Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið Kyle Williams, Bandaríkjamann með breskt ríkisfang.
Williams, sem er 24 ára, lék með Newcastle Eagles á Englandi á síðasta tímabili. Þar var hann með rúm 13 stig að meðaltali í leik.
Hinn 1,93 metra hái Williams getur leyst ýmsar stöður á vellinum. Hann er kominn til Njarðvíkur og mætir á sína fyrstu æfingu með liðinu í kvöld.
Williams kemur væntanlega til með að fylla skarð litháíska leikstjórnandans Evaldas Zabas sem var sendur heim í síðustu viku.
Njarðvík hefur tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í Domino's deildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Stjörnunni á föstudaginn.
Njarðvíkingar bæta við sig Bandaríkjamanni með breskt ríkisfang

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 78-66 | Fyrsti sigur Grindvíkinga í höfn
Grindavík vann sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Njarðvík á heimavelli. Sigurinn var nokkuð öruggur og góð vörn Grindvíkinga gerði gæfumuninn.

Zabas sendur heim | Njarðvíkingar leita að leikstjórnanda
Litháíski leikstjórnandinn stóð ekki undir væntingum hjá Njarðvík.

„Elsku Njarðvíkingar, látiði Kanann ykkar fara“
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds eru á því að Njarðvík þurfi að gera breytingar á sínu liði til að geta veitt bestu liðum landsins keppni.