Annars er veðrið á þá leið að hægur vindur verður og yfirleitt bjart veður í dag, en suðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu og úrkomulítið norðvestantil á landinu.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að eftir kalda nótt hlýni í veðri, hiti víða eitt til sex stig síðdegis en áfram frost í innsveitum norðaustanlands. Seint í kvöld fer að rigna á Vesturlandi.
Veðurstofan spáir suðvestan fimm til fimmtán metrum á sekúndu á morgun þar sem hvassast verður norðan heiða. „Skýjað veður og súld eða dálítil rigning um landið vestanvert. Hiti 1 til 8 stig. Það er útlit fyrir svipað veður á miðvikudag, en þó lægir heldur,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Suðvestan 8-13 m/s, en hægari S-lands. Skýjað á landinu og súld eða dálítil rigning V-til. Hiti 1 til 8 stig.Á miðvikudag og fimmtudag: Suðvestan 5-10 og rigning öðru hverju, hiti 1 til 6 stig. Hægari á A-verðu, bjart með köflum og hiti kringum frostmark.
Á föstudag: Austlæg átt, skýjað og stöku él við N-ströndina, en skúrir syðst. Hiti kringum frostmark.
Á laugardag og sunnudag: Norðaustanátt og dálítil él, en léttskýjað SV-lands.