Vörubílstjórinn í gæsluvarðhald Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 14:38 Skissa af hinum grunaða, Maurice Robinson, sem mætti fyrir dómara í dag. AP Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í morgun norður-írska vörubílstjórann Maurice Robinson í gæsluvarðhald í tengslum við mál þar sem 39 lík fundust í gámi bíls hans í bænum Grays, austur af London, í síðustu viku. Robinson hefur verið ákærður fyrir morð, aðild að mansali og peningaþvætti. Hinn 25 ára Robinson mætti fyrir dómara í gegnum myndbandsupptöku. „Þetta er alþjóðlegt net sem sér til þess að mikill fjöldi flóttamanna kemur til Bretlands,“ sagði saksóknara fyrir dómi í morgun. Robinson var handtekinn skömmu eftir að líkin fundust í kæligámnum á flutningabílnum. Hafði fólkið þá verið flutt frá belgísku hafnarborginni Zeebrugge. Fyrstu fréttir hermdu að hin látnu væru Kínverjar, en síðustu daga hafa komið fréttir um að hluti þeirra kunni að hafa komið frá Víetnam. Talið er að hin látnu hafi verið hluti af um hundrað manna hópi sem reyndu að smygla sér til Bretlands. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands skrifaði í morgun undir í sérstaka minningarbók um hina látnu þar sem hann hét því að breska ríkisstjórnin myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að tryggja að hinir ábyrgu yrði dregnir fyrir dóm. Robinson mun næst mæta fyrir dómara þann 25. nóvember. Þrír til viðbótar voru handteknir vegna málsins í síðustu viku, en þeim var sleppt í gær. Bretland England Tengdar fréttir Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Bílstjórinn hefur verið ákærður fyrir manndráp Hinn 25 ára gamli Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp. 26. október 2019 16:35 Fólkið sem fannst í gámnum sagt vera frá Kína Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu. 24. október 2019 10:15 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í morgun norður-írska vörubílstjórann Maurice Robinson í gæsluvarðhald í tengslum við mál þar sem 39 lík fundust í gámi bíls hans í bænum Grays, austur af London, í síðustu viku. Robinson hefur verið ákærður fyrir morð, aðild að mansali og peningaþvætti. Hinn 25 ára Robinson mætti fyrir dómara í gegnum myndbandsupptöku. „Þetta er alþjóðlegt net sem sér til þess að mikill fjöldi flóttamanna kemur til Bretlands,“ sagði saksóknara fyrir dómi í morgun. Robinson var handtekinn skömmu eftir að líkin fundust í kæligámnum á flutningabílnum. Hafði fólkið þá verið flutt frá belgísku hafnarborginni Zeebrugge. Fyrstu fréttir hermdu að hin látnu væru Kínverjar, en síðustu daga hafa komið fréttir um að hluti þeirra kunni að hafa komið frá Víetnam. Talið er að hin látnu hafi verið hluti af um hundrað manna hópi sem reyndu að smygla sér til Bretlands. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands skrifaði í morgun undir í sérstaka minningarbók um hina látnu þar sem hann hét því að breska ríkisstjórnin myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að tryggja að hinir ábyrgu yrði dregnir fyrir dóm. Robinson mun næst mæta fyrir dómara þann 25. nóvember. Þrír til viðbótar voru handteknir vegna málsins í síðustu viku, en þeim var sleppt í gær.
Bretland England Tengdar fréttir Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Bílstjórinn hefur verið ákærður fyrir manndráp Hinn 25 ára gamli Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp. 26. október 2019 16:35 Fólkið sem fannst í gámnum sagt vera frá Kína Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu. 24. október 2019 10:15 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06
Bílstjórinn hefur verið ákærður fyrir manndráp Hinn 25 ára gamli Maurice Robinson hefur verið ákærður fyrir 39 manndráp. 26. október 2019 16:35
Fólkið sem fannst í gámnum sagt vera frá Kína Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu. 24. október 2019 10:15