Hættu rannsókn á óléttum konum sem gengu fram yfir eftir að sex börn dóu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2019 13:30 Rannsókninni var hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. vísir/getty Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. Var rannsókninni hætt þar sem rannsakendur töldu það ekki siðferðislega verjandi að halda henni áfram í ljósi þess að börnin dóu. Að því er segir í umfjöllun Guardian er ekki til staðar neitt alþjóðlegt og almennt samkomulag varðandi það hvernig eigi að hafa umsjón með því þegar konur ganga fram yfir þegar ekki er um áhættumeðgöngu að ræða. Það er þó almennt talið að því fylgi aukin áhætta fyrir móður og barn ef meðgangan er lengri en 41 vika. Háskólasjúkrahúsið Sahlgrenska í Gautaborg leiddi rannsóknina. Var markmiðið að rannsaka 10 þúsund konur á fjórtán spítölum víðs vegar um landið.Vísindamennirnir ekki viljað tjá sig um málið Konum sem gengnar voru 40 vikur var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þær sem tóku þátt var síðan skipt handahófskennt í tvo hópa. Konurnar í öðrum hópnum voru settar af stað í byrjun viku 42 en konurnar í hinum hópnum á viku 43, ef þær voru þá þegar ekki farnar af stað. Þegar rannsókninni var hætt í október í fyrra hafði hún náð til 2.500 kvenna, sem er mun minna en lagt var upp með. Rannsakendur töldu engu að síður dauða barnanna sex gefa það sterklega til kynna að mikil aukin áhætta fylgdi því að láta meðgöngu halda áfram þar til á 43. viku. Engin börn létust í þeim hópi þar sem konur voru settar af stað í byrjun viku 42. Fyrst var fjallað um rannsóknina í sænskum fjölmiðlum í sumar en vísindamennirnir vilja ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en búið er að birta niðurstöðurnar í ritrýndu læknatímariti. Ýmislegt tengt rannsókninni má hins vegar finna í doktorsritgerð eins af rannsakendunum sem nýlega var birt á vef háskólans í Gautaborg. Höfundurinn telur að rannsóknin geti leitt til þess að ekki verði mælt með því að konur gangi með börn lengra fram yfir en eina viku. Þannig hefur Sahlgrenska-sjúkrahúsið, sem fór fyrir rannsókninni, ákveðið að breyta sínum viðmiðum og bjóða konum sem fara fram yfir að hefja fæðingu í viku 41, hafi þær ekki þá þegar fætt barnið. Svíþjóð Vísindi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Vísindamenn í Svíþjóð hafa hætt rannsókn á óléttum konum sem gengu með börn sín lengur en 40 vikur eftir að sex börn dóu. Fjallað er um málið á vef Guardian en þar kemur fram að rannsókninni hafi verið hætt fyrir um ári síðan eftir að fimm börn fæddust andvana og eitt barn lést. Mæður þeirra tóku þátt í rannsókninni og voru látnar ganga með börn sín fram á viku 43. Var rannsókninni hætt þar sem rannsakendur töldu það ekki siðferðislega verjandi að halda henni áfram í ljósi þess að börnin dóu. Að því er segir í umfjöllun Guardian er ekki til staðar neitt alþjóðlegt og almennt samkomulag varðandi það hvernig eigi að hafa umsjón með því þegar konur ganga fram yfir þegar ekki er um áhættumeðgöngu að ræða. Það er þó almennt talið að því fylgi aukin áhætta fyrir móður og barn ef meðgangan er lengri en 41 vika. Háskólasjúkrahúsið Sahlgrenska í Gautaborg leiddi rannsóknina. Var markmiðið að rannsaka 10 þúsund konur á fjórtán spítölum víðs vegar um landið.Vísindamennirnir ekki viljað tjá sig um málið Konum sem gengnar voru 40 vikur var boðið að taka þátt í rannsókninni. Þær sem tóku þátt var síðan skipt handahófskennt í tvo hópa. Konurnar í öðrum hópnum voru settar af stað í byrjun viku 42 en konurnar í hinum hópnum á viku 43, ef þær voru þá þegar ekki farnar af stað. Þegar rannsókninni var hætt í október í fyrra hafði hún náð til 2.500 kvenna, sem er mun minna en lagt var upp með. Rannsakendur töldu engu að síður dauða barnanna sex gefa það sterklega til kynna að mikil aukin áhætta fylgdi því að láta meðgöngu halda áfram þar til á 43. viku. Engin börn létust í þeim hópi þar sem konur voru settar af stað í byrjun viku 42. Fyrst var fjallað um rannsóknina í sænskum fjölmiðlum í sumar en vísindamennirnir vilja ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en búið er að birta niðurstöðurnar í ritrýndu læknatímariti. Ýmislegt tengt rannsókninni má hins vegar finna í doktorsritgerð eins af rannsakendunum sem nýlega var birt á vef háskólans í Gautaborg. Höfundurinn telur að rannsóknin geti leitt til þess að ekki verði mælt með því að konur gangi með börn lengra fram yfir en eina viku. Þannig hefur Sahlgrenska-sjúkrahúsið, sem fór fyrir rannsókninni, ákveðið að breyta sínum viðmiðum og bjóða konum sem fara fram yfir að hefja fæðingu í viku 41, hafi þær ekki þá þegar fætt barnið.
Svíþjóð Vísindi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira