Demian Maia hengdi Ben Askren Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. október 2019 16:30 UFC var með bardagakvöld í Singapúr í dag þar sem þeir Demian Maia og Ben Askren mættust í aðalbardaganum. Bardagaaðdáendur voru spenntir fyrir því að sjá þessa tvo frábæru glímumenn mætast og fá að sjá þá glíma. Ben Askren er frábær í ólympískri glímu og komst á ólympíuleikana árið 2008 en Demian Maia er heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Þetta voru því tveir ólíkir glímustílar að mætast. Bardaginn var þó mun meira standandi en flestir bjuggust við. Þeir Maia og Askren skiptust á höggum fyrstu lotuna og fóru ekki í gólfið fyrr en 40 sekúndur voru eftir af 1. lotu. Askren náði fellu en Maia snéri stöðunni við og var nokkuð um stöðuskiptingar í gólfinu. Í 2. lotu héldu þeir áfram að standa með hvor öðrum og skiptust á höggum. Báðir voru að hitta ágætlega en gólfglíman var mun skemmtilegri. Askren tók Maia niður en Maia hótaði af bakinu með uppgjafartökum og komst ofan á. Maia reyndi að taka bakið á Askren en Askren kom sér úr vandræðum. Í 3. lotu var mikið af því sama á teningnum. Askren náði fellu en Maia fór í fótalás sem hann notaði til að komast ofan á í gólfinu. Þegar Maia komst ofan á var hann fljótur að komast í yfirburðarstöðu, komst á bak Askren og hengdi hann með „rear naked choke“ eftir 3:54 í 3. lotu. Frábær sigur hjá Demian Maia og hans þriðji sigur í röð. Hinn 41 árs gamli Maia á tvo bardaga eftir af samningum og ætlar að klára þá og svo hætta. Ben Askren hefur nú tapað tveimur bardögum í röð og má segja að innkoma hans í UFC hafi valdið miklum vonbrigðum eftir að hann kom ósigraður inn í UFC. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit bardaganna má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
UFC var með bardagakvöld í Singapúr í dag þar sem þeir Demian Maia og Ben Askren mættust í aðalbardaganum. Bardagaaðdáendur voru spenntir fyrir því að sjá þessa tvo frábæru glímumenn mætast og fá að sjá þá glíma. Ben Askren er frábær í ólympískri glímu og komst á ólympíuleikana árið 2008 en Demian Maia er heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Þetta voru því tveir ólíkir glímustílar að mætast. Bardaginn var þó mun meira standandi en flestir bjuggust við. Þeir Maia og Askren skiptust á höggum fyrstu lotuna og fóru ekki í gólfið fyrr en 40 sekúndur voru eftir af 1. lotu. Askren náði fellu en Maia snéri stöðunni við og var nokkuð um stöðuskiptingar í gólfinu. Í 2. lotu héldu þeir áfram að standa með hvor öðrum og skiptust á höggum. Báðir voru að hitta ágætlega en gólfglíman var mun skemmtilegri. Askren tók Maia niður en Maia hótaði af bakinu með uppgjafartökum og komst ofan á. Maia reyndi að taka bakið á Askren en Askren kom sér úr vandræðum. Í 3. lotu var mikið af því sama á teningnum. Askren náði fellu en Maia fór í fótalás sem hann notaði til að komast ofan á í gólfinu. Þegar Maia komst ofan á var hann fljótur að komast í yfirburðarstöðu, komst á bak Askren og hengdi hann með „rear naked choke“ eftir 3:54 í 3. lotu. Frábær sigur hjá Demian Maia og hans þriðji sigur í röð. Hinn 41 árs gamli Maia á tvo bardaga eftir af samningum og ætlar að klára þá og svo hætta. Ben Askren hefur nú tapað tveimur bardögum í röð og má segja að innkoma hans í UFC hafi valdið miklum vonbrigðum eftir að hann kom ósigraður inn í UFC. Bardagakvöldið var skemmtilegt en öll úrslit bardaganna má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Heimsklassa ólympísk glíma gegn heimsklassa jiu-jitsu Það má með sanni segja að alvöru glímubardagi sé á dagskrá þegar UFC heimsækir Singapúr á laugardaginn. Tveir af bestu glímumönnum UFC, þeir Demian Maia og Ben Askren, mætast þá í aðalbardaganum. 26. október 2019 10:00