Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV til lögreglu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleit í Samherja árið 2012. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá segir ung kona frá reynslu sinni af hefndarklámi í fréttatímanum. Hún segir flesta krakka í grunnskóla hennar hafa tekið þátt í að senda nektarmyndir og -myndskeið af sér. Að lokum var henni hótað með dreifingu myndanna ef hún gengi ekki lengra í myndatökunni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×