Breska þingið hafnar tillögu Johnson um snemmbúnar kosningar Andri Eysteinsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 28. október 2019 19:03 Aukinn meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. Fyrirfram hafði verið búist við því að tillögunni yrði hafnað, sú varð raunin. Til þess að boðað yrði til kosninga hefði þurft 434 atkvæði með tillögunni en 650 þingmenn sitja í neðri deild breska þingsins. 299 greiddu atkvæði með tillögu forsætisráðherrans. Boris Johnson forsætisráðherra hafði barist fyrir nýjum kosningum allt frá því það varð ljóst að þingið myndi ekki samþykkja nýjan útgöngusamning hans í tæka tíð svo hægt væri að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október eins og samþykkt hafði verið.Brexit slegið á frest til janúarloka Þingið hafði skyldað Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um frest, næðist samningur ekki í gegn í síðasta lagi laugardaginn 19. október. Svar fékkst við þeirri beiðni í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í tísti að svarið hafi verið jákvætt. Sveigjanleg frestun yrði gerð á útgöngunni til loka janúarmánaðar. Það þýðir að Bretar geta gengið út fyrr, nái þeir samkomulagi þar um. Sophie Wilmes, sem varð forsætisráðherra Belgíu í dag, fyrst kvenna, kvaðst ánægð. „Þýði þetta að unnt verði að skipuleggja útgönguna þannig að hún gangi vel fyrir sig tel ég að það sé afar jákvætt,“ sagði Wilmes. Stjórnarandstöðuflokkar í Bretlandi höfðu gefið það út fyrir umræður og atkvæðagreiðslu kvöldsins að þeir myndu ekki styðja tillögu Johnsons um nýjar kosningar. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir Demókratar eru hins vegar ekki alfarið andvígir nýjum kosningum. „Verði lagt fram frumvarp sem gerir okkur kleift að fara í skyndikosningar til að breyta löggjöfinni sem liggur þegar fyrir getum við haldið kosningar þann 9.desember næstkomandi,“ sagði Ian Blackford, þingflokksformaður skoska þjóðarflokksins. Blackford sagði þá lausn vera betri því þá væru kosningar fyrr og forsætisráðherrann fengi skemmri tíma til þess að reyna að koma samningi sínum, sem Blackford segir vondan, í gegnum þingið.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 sem send var út áður en að niðurstöður lágu fyrir. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Aukinn meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. Fyrirfram hafði verið búist við því að tillögunni yrði hafnað, sú varð raunin. Til þess að boðað yrði til kosninga hefði þurft 434 atkvæði með tillögunni en 650 þingmenn sitja í neðri deild breska þingsins. 299 greiddu atkvæði með tillögu forsætisráðherrans. Boris Johnson forsætisráðherra hafði barist fyrir nýjum kosningum allt frá því það varð ljóst að þingið myndi ekki samþykkja nýjan útgöngusamning hans í tæka tíð svo hægt væri að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október eins og samþykkt hafði verið.Brexit slegið á frest til janúarloka Þingið hafði skyldað Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um frest, næðist samningur ekki í gegn í síðasta lagi laugardaginn 19. október. Svar fékkst við þeirri beiðni í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í tísti að svarið hafi verið jákvætt. Sveigjanleg frestun yrði gerð á útgöngunni til loka janúarmánaðar. Það þýðir að Bretar geta gengið út fyrr, nái þeir samkomulagi þar um. Sophie Wilmes, sem varð forsætisráðherra Belgíu í dag, fyrst kvenna, kvaðst ánægð. „Þýði þetta að unnt verði að skipuleggja útgönguna þannig að hún gangi vel fyrir sig tel ég að það sé afar jákvætt,“ sagði Wilmes. Stjórnarandstöðuflokkar í Bretlandi höfðu gefið það út fyrir umræður og atkvæðagreiðslu kvöldsins að þeir myndu ekki styðja tillögu Johnsons um nýjar kosningar. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir Demókratar eru hins vegar ekki alfarið andvígir nýjum kosningum. „Verði lagt fram frumvarp sem gerir okkur kleift að fara í skyndikosningar til að breyta löggjöfinni sem liggur þegar fyrir getum við haldið kosningar þann 9.desember næstkomandi,“ sagði Ian Blackford, þingflokksformaður skoska þjóðarflokksins. Blackford sagði þá lausn vera betri því þá væru kosningar fyrr og forsætisráðherrann fengi skemmri tíma til þess að reyna að koma samningi sínum, sem Blackford segir vondan, í gegnum þingið.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 sem send var út áður en að niðurstöður lágu fyrir.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira