Lögreglumaður ákærður fyrir að reyna hindra framgang máls sonar hans Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 18:30 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. Nýjasta ákæran er frá því fyrr í mánuðinum en þar er lögreglumaður af landsbyggðinni sakaður um brot í starfi með því að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann ákærður fyrir að hafa flett um máli sonar sínar í LÖKE. Lögreglumaðurinn starfar hjá lögregluembætti úti á landi. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðarsaksóknari. Hann vildi ekki greina frekar frá efni ákærunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi frá því embætti héraðssaksóknara var stofnað árið 2016. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en árið 2019 hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í átta málum og sýknað í einu. Tveimur málum er enn ólokið. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir það koma sér á óvart hve margir lögreglumenn hafi verið ákærðir fyrir brot í starfi. „Mér finnst þetta virkilega há tala en það þarf að taka hvert brot og skoða út af fyrir sig. Hvers eðlis þau eru,“ segir Arinbjörn en málin eru misalvarleg. Í nokkrum þeirra er ákært bæði fyrir brot í starfi og fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Þá fagnar Arinbjörn því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar sem muni koma til með að hjálpa til í málum sem þessum. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni fyrir að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann einnig ákærður fyrir ólöglegar uppflettingar í LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi á fjórum árum. Nýjasta ákæran er frá því fyrr í mánuðinum en þar er lögreglumaður af landsbyggðinni sakaður um brot í starfi með því að hafa reynt að hindra framgang máls þar sem sonur hans var kærður fyrir of hraðan akstur. Þá er hann ákærður fyrir að hafa flett um máli sonar sínar í LÖKE. Lögreglumaðurinn starfar hjá lögregluembætti úti á landi. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðarsaksóknari. Hann vildi ekki greina frekar frá efni ákærunnar. Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi frá því embætti héraðssaksóknara var stofnað árið 2016. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en árið 2019 hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í átta málum og sýknað í einu. Tveimur málum er enn ólokið. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir það koma sér á óvart hve margir lögreglumenn hafi verið ákærðir fyrir brot í starfi. „Mér finnst þetta virkilega há tala en það þarf að taka hvert brot og skoða út af fyrir sig. Hvers eðlis þau eru,“ segir Arinbjörn en málin eru misalvarleg. Í nokkrum þeirra er ákært bæði fyrir brot í starfi og fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Þá fagnar Arinbjörn því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í notkun svokallaðar búkmyndavélar sem muni koma til með að hjálpa til í málum sem þessum.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi. 25. ágúst 2019 19:15