Pentagon í dag. Getty/Chip Somodevilla Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Frá þessu greindi æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers, Mark Milley á blaðamannafundi í Pentagon í dag. Milley segir að mennirnir tveir hafi nú verið fluttir á öruggan stað og séu í haldi. BBC greinir frá. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um mennina en Milley greindi frá því að unnið væri að því að ákvarða hvaða hlutar aðgerðarinnar verði opinberaðir. Bandaríkjaforseti greindi frá því fyrr í dag að mögulega yrði myndband frá aðgerðum birt opinberlega. Um jarðneskar leifar Baghdadi sagði Milley að lík hans hafi verið flutt á herstöð til þess að ákvarða með fullri vissu að um réttan aðila væri að ræða. Því næst hafi líkið verið jarðsett á viðeigandi hátt. Enginn mennskur meðlimur hersveitarinnar sem stóð að aðgerðinni lét lífið en Milley greindi frá því að þegar al-Baghdadi hafi sprengt sig í loft upp hafi einn hundanna sem tóku þátt í að elta hann uppi fallið. Segir hershöfðinginn að nafn hundsins sé trúnaðarmál. Í tilkynningu sinni á sunnudag greindi Bandaríkjaforseti frá dauða al-Baghdadi og sagði hann hafa látið lífið grenjandi og vælandi. Milley var spurður út í þá fullyrðingu forsetans og kvaðst hann ekki vita hvernig Trump hefði aflað þeirra upplýsinga. Milley bætti þó við að hann telji að upplýsingarnar hafi komist til forsetans eftir beinar samræður hans við hermenn. Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. Frá þessu greindi æðsti hershöfðingi Bandaríkjahers, Mark Milley á blaðamannafundi í Pentagon í dag. Milley segir að mennirnir tveir hafi nú verið fluttir á öruggan stað og séu í haldi. BBC greinir frá. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um mennina en Milley greindi frá því að unnið væri að því að ákvarða hvaða hlutar aðgerðarinnar verði opinberaðir. Bandaríkjaforseti greindi frá því fyrr í dag að mögulega yrði myndband frá aðgerðum birt opinberlega. Um jarðneskar leifar Baghdadi sagði Milley að lík hans hafi verið flutt á herstöð til þess að ákvarða með fullri vissu að um réttan aðila væri að ræða. Því næst hafi líkið verið jarðsett á viðeigandi hátt. Enginn mennskur meðlimur hersveitarinnar sem stóð að aðgerðinni lét lífið en Milley greindi frá því að þegar al-Baghdadi hafi sprengt sig í loft upp hafi einn hundanna sem tóku þátt í að elta hann uppi fallið. Segir hershöfðinginn að nafn hundsins sé trúnaðarmál. Í tilkynningu sinni á sunnudag greindi Bandaríkjaforseti frá dauða al-Baghdadi og sagði hann hafa látið lífið grenjandi og vælandi. Milley var spurður út í þá fullyrðingu forsetans og kvaðst hann ekki vita hvernig Trump hefði aflað þeirra upplýsinga. Milley bætti þó við að hann telji að upplýsingarnar hafi komist til forsetans eftir beinar samræður hans við hermenn.
Bandaríkin Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24
Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Íslenskur sérfræðingur um málefni Ríkis íslams telur fráfall leiðtoga samtakanna ekki munu hafa teljandi áhrif á starfsemi þeirra. 27. október 2019 22:44